Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 4
Telpubuxui*
í öllum stærðum og fjölbreyttu litaúrvali.
Biðjið um buxurnar frá
8PARTA
Borgartúni 7. — Sími 16554.
Dulspakur Dægurlagatextar ...
Ég er 16 ára piltur í 4. bekk j|
gagnfræðaskóla næsta vetur. Tvö,,
þrjú undanfarin ár hefur verið aði
vakna hjá mér áhugi á stjörnuspeki
og dulrænum fræðum, og ég hef til
dæmis lesið mér til mikillar ánægju
verk dr. Helga Pjeturss og ýmislegt
fleira, sem ég hef komizt yfir.
Félagar mínir gera óspart grin
að þessum tiltektum mínum og halda
því fram, að ég hljóti að vera eitt-
hvað undarlegur. Sjálfur get ég ekki
gert að þvi, þótt ég hafi ekki jafn-
gaman af iþróttum og flugmódel-
smíði og jjeir og vona, að það þurfi
ekki að bera vott um það, að ég sé
undarlegri heldur en gerist og geng-
ur. Seg þú mér nú, Póstur minn,
finnst þér, að ég ætti að leggja þetta
grúsk á hilluna og reyna frekar
að semja mig að siðum jafnaldra
minna, eða á ég að láta aðfinnslur
þeirra ekkert á mig fá?
Ég er of feiminn til þess að ræða
þetta við foreldra mína, enda held
ég, að þau séu á sama máli og vinir
mínir. Duli.
— — — Það er reynsla mín af
unga fólkinu, að ef einhver úr
þess hópi sker sig á einhvern hátt
úr, er hann annað hvort geggjað-
ur eða bráðefnilegur. Hins vegar
viðurkennir unga fólkið, sem er
eins og unga fólkið flest, aldrei
hið síðarnefnda — sá, sem sker
sig úr, ER geggjaður. Ég vona
bara, að þú sért það þroskaður
(og mér virðist bréf þitt skrifað
af mikilli skynsemi), að þú farir
ekki að Iáta múgskoðun svipta
þig góðu gamni. Þú ert búinn að
eignast hugðarmál, og l>að er
ekki síður þroskandi en önnur
tízkuáhugamál, og kannski enn
frekar. Hlustaðu ekki á jafnaldra
þína og farðu þínar eigin götur.
Það er gaman að því að sjá ungl-
inga, sem láta ekki einungif
stjórnast af múgskoðunum og
tízku. Þú skalt bara vera montinn
af því, ef jafnaldrar þínir kalla
þig undarlegan.
Teiknari ...
Póstur góður.
Ég hef undanfarin ár verið að
dútla við að teikna, og nú tangar
mig til að vita, hvort þið mynduð
taka við teikningum, kannski mynd-
um með sögum, eftir svona viðvan-
inga eins og mig, og hvort ég fengi
eitthvað borgað fyrir það.
Með þökk fyrir svarið. Jódó.
---------Það gæti vel farið svo,
að við tækjum við teikningum
eftir viðvaninga, svo framarlega,
sem þær bera það ekki með sér,
að þær séu teiknaðar af slíkum.
Ef myndirnar cru góðar, kæmi
vel til greina að borga sanngjarnt
verð fyrir þær. Sendu okkur
nokkrar teikningar — við erum
ekkert feimnir við að senda þær
aftur í hausnin á þér, ef okkur
mislíkar. Þetta gæti líka endað
með því að þú ynnir þér inn ein-
hvern aukaskilding.
jj Mikið lifandis skelfing er af dæg-
urlagatextahöfundum á íslandi, og
mikið lifandis skelfing eru þeir ein-
hliða. Mikið lifandis skelfing hljóta
þeir að vera rómantískir í Moskvu.
Mér er sem ég sæi þessa rósasögu
gerast á rúntinum í Reykjavik:
(Þennan texta sendir okkur enn
einn textasmiðurinn, Theodór Ein-
arsson á Akranesi):
Man ég ennþá Moskvu um mainótt.
minningu ég á um þá borg.
Er við héldum hljóð
húms á næturslóð
út á rúntinn við Rauðatorg.
Kvöldið er að kveðja með geislaglóð,
gullnum blæ á turnana slær.
Söngst þú unaðsóð,
ævintýraljóð.
Ljúfur andaði austanblær.
Gafst þú mér að skilnaði rauða rós.
Rökkrið vafðist um okkur hljótt.
Síðan er sú rós
lífs míns vonarljós.
Fögur minning um maínótt.
--------Ja, mikið lifandis skelf-
ing. Hvenær ætli smáskvísurnar
okkar byrji á þeim skratta að
syngja unaðsóða og ævintýraljóð
við gæjana á rúntinum? Það er
eins með þig og kollega þína,
textasmiðina, Theodór minn —
þið eruð góðir fyrir ykkar hatta.
Ég segi ekkert um hattana.
Þegar ég var að hyggja að þessu
bréfi Theodórs, barst eftirfarandi
bréf á ritstjórnina, sem kalla mætti
svar við svari mínu — og þó:
Kæri Póstur.
Fyrir nokkru kvartaðir þú yfir
lélegum textum við íslenzk dægur-
lög, en ég skal bara láta þig vita,
að textarnir við útlendu dægurlög-
in eru alls ekki betri. Ég er anzi
hrædd ufn, að þú trylltist, ef þú
færir að kynna þér útlendu textana.
íslenzku textahöfundarnir eiga heið-
ur skilinn, þvi að þeir eru yfirleitt
bara góðir miðað við þá útlendu.
Sigga.
--------Heiður skilinn — er það?
Mér hefur alltaf fundizt það held-
ur skrýtin pólitík að benda á af-
glöp annarra til þess að réttlæta
sín eigin.
Freisting ...
Iíæri Póstur.
Mig langar til að segja þér frá
vandamáli, sem er bókstafiega að
gera mig vitlausan. Ég er búinn að
vera giftur i rúm þrjú ár og er vel
giftur og á beztu konu í heiminum.
En það er ekki þar með ^sagt, að
ég þori ekki að líta í kringum mig.
Núna fyrir nokkru flutti ung kona
í næsta hús við mig, bráðhugguleg.
Nú er hún farin að taka upp á þeim
andskota að liggja i sólbaði allan
liðlangan daginn, og ég get varla
sagt að hún sé i neinu utan yfir
sig. Þetta er að gera mig geðveikan.
Finnst þér ég geta sagt henni að
gæta velsæmis? Ætti ég að skrifa
henni bréf, eða gefa henni sólskýli?
Ef hún hættir þessu ekki, verð ég