Vikan


Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 16
FRAMHALDSSAGAN 8. HLUTI EFTIR BODIL ASPER ÚTDRÁTTUR. Ung hjúkrunarkona, Eva Rönne, hefur ráðizt sumarlangt að sjúkra- húsinu í Sólvík; skurðlækninum, Einari Bang hafði hún áður kynnzt við nám í ríkissjúkrahúsinu, auk þess sem hann er kvæntur frænku hennar, Lilian. Þau bjóða henni að dveljast hjá sér að óðalinu Fosshlið. Einar er vakinn og sofinn í starfinu, en hin unga og fagra eiginkona hans hefur orðið sér úti um glæsilegan elskhuga, Gustav Lange liðsforingja — byrlar heimilisfólkinu jafnvel svefnlyf í kaffið eitt kvöldið til þess að geta átt nótt með honum, þegar þau Einar og Eva hafa bæði vörzlu í sjúkrahúsinu. Svo einkennilega vill til, að einmitt þetta sama kvöld ber ástríðan þau Evu og Einar ofurliði á leