Vikan


Vikan - 28.06.1962, Side 18

Vikan - 28.06.1962, Side 18
 — Hvernig í ósköpunum fer maður að því að verða skákmeist- ari? — Eina leiðin er að byrja að tefla, halda síðan áfram að tefla, tefla svo enn meir, læðast í skák- skruddur og stúdera í laumi og þykjast ekkert hafa lesið. Eitthvað á þessa leið svaraði Björn Þorsteinsson, hinn korn- ungi og efnilegi skákmeistari, þessari gáfulegu spurningu blaða- mannsins. Björn er rúmlega svitugur að aldri, fæddur árið 1940 í Árnesi við Trékyllisvík, þar sem faðir hans, síra Þorsteinn Björnsson, þjónaði í nokkur ár. Fjögurra ára fluttist hann ásamt foreldr- um sínum að Þingeyri við Dýra- fjörð og átti þar heima, þar til fjölskyldan fluttist til Reykjavik- ur árið 1950. Björn er elztur 8 systkina. Hann gat sér það frægð- arorð á síðasta íslandsmeistara- móti í skák, að hafa þá þegar tryggt sér annað sætið, er þrjár umferðir voru ótefldar. — Hvenær tókst þú skákbakt- eríuna, Björn? — Ég sýktist eiginlega ekki fyrr en ég var orðinn 16 ára, þá gekk ég i Taflfélag Reykjavíkur og hef aldrei náð mér eftir það. — Og hver var fyrsti stórsig- urinn? — Ég bið enn eftir honum. — En hvenær varstu þá fyrst virkilega ánægður með að vinna skák? — Því er erfitt að svara. Ég sat i þriðja bekk í Menntaskólanum i Reykjavík veturinn 1956, sama árið og ég gekk i taflfélagið. Þá um veturinn var tefld simskák við Menntaskólann á Akureyri á 18 borðum, að mig minnir. Ég fékk að tefla á neðst'a borði og Var fyrstur til að vinna i um það bil 20 leikjum. Þá var maður pínulítið ánægður. — Og svo hefurðu farið að taka þátt i kappmótum fyrir alvöru. — Já, það tók ekki langan tíma að ánetjast. Ég tefldi i hverju mótinu á fætur öðru og tókst loks að vinna mig upp í meist- araflokk á Haustmótinu 1959. Ég var þá í 1. fiokki, en 1. og meist- arafl. tefldu saman. Ég náði sama vinningafjölda og sigurvegarinn, Gunnar Gunnarsson, en liann varð fyrir ofan mig á stigum. Næstu tvö Háustmót vann ég — 1960 og ‘61 — en þau voru ekki ýkjasterk, gömiu meástararnir yfirleitt ekki með. — Hvers vegna láta þeir sig vanta svona oft? — Sumir nenna ekki, aðrir hafa ekki tíma og enn aðrir eru 18 VIKAN AHETjADIST SHÁH SAHAH Rætt við ungan skákmann, Björn Þorsteinsson, sem vann átta skákir í röð á síðasta íslandsmóti eflaust svo góðhjartaðir að vilja hleypa þeim ungu og óreyndu að í efstu sætin. Gárungarnir segja j)ó stundum, að ástæðan sé einfaldlega sú, að stórlaxarnir þori ekki að eiga það á hættu að tapa fyrir smábröndunum, en það er nú fulldjúpt tekið i árina. — Hvernig stóð á því, að þér tókst að vinna átta skákir i röð á íslandsmótinu síðasta? — Ég hef sennilega teflt ögn betur en andstæðingarnir. — Og eru nokkur stórátök framundan? — Ég veit ekki. — Vonandi verður sent lið héðan á Ólympíu- mótið, sem haldið verður í Búlgariu í haust. Þá myndi mig langa til að fljóta með. — Ef heimtað væri af þér að velja 20 manna landslið á móti Rússum á 5 mín. og liðið hefði 3 mán. lil að æfa sig, hvernig yrði það þá skipað? Ég skal stokka upp röðina, svo síður sé hætta á, að þú móðgir nokkurn. — Við skulum sjá — þetta er ljóta vinnan — viðbúið að mað- ur gleymi fjölda manns, sem væru nokkurn veginn sjálf- kjörnir — Friðrik Ólafsson — og algjör óþarfi að stokka hann til í röðinni — Jón Þorsteinsson, Lárus Johnsen, Gunnar Gunnars- son, Ingvar Ásmundsson, Júlíus Bogason, Jón Pálsson, Jón Guð- mundsson, Guðm. S. Guðmunds- son, Guðm. Ágústsson, Ingi R. Jóhannsson, Guðm. Pálmason, Baldur Möller, Ásmundur Ás- geirsson, Guðm. Arnlaugsson, Jónas Halldórsson, — hvað eru komnir margir? — Sextán. — Freysteinn Þorbergsson, Arinbjörn Guðmundsson, Þórir „Þetta eru töfrar, einhverjir ólýsanlegir töfrar líkt og þegar laxveiði- maðurinn verður bergnuminn af sinni dellu“ Ólafsson og í tuttugasta sætið N.N. Þetta er