Vikan


Vikan - 28.06.1962, Side 32

Vikan - 28.06.1962, Side 32
jSumnrpejfSAn í nr MOORLE Y-STYLE 100% ull, þunn, létt. Litir: hvítt, drapp, grænt, koksgrátt, brúnt. G. BERGMANN, Laufásvegi 17. - Sími 18970. Sumnrpejfsnn \ nr IfffSortnar þú ský. }’ ! Framhald af bls. 7. Hún hló. Hann hafSi ekkert breytzt. 1 gamla daga lék hann kaldhæðinn, ósvífinn fréttaritara öllum stundum, en á kvöldin sagði hann henni frá meistaraverkinu, leikritinu, sem hann ætlaði að koma á framfæri einhvern- tíma seinna. „Frú Ash .... þú ert jafnvle enn fegurri en nokkru sinni fyrr. Nú veröum við að skála. Láttu þennan málara lönd og leið og skelltu þér í hjónaband með mér.“ „Ég ■ætla að láta ykkur ein,“ varð Séverin að orði. „Þið, þurfið mín ekki við, þið með allar ykkar endurminn- ingar.“ Drykklanga stund spurðu þau hvort annað til skiptis: „Manstu daginn sem ....?“ eða, „segðu mér hvað hef- ur orðið af .... “ og svo framvegis. Josée hafði ekki komið til hugar að það tímabil ævi hennar skyldi luma á svo miklum minningaauð, og enn síður að hún mundi hafa slikt yndi af að rifja upp þser endurminningar. 32 VIKAN Hún hafði gleymt Alan. Hann gekk framhjá þeim, kallaði til hennar: „Þú virðist skemmta þér?“ og leit grunsamlega hlutlaust á Marc. „E'r þetta maðurinn þinn?“ spurði Marc. „Hann er hreint ekki svo af- leitur að sjá. Og hæfileikum gæddur að auki.“ „Og svo á hann sand af peningum," sagði Josée og hló. „Og þig á hann lika. Nei, það er einum of mikið," lýsti Marc yfir. „Ertu hamingjusöm?" Hún brosti án þess að svara. Til allrar hamingju spurði Marc aldrei í þaula. Fjör hans var slíkt, að hann skipti án afláts um samræðuefni og afstöðu, og fyrir það hafði hann smám saman gerzt öllum öðrum ungum mönnum í París sjálfum sér ósam- kvæmari og skemmtilegri. Josée minntist þess hve þrautleið hún hafði verið orðin á honum þegar lauk þeirra nánu en skömmu kynnum, og það lá við sjálft að hún furðaði sig á því, hve fegin hún varð því nú að hitta hann aftur. „Josée," kallaði Laura. „Komdu hingað andartak." Hún reis úr sæti sínu, fann gólfið dúa litið eitt undir fæti sér og brosti. Laura hafði brugðið annarri hend- inni undir arm Alans, hinni undir arm ókunnugs gests. „Mér þykir fyrir því að verða að trufla samræður ykkar Marcs,“ sagði hún, „en Jean Perdet, listdómara, langar mjög að kynnast þér.“ Hún heyrði sjálfa sig skiptast á nokkrum hversdagslegum setningum Um málaralist við Perdet, sem auð- heyranlega langaði mun meira til að sjá hana en tala við hana. Loks losn- aöi hún þó við hann og Alan var óð- ara kominn til hennar. „Jæja, svo þetta er Marc.“ Hann tautaði, hlaut að hafa drukkið taisvert. Hann deplaði augunum. Hún v.rti hann fyrir sér og langaði tii uó hlæja framan i hann. „já, þetta er Marc.“ „Hann er ekki ósvipaður klæðskera- ginu.“ „Þannig hefur hann alltaf verið.“ „Þið eruð að rifja upp gömul kynni?“ „Vitanlega. Þú munt fara nærri um hversKonar kynni, er ekki svo?“ „jpað er mér ánægja, að Þú skulir fagna sigri mínum á þann hátt.“ „Vertu ekki að þessu. Þú manst þó hvað þú sagðir mér?“ Smjaðrið og vinið hafði í samein- ingu orðið til þess að hann mundi víst harla lítið eftir því. Og þegar öllu var á botninn hvolft var alls ekki úti- lokað að hann héldi áfram að mála. Hún sneri baki við honum. Samkvæm- ið var orðið óraunverulegt. „Hann getur hagaö því eins og hann vill mín vegna,“ hugsaði hún, „klesst litum á striga án þess að eiga nokkra trú, pint Lauru þangað til hún fremur sjálfs- morð.