Vikan


Vikan - 28.06.1962, Qupperneq 36

Vikan - 28.06.1962, Qupperneq 36
mm SKIN BAIN Vindur, sol og sjávarloft hafa slæm áhrif á við- kvæma húð. INNOXA SKIN BALM mýkir og græðir. INNOXA SKIN BALM er sérstaklega góð vörn gegn áhrifum veðra á viðkvæma húð. Munið að taka INNOXA SKIN BALM með yður í sumar- leyfið. INNOXA SNYRTIVÖRUR fást í: REGNBOGANUM, Bankastræti. STELLA, Bankastræti. SÁPUHÚSIÐ, Austurstræti. OCULUS, Austurstræti. EDDA, Keflavík. SILFURBÚÐIN, Vestm.eyjum. Með bíladellu. Framhald af bls. 8. Ég man eftir þvi einu sinni, þegar ég var að fara austur með Sigtúna- bóndann. Við vorum fjórir bílar í lest og ég var fyrst. í miðju Ölfusinu hofðu orðið einhver vegarspjöll og meðal annars skemmzt þar'brú yfir á. Þegar að brúnni kom, sáúm við strax, að ekki var viðlit að komast yfir, öðru visi en að skella sér út í ána. Mér leizt ekki meira en svo á fyrirtækið, fór úr bílstjórajakkan- um minum og breiddi yfir vélina straummegin. Þetta þótti strákunum í hinum bílunum fáránlegt tiltæki og æptu til mín, hvort ekki væri vissara að vefja bilinn inn i bómull, 36 VIKAN j I eins og ég væri vön að gera á nótt- unni. Ég lét sem ég heyrði ekki hæðnisköllin, lagði í ána og komst klakklaust yfir. Svo komu hinir á eftir, ösluðu út i og festust allir. I>á leit Egill við og kallaði: „Hörmu- leg mistök, að þið skulið ekki vera kvenmenn, strákar minir.“ Svo dró ég þá alla upp úr á kaðli. Einu sinni sem oftnr var ég stödd á Eyrarbakka og beið tftir farþeg'um suður. Ég fór út úr bílnum til að viðra mig, og anda að meir hrcinu lofti. Þá þyrpist að mér hópur af fólki, börn og gamalmenni, með lirópum og köllum. „Kvenmaður á bíl, kvenmaður á bíl,“ og svo var glápt á mig eins og eitthvert við- undur. Ég lét mér fátt um finnast, sagði þó: „Elskurnar mínar, látið þið mig nú vita hvenær þið eruð búin að skoða mig og bílinn, því að þá ætla ég að fara, en í guðanna bæn- um, glápið eins og ykkur lystir fyrst.“ Það hunzkaðist í burtu. Svo hætti ég að keyra. Þetta var of erfitt. Vegirnir lélegir og bilarn- ir þungir og ég fór að mála aftur. Síðan hef ég málað frá morgni til kvölds og ætla að halda því áfram eins lengi og ég get. Nú er þetta ekki orðið neitt, eftir að rúllan kom — þú hefur séð málararúllu, er það ekki? — leik mér að fjórum stofum á dag, blessaður vertu. Hvernig kanntu annars við litina á stofunni hérna? Ég kann bezt við dempaða liti. Þeir hafa róandi áhrif á taug- arnar. Enga ofbirtu í augun. Oft hef ég haft mcnn i vinnu, en helzt vil ég vera ein, og það vill fólkið, sem ég vinn hjá Hka. Þessir karlar eru svo gjarnir á að sletta, sletta út um allt — bölvaður sóða- skapur.Þegar ég var að mála Foss- vogskapelluna, var ég með 6 stráka í vinnu. Tveir Jieirra Jiorðu upp á turn með mér, hinir voru lofthrædd- ir. Þeir gátu ekkert að Joessu gert. Það er víst sálrænt að vera loft- hræddur, svo er mér sagt. En málaravinnan er holl vinna, skal ég segja þér. Málningarloftið hefur verndað mig gegn öllum kvill- um, steindrepur allar bakteriur. Mér hefur eiginlega aldrei orðið misdæg- urt, fyrr en ég fékk inflúensuna í haust — hún var andstyggð. Aldrei hefur mér dottið i hug að giftast. Ég þoli nefnilega ekki að láta stjórna mér, ég vil gera það sjálf. Og hvað ætli maður megi svo sem vera að svoleiðis standi, þegar maður hefur nóg að gera við að xnála. Ned, ég er skelfing heppin að hafa lent á réttri hillu i lifinu. Kannski hefði verið enn þá skemmti- legra að mála myndir, tálga og slcera út, en það er ekkert vit í því að vera ósjálfbjarga, auralaus Iistamaður og alltaf upp á aðra kominn, mikil skelfing. En ég hef alltaf mikið yndi af að dútla við tréskurð og mála myndir á kvöldin. Nú er ég löngu hætt öllu sliku, legg bara kapal í staðinn. Það er min fristundaiðja. En það er oft erfitt að eiga við hann. Stundum legg ég hvað eftir annað og