Vikan


Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 20
Jytta Hjaltested pakkar niður, áður en lagt er af stað að heiman. Mátaður kjóll í tízkuverzlun. „0 — ætli þær séu farnar langt. Farðu hérna niður á götu, — þvert yfir götuna. Þar sérðu sjoppu eins og fimmtíu skref til vinstri. Farðu þangað inn og leitaðu að þeim.“ Nú, það er þá bara svona. Þær eru ekki fyrr stignar á U.S.-gi-und en þær snaka sér yfir í næstu sjoppu ... Jæja, ég skyldi aldeilis taka af þeim myndir og birta í minni gömlu og góðu Viku, þegar heim kæmi. Og með þessar hugsanir i mínum hneykslaða haus þaut ég niður með lyftunni, út á götu, yfir strætið, fimmtiu metra til vinstri og þar inn í sjoppuna. Ég sá hvorki né heyrði hvað fram fór þarna inni, annað en það, að þar var fullt af fólki við öll borð og á öllum göngum. Ég ruddist í gegnum mann- þröngina og leitaði að fulltrúum íslenzku kven- þjóðarinnar hátt og lágt, enda leið ekki á löngu þar til ég rakst á þær, þar sem þær sátu þrjár saman við borð úti við glugga. Á borðinu fyrir framan þær stóðu þrjár háar skálar, stútfullar af rjómaís, möndlum, kirsu- berjum, súkkulaði, sósu og hver veit hverju ... Mér féllust hendur. Ég hafði meir að segja ekki rænu á að taka mynd af þeim, þar sem þær sátu við borðið með sælubros á vör — og bara hvíldu sig. f einni svipan varð ég afhneykslaður — en á næsta augnabliki varð ég hneykslaður aftur. Sátu þær þá bara hérna — nýkomnar til New York, U.S. — og spændu í sig rjómais!! Nei, þá kunni ég betra ráð. Ég vatt mér snúðuglega að afgreiðslu- borðinu og krafðist þess þegar i stað að fá af- greiddan einn ekta ameriskan bjór, Pabst, Blue- Ribbon, Schlitz eða Rheingold. — Alveg sama hvað!! En, nei takk. Hér er ekki seldur bjór. Hér er aðeins selt kaffi, ís eða mjólkurvörur. Þetta var sýnilega ekki staður fyrir íslenzka karl- menn, en við þvi var ekkert að gera, ég varð að bíta á jaxlinn og brosa blítt á meðan ég beið eftir því að flugfreyjurnar tæmdu isglösin sin og fengu sér svo kaffisopa á eftir. Þeim virtist ekkert liggja á. Þegar ég fór ofurvarlega að forvitnast um hvað þær hefðu liugsað sér að gera síðar um kvöldið, horfðu þær undrandi á mig en broslu síðan og hristu höfuðin eins og þær væru að útskýra eitt- hvert ofur-skiljanlegt vandamál fyrir fimm ára gömlum strák. Þegár þær voru búnar með kaffið, þá ætluðu þær upp á herbergi sín í gistihúsinu, fara í bað, horfa smástund á sjónvarp eða lesa smásögu, síðan beint i rúmið að sofa ... — Sofa ... ? I New York ...??? „Já, fólk hérna i New York þarf líka að sofa eins og annað fólk. Yið erum líka orðnar lúnar eftir daginn ... — Nú auðvitað. Hvernig læt ég. Þið hafið haft nóg að gera alla leiðina við að stjana við farþeg- ana, færa mér whisky og svoleiðis ... „Að maður nú ekki tali um það.“ Og þetta varð ég að gera mér að góðu, en hafði þó vissulega vonazt eftir örlítið meiri fjölbreytni þetta fyrsta kvöld. En við því var ekkert að segja. Ég varð þvi að láta mér nægja að taka mynd af freyjunum uppi í rúmi, — altso, að taka mynd af þeim i rúminu. Ég þorði ekki að fara fram á að fá að taka mynd af þeim í baði. Þær hefðu e. t. v. tekið það illa upp fyrir mér, og til full- komins öryggis þá krafðist ég þess af þeim, að þær væru allar viðstaddar myndatökuna. Það var lítið spennandi við það. En svo átti ég frí á eftir. Myndavélin var skilin eftir inni í herbergi, en ég fór út í heimsborgina til að leita að einhverri sjoppu, þar sem ekki væri einungis selt kaffi, ís og mjólkurvörur. Semsagt, þar sem islenzkir karlmenn gætu verið þekktir fyrir að koma inn ... Næsti dagur var mánudagur. Mánudagar hafa þann leiða vana að koma alltaf næst á eftir sunnudögum. Mér er illa við mánu- daga. Mánudagar eru leiðinlegir. Sérstaklega f. h., — e. h. á mánudögum er að jafnaði betra, að mað- ur tali ekki um s.d. En nú var mánudagur f. h. og við þvi ekkert að gera. Nú ætluðu flugfreyjurnar út í búðir til að vita hvað væri til af varningi, og auðvitað var ég bókaður með í förina, þvi til þess var leikur- inn gerður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.