“ Og hún dró sig út úr glaumn- um til að dyfta andlitið. Einhver hafði lokað að sér baðher- berginu, svo hún ákvað að skreppa inn í einkabaðherbergi Lauru, sem var spölkorn fjær. Hún gekk í gegn- um herbergi með bláum satínvegg- tjöldum, og þar sváfu tveir peking- hundar í rekkju; kom síðan inn í baðherbergið, það var lítið og allt þar inni i bláum og gullnum lit. Hérna var það að öllum líkindum, sem Laura reyndi að hressa við út- litið til að vekja hrifningu Alans. Hún brosti að tilhugsuninni. I speglinum virtust sjáöldur hennar þandari og skærari en venjulega. Hún hallaði sér fram svo augnabrúnirnar snertu gler- ið. „1 þungum þönkurn?" Hún hrökk við þegar hún heyrði málróm Marcs. Hann hallaði sér upp að dyrastafnum á þann kæruleysis- lega hátt sem á stundum má sjá á myndum í herratízkutímaritum. Hún leit við og þau brostu hvort við öðru. Hann þurfti ekki nema eitt skref til að koma alveg að henni. Hann kyssti hana, hún veitti litilsháttar viðnám og hann sleppti henni. „Þetta á að minna þig á hina gömlu og góðu daga,“ sagði hann dálitið hranalega. „Eg vil njóta hans,“ hugsaði hún, „hann er dálítið broslegur og talar eins og persóna í lágkúrulegri smá- sögu og ég vil njóta hans.“ Hann læsti dyrunum hljóðlega og vafði hana síðan örmum á ný. Þau stympuðust um stund við að fletta hvort annað klæðum og létu fallast niður á gólf- ið. Hann rak sig á baðkerið og bölv- aði. Vatn rann úr krana, og Josée var hálft í hvoru að hugsa um að risa á fætur og loka fyrir það, en hann hafði þegar tekið um hönd henni og þrýst henni að likama sínum og hún minntist þess hve hann hafði alltaf verið stoltur af garpskap sínum við konur. Engu að síður lauk hann sér af i einni skorpu eins og hann var vanur og vatnsniðurinn hvarf ekki eitt andartak úr eyrum henni. Á eftir lá hann þungt að henni og blés mæð- inni, og aðkreppan, áhættan, ómurinn af samtalinu, sem barst innan úr dag- stofunni, kom mun meira róti á til- finningar Josée en atlotin sjálf. „Komdu þér á fætur,“ sagði hún. „Þau fara að svipast eftir okkur. Ef Laura ....“ Hann reis upp, rétti hénni höndina og kippti henni á fæt- ur. Læri hennar skulíu og hún spurði sjáifa sig hvort það mundi ekki vera aí hræðslu. Þau lagfæröu hár sitt og þögðu. „Má ég hringja til þín?“ spurði hann. „Auðvitað." Þau litu hvort á annað í speglinum. Hann virtist hinn ánægðasti með sjálfan sig. Hún hló lágt, kyssti hann á vangann og hélt út á undan honum. Hún þóttist vita að hann mundi kveikja sér i sígarettu óðar og hún væri farin, hagræða enn hárgreiðsl- unni og loks koma fram, svo kæru- leysislegur í fasi og Þaö hlaut að vekja grunsemd, jafnvel með þeim sem sízt hætti við að tortryggja fólk. En hver mundi samt sem áður geta trúað því á hana, einmitt kvöldið, sem verið var að fagna sýningarsigri eigin- manns hennar, að hún legðist hálfnak- in með gömlum kunningja, sem hún unni þar að auki ekki lengur, á gólf i baðherbergi, rétt inn af samkvæmis- salnum? Manni, sem hún hafði aldrei unnað? Jafnvel Alan mundi ekki trúa því á hana. Hún gekk aftur inn i dagstofuna, drakk ávaxtasafa og geispaði í laumi. Hana syfjaði, eins og alltaf á eftir. Eins og alltaf þegar atlotin höfðu eingöngu verið holdleg og gersvipt allri ljóðrænu. Laura sveif um á milli gestanna, dró töfrahringi umhverfis Alan sem stóð, drungalegur og úfinn, og hlýddi glaðklakkalegu masi Jeans Perdet. Josée gekk til hans, en Laura varð á undan henni. „Hetja samkvæmislífsins er dálag- lega á sig kominn. Alan, vinur minn, þú litur út eins og glæpamaður." Hún lagfærði bindið á honum, og hann lét það afskiptalaust, leit ekki einu sinni á hana. Josée þóttist sjá að hann væri útúrdrukkinn. Laura lyfti hendinni og fór fingrum um úf- ið hár hans, og skyndilega vatt Alan sér frá henni. „Nei, þú hefur strokið mér nóg.“ Það varð ógnþrungin þögn. Laura stóð þarna eins og illa gerður hlut- ur, steini lostin, reyndi að hlæja en gafst upp við það. Alan starði fram undan sér ygldur á brún. Josée gekk til hans óafvitandi. „Ég held að Það sé hyggilegast fyr- ir olckur að fara að halda heim.“ Henni varð ekki ljós fyndnin i orð- unum fyrr en í bílnum á heimleiðinni.. Alan hafði opnað gluggann; vindurinn, ýfði hár hennar og hressti hana. „Þú varst ekki sérlega hæverskur,“ sagði hún. „Þótt ég hafi orðið til við hana einu. sinni eða tvisvar, hefur hún ekki. neina ástæðu til að .... “ Síðustu orðin runnu saman í óskilj- anlegt tuldur. Josée sneri sér að honum furðu lostin. „Hefur þú orðið til við hana? Hvenær?"

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.