að visu æði harðsnúið lið, en ég held við ættum að sleppa því að bjóða Rússunum í einvígi. — Af pólitiskum ástæðum?! — Nei, ekki var það nú það, sem ég átti við! — Segðu mér Björn. Hvað eyð- irðu miklum tíma í skákina? — Engum, því að ég tel þeim fristundum vel varið, sem ég nota til þess að tefla. — Nú, en hvernig skiptirðu timanum milli alvöru lífsins og skákiðkana? — Ég er að læra skipasmiði hjá Daníel Þorsteinssyni og Co. og er í vinnunni frá kl. hálfátta til kl. 9 mín. yfir fjögur ... — Ha, til kl. hvað? — Níu mín. yfir fjögur, og það er ekkert mér að kenna, heldur samningunum. Mín vegna mætti það alveg eins vera 10 mín. yfir. Svo tefli ég á kvöldin, nema lauagrdagskvöld, þá þykist ég eiga fri og sný mér að öðrum hugðarefnum. — Hver eru þau? — Á maður nú lika að fara að koma upp um það! — Því ekki það. — Ja, frjálsa glaða lifið verð- ur lika að fá að komast að. — En eru ekki skákmenn jjrautleiðinlegir í samkvæmum eða öðrum mannamótum. Setjast þeir ekki bara út i horn og tefla við sjálfa sig? — Nei, nei. Þeir reyna að vera skemmtilegir eins og allir liinir. — Og þið getið þá jafnvel gefið ykkur að konum eins og aðrir? — Þessu harðneita ég að svara persónuiega, en til hvers held- urðu eiginlega að laugardags- kvöldið sé og nóttin á eftir? — Hvernig stendur á því, að skákin grípur menn svoila þræl- föstum tökum? — Ætli það þurfi ekki sálfræð- ing til þess að svara ])vi. Þetta eru töfrar, einhverjir ólýsanlegir töfrar, líkt og þegar laxveiðimað- urinn verður bergnuminn af sinni dellu. Það hef ég nú reyndar aldrei skilið. Það hlýtur að þurfa meir en litla sjálfsögun, til þess að geta staðið tímunum saman úti í beljandi straumvatni án þess að fá neitt. — Þorirðu að taka við mig skák, Björn? — Ég held nú það! — Má ég birta hana í blaðinu? —• Við verðum að hætta á, að það sé óhætt. ÍÞRÓTT1R Ef lesendur Vikunnar legðu það á sig að stilla sér upp einhvers staðar á laiðinni frá Kirkjuteig niður á I.augaveg kl. 6 til hálf-sjö að morgni, er ekkert líklegra en þeir rækju augun í burstaklipptan, knálegan, ungan mann á hlaupum. Hann er á leið til vinnu i húsgagnabólstrun Harðar Péturssonar á Lauga- vegi 58. Margir myndu eflaust bera kennsl á garpinn, en þá, sem ekki eru svo vel að sér, fullvissar Vikan um, að hér er hinn landsþekkti langhlaup- ari Kristleifur Guðbjörnsson á ferðinni. Okkur lék forvitni á að vita hve langt Kristleifur væri bú- inn að hlaupa siðan hann byrj- aði að æfa fyrir alvöru, og eftir töluverða útreikninga komst liann að raun um, að um 32000 km væru að baki. Þrjátiu og tvö þúsund kiló- metrar eru engin smáræðis vegalengd. Þetta jafngildir þvf, að Kristleifur væri langt kom- inn með tiundu ferðina milli Reykjavíkur og Rómar, ef hægt væri að hlaupa beina leið eða búinn með þrjár ferð- ir milli Reykjavíkur og Höfða- borgar í Suður-Afriku. Með sama áframhaldi liður ekki á löngu, þar til hann get- ur státað af því að hafa hlaup- ið vegalengdina kringum jörð- ina, rúmlega 40.000 km. Geri aðrir betur. Kristleifur byrjaði að æfa fyrir tæpum sjö árum. Siðan hefur hann lilaupið í um það bil 4700 klukkustundir. Ef hann hefði í staðinn varið límanum til vinnu við iðn sína, hefði hann unnið sér inn um 132.680 kr., miðað við sveinataxta í bólstrun. — Svo getur liver sem er reynt að halda j)vi fram, að ekkert sport sé dýrt nema laxveiði! Þegar við vorum setztir inn í stol'u hjá Kristleifi á Kirkju- teig 16 kvöld eitt fyrir skömmu, spurðum við soninn í fjölskyldunni hvað hann héti og hvað mamma hans héti. „Guðbjörn Kristleifsson og Margrét Ólafsdóttir.“ Og hvað hann ætlaði að gera, þegar hann væri orðinn stór? Ekkert svar. Annað hvort hefur stráksi ekki verið búinn að gera upp við sig, hvort hann ætti að feta i öll fótspor föður sins,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.