Vikan


Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 15
Ég horfði beint í augu hans, stóð þögull og einbeittur með allar mínar ár, alla mína fossa, öll mín stöðuvötn, allar mínar milljónir rúmmetra af vatni. Alla mína rigningu. Lét engan bilbug á mér finna, var allt í einu orðinn fulltrúi og kolharður forsvarsmaður alls þess vatns, sem fallið hefur á íslandi, flætt um ísland, staðnað í vötnum íslands, bulið á börnum þess, dýrum og gróðri. SAGA EFTIR SIGURÐ EINARSSON í HOLTI — Þykir fyrir, að ég hef ekki heyrt þaS nefnt, íslendingur — maður frá íslandi. Ojæja, þau eru mörg löndin. HvaS um þaS. Ég vona, aS okk(ur komi vel saman. MaSur frá hvaSsögSuSþéraSþaSheiti? ísland. — Gott um vatn þar? Hann glotti ekki. ÞaS var ekki vottur af þráhyggjusvip fábjánans i tilliti hans, eSa rómfalli. Hann spurSi í alvöru. Og ef hann var geggj- aSur, þá var hann svo kurteislega geggjaSur aS þaS lá viS, aS þaS væri notalegt aS hafa hann nálægt sér. — Mjög gott, herra. Dunandi, æSandi elfur, fossar, stöSuvötn. Milljón- ir rúmmetra af vatni, þúsundir milljóna. Rigning 200 daga á ári. Vissu- lega gott um vatn. Hann leit á mig eins og skynsamur maSur litur á geggjaSan mann. Ekki hættulega geggjaSan, en bilaSan einhvers staSar úti á auSnum sálarinnar handan rökvislegrar hugsunar, eins og bill, sem er hættur aS ganga uppi á öræfum. Ég horfSi beint i augu hans, stóS þögull og einbeittur viS allar minar ár, alla mína fossa, öll mín stöðuvötn, allar mínar milljónir rúmmetra af vatni. Alla mina rigningu. Lét engan bilbug á mér finna, var allt i einu orSinn fulltrúi og kolharSur forsvarsmaSur alls þess vatns, sem falliS hefur á íslandi, flætt um ísland, staðnaS i vötnum íslands, bulið á börnum þess, dýrum og gróðri. ÞaS kom einhver sveigja i andlitiS. — Þér sögSuð rigning? — Já, rigning. — GuS blessi land yðar. Ég finn aS þaS er gott land. Ojæja, mörg eru löndin. Sælir! Þar meS var hann kominn út úr dyrunum. Við Pulio Kostaris vorum orðnir mjög góðir kunningjar, þegar við komum til Alexandriu. Okkur hafði reyndar komið ágætlega saman. Hann var fluggreindur og virtist þar að auki búa yfir einhverju óskil- greinilegu næmi, gleggni, sem virtist skynja hið ytra með því að ein- beita sér inná við. Hann talaði ensku í stuttum setningum og með nokkuS takmörkuðum orðaforða. En hann gat sagt allt, sem hann vildi segja og komst stundum sérkennilega og hnyttilega að orði. Á sama hátt talaði hann þýzku og frönsku. Ekki veit ég, live mörg mál hann hefur kunnað að auki. Mér var orðið það ljóst, að hann rak einhvers konar viðskipti og hafði setzt að í Egyptalandi á yngri árum. Kvöldið áður en við komum til Alexandríu sezt hann hjá mér og segir: — Jæja, maður frá íslandi, má ég ekki bjóða yður glas af góðu grisku vini. ÞaS var sú tið, að ég þóttist kunna aS velja það. Ég þakkaði. Hann lét færa okkur karöflu af rauðgullnu víni. Það var afbragðsgott. — Þeir hafa þetta ekki hér á dallinum. Lét taka það af eigin birgðum. Hann sagði þetta dálítið drýgindalega. Svo bætti hann við: Faðir minn var vínkaupmaður. Og bróSir minn var vinkaupmaður. Og sjálfur var ég vinkaupmaður fram eftir árum — þangað til ég sneri mér að vatn- inu. Hann kinkaði til mín kolli og saup á glasi sínu með augljósri velþóknun. — Ég sé ekki, að þér séuð farinn að snúa yður að vatninu í neinni alvöru. — Jæja, svo þér haldið það Ei-nar-son, maður frá íslandi. Hvert ætlið þér með leyfi? Kairó, E1 Giseh, Sakkara, Memfis, kannski eitthvað lengra. Ágætt. Þá heimsækiS þér mig. ÞaS er i leiðinni. Þér gistið hjá mér eina nótt og náið samferðafólkinu yðar í Kairó. Það heitir Wadi Natrun, þar sem ég bý. Þaðan eru áttatíu km til Kairó. Ég hef ekkert farartæki, ef ég sleppi samferðafólkinu. Ég læt aka yður. Þakka. En það nær engri átt að baka yður kostnað og fyrirhöfn vegna mín — ókunnugs manns. Þér eruð ekki ókunnugur. Þér hafið drukkið vin mitt. Þér hafið verið gestur minn. GeriS mér þessa ánægju, maður frá íslandi. Þá skal ég segja yður söguna um vatnið. Vatnið? — Já, vatnið. — Þér getiS ySur aS bagalausu hýst ókunnan mann næturlangt? HundraSl Hundrað? Já, herra, hundrað! Eða öllu heldur eitt hundrað og sjötíu, úr þvi þér kjósið að vera svona nákvæmur. ÞaS held ég, eitt hundrað og sjötíu, eins og er. Ég hætti viS að ráða þessa gátu. En við bundum þetta fastmælum. Þér akið með mér í fyrramálið. Það koma nokkrir bílar að sækja dótið mitt. Þeir sjá um það drengirnir. Þér akið með mér. Hvert á að skila yður 1 Kairó hinn daginn? Luna Park hótel. Ágætt! Afráðið! Luna Park hótel. Þannig atvikaðist það, að ég ók með herra Pulio Kostaris frá Alexandriu morguninn eftir. ÞaS voru fjórir vörubílar komnir að sækja Framhald & bls. 34. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.