aldrei gengur upp. Þá er ég pirruð og hætti og bíð heldur eftir DAS-bílnum. Það er eiginlega það eina, sem mér leiðist í lífinu, hvað bílskömmin lætur bíða eftir sér. En ég fæ hann áður en lýkur, og þá verð ég að kaupa bílskúr. Skelfing held ég, að það sé óholl vinna að vera alltaf innan um papp- ir og leiðinleg. Leiðist þér ekki i blaðamennskunni? Jæja góði. Ég á einhvers staðar æðarkollu með unga tvo á bakinu. Það er gaman að saga út og tálga ... J. Þ. M. Kaldir drykkir, Framhald af bls. 14. Súkkulaðileginum, köldu kaffinu og iskaldri mjólkinni blandað sam- an og borið fram i liáum glösum með rjóma eða vanilluís ofan á. Kryddmokka. Ósætt súkku’aði % bolli, kaffi (brennt og malað) % bolli, mjólk 1 1„ 2 kanilstengur, 8 negulnaglar, ca. V-i bolli sykur. Rifið súkkulaðið, kaffið, mjólkin, kanillinn og negullinn soðið sam- an yfir lágum hita í 3 minútur. Síað og sætt eftir smekk. Hellt yfir ís I háum glösum og þeyttur rjómi eða vanilluís settur ofan á. Kaffi frappé. 2 egg, svolitið salt, %—% bolli sykur, mjög sterkt kaffi 3 bollar, mjólk 1 bolli, þykkur rjómi % bolli. Eggin þeytt og þau sett ásamt saltinu, sykrinum, kaffinu og mjólk- inni i tvöfaldan pott. Vatnið í neðri pottinum varla látið sjóða, og hrært I blöndunni þar til hún tollir við skcið. Kælið vel. Rétt áður en það er borið fram, er þeyttum rjóma blandað varlega saman við. Rjómi eða ís ofan á. Mokkapúns. Mjög sterkt kaffi 1 1., súkkulaði- ís 3 bollar, þykkur rjómi % bolli, möndludropar Vi tesk. Helmingurinn af súkkulaðikrém- inú er settur í púnsskál og köldu kaffinu hellt yfir. Þeyttur rjóminn með dropunum er settur ofan á og hinn helmingurinn af ísnum settur í smástykki á víð og dreif, Jíannig að eitt stykki sé í hvert glas. Kryddte. Vatn 2Va bolli, kanill 1 stöng, ó- malað allrahanda 6 stk., negulnaglar (i stk„ te 2 matsk., sykur %> bolli, appelslnusafi V> bolli, sitrónusafi Vi bolli, grapealdinsafi % bolli. Blandið kryddinu í vatnið og látið suðuna koma upp. Hellið vatninu yfir teblöðin og látið standa í 5 mín„ síið löginn. Bætið sykrinum i og látið hann bráðna. Látið kólna undir loki og bætið síðan ávaxta- safanum I og hel’ið i isskápsform og látið ])að hálffrjósa, eða þar til vökvinn við barmana er frosinn. Borið fram i púnsskál. Sítrónusneið- ar börnar með, eða settar á glas- barminn. Allir utan hættu, norður gefur. JS 3-2 y A-8-3 * A-K-8-6-5 4» 7-6-2 A D-10-7 N 4t K-G-6-4 y D-G-6-4 V K-9-7-5 ♦ 4-2 V A ♦ D-9-7 Jf, G-9-5-3 S * 10-8 í L . m 4 i A-9-8-5 m ' y 10-2 M 4 ► G-10-3 [|| Jt, A-K-D-4 Norður Austur Suður Vestur 1 tígull pass 2 grönd pass 3 grönd pass IDass pass Sumir spilamenn hafa cnga ánægju af bridge, nema Jæir fái að spila spilið. Norður opnaði á tígli, austur sagði pass, suður sagði tvö grönd, sem norður hækkaði í þrjú. Sögn suðurs var eigingjörn; hann sagði hana aðeins, af því að hann vildi spila spilið. Útspilið var hjartafjarki og suður gerði eftirfarandi áætlun: Það væri bezt að drepa hjartað í þriðja sinn, fara inn á lauf og spila tígulgosa. Síðan myndi hann brosa sigri hrós- andi jafnvel þótt austur ætti tígul- drottninguna, því það yrði síðasti slagur andstæðinganna. Væri aust- ur með fjögur hjörtu, þá lægju hjört- un 4-4 og allt væri i lagL Austur drap fyrsta slaginn á hjartakónginn og var I þann veginn að halda áfram með litinn, þegar hann horfði aftur á spilin sín og ákvað réttilega að engin framtíð væri í þeirri vörn. Hann skipti þvi yfir í spaða og vörnin fékk einn slag á hjarta, þrjá á spaða og tígul- slag. Suður á að drepa fyrsta slaginn í borði, fara inn á lauf og svina tigli. Að vísu getur verið að vestur hafi verið svo klókur að spila fjark- anum frá fimmlit, en sú áhætta er minni en sú, sem sagnhafi tók. Hefði sagnhafi reynt þennan spila- máta, væri sigúrbrosið á honum ennþá.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.