Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 20
Olafur Thors í aldarspegli Leikarinn í hópi stjórnmálamanna; jafnvígur á báða höfuðþættina, kóm- edíuna og harmleikinn. Það er mælt, að Ágústus, keis- ari Rómverja, hafi kvatt heim- inn með þessum orðum: „Klapp- ið nú, leikurinn er á enda. Hef ég elcki leikið vel?“ Þegar Ólafur Thors hverfur héðan úr þessum heimi — hvað guð láti úr hömlu dragast! — má hann með fullum rétti táka sér i munn andlátsorð hins fyrsta keisara Rómar. Hver sem verður dómur sögunnar um Ól- af Thors, þá verður það aldrei af honum skafið, að hann var leikari meiri en aðrir samtiðar- menn lians i flokki stjórnmála- manna. Raunar eru allir stjórn- málamenn leikarar að meira eða minna leyti, þeir leika bara mis- jafnlega vel. En Ólafur Thors er án alls vafa tilkomumesta príma- donnan í þjóðleikhúsi islenzkra stjórnmála. Hann er jafnvigur á báða höfuðþætti sjónleika, gamanleikinn og sorgarleikinn, hið kómiska og hið tragíska. Hann getur sprellað eins og gázkafyllsta can-can-stelpa, og í næsta andartaki er hann álvar- legur eins og persóna i grískum harmleik. En meðál annarra orða: ÞJÓÐLEIKHÚS. Það eru nú mörg ár síðan þessi saga gerð- Baldinn unglingur, latur í skóla, heimspekipróf frá Kaupmannahöfn og liðlega þrítugur í framboði fyrir íhaldsflokkinn. ist. (Innan sviga skal það tekið fram, að sagan er sönn, en elcki verður tekin ábyrgð á ÖLLUM þeim sögum, sem sagðar verða um Ólaf Thors i þessum áldar- spegli, því að hann er þegar orð- inn þjóðsagnapersóna i lifanda lífi.) Alþingiskosningar stóðu fyrir dyrum og Ólafur Thors var sem áður og æ siðan fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins í sýslunni sinni, Gullbringu- og Kjósarsýslu. Meðál andstœðinga hans var i framboði Þórarinn Þórarinsson Tímariistjóri, að sjálfsögðu fyrir Framsóknar- flokkinn. Framsókn var i stjórn- arandstöðu um þetta leyti, enda grimm i skapi eins og jafnan þegar svo stendur á. Þess skál getið, að á þeim dögum var sem óðast verið að vinna að innrétt- ingu Þjóðleikhússins við Hverf- isgötu, og gekk mikið á. Ólafur Thors var kálur og reifur á framboðsfundinum og lék öll sin hlutverk af mestu prýði og frábærri leikni. Þegar honum var brugðið um það, að liann Flóðmælskur, orðheppinn, skjótur í tilsvörum, ósvífinn, harður í sókn og tileinkaði sér snemma nýtízku áróð- ursbrögð. léti aldrei sjá sig í sýslunni mitti þinga og kæmi áldrei á fund kjósenda sinna nema til að fála af þeim atkvæði, þá svaraði hann með miklum álvöruþunga, að hann væri önnum kafinn við störf fyrir þjóðarheildina, og létu innansveitarmenn sér það vél líka. En Þórarinn Þórarins- son var í úfnum ham og fannst honum sem állt hefði farið úr böndunum meðan Framsókn var í útlegðinni. Þó táldi hann líklegt, að Framsókn kæmist bráðlega til válda og mundi þá kippa öllu i liðinn aftur. Yrði þá að sjálfsögðu að útvega Ólafi Thors einhverja atvinnu og mundi Framsókn veita honum það embælti sem honum hent- aði bezt: liún mundi gera Ólaf Thors að ÞJÓÐLEIKHÚS- STJÓRA. (Þetta er nú eitt af þeim kosningáloforðum Fram- Andstaða gegn Kveldúlfi. Varnar- ræðan mikla. Stórsigur Samstaða við Jónas og Framsókn. Laus við pólitískt ofstæki. sóknar, sem hún hefur áldrei efnt.) Svo mikið fannst Þórarni um leikræna hæfileika Ólafs Thors. Timaritstjórinn endurtók atvinnuloforðið nokkrum sinn- um á framboðsfundum, og lét Ólafur kyrrt liggja. En á einum fundinum virtist honum leiðast þóf þetta, og þegar Þórarinn Þórarinsson hafði sleppt orðinu greip Ólafur fram i ræðu hans og sagði: OG ÞÁ LÆT ÉG ÞIG LEIKA GRASA-GUDDU! Allir fundarmenn veltust um af hlátri, því það duldist engum, að vel væri válið í hlulverkið og lcjós- endur þóltust skilja, að þing- maður Gullbringu- og Kjósar- sýslu mundi verða liinn lagtæk- asti þjóðleikhússstjóri. En eftir þennan fund var áldrei oftar á það minnzt að gera Ólaf Tliors að framámanni í íslenzku leik- listarlifi. Þessi maður, sem á þannig enn þjóðleiklvússtjórastarf inni hjá Framsókn, heitir fullu nafni Ólafur Tryggvason Thors, i höf- uðið á þeim konungi Norð- manna, er féll ungur hjá Svold- ur, og hafði vitjað nafns, en for- sætisráðherra vor vill ekki heita þvi nafni og kennir sig við föð- ur sinn, Tlior Jensen. Faðir hans var danskur, kom ungur til Is- lands verzlunarþjónn í Borgar- nes, en gerðist siðan sjálfur kaupmaður, stórútgerðarmaður og að lokum stórbóndi á Korp- úlfsstöðum, og stofnaði eitt um- svifamesta útgerðarfyrirtæki landsins, Kveldúlf, sem síðar varð einkaeign Thorsbræðra. Ólafur Thors er fæddur i Borgarnesi árið 1892, fluttist tíl Hafnarfjarðar með foreldrum 20 VIKAN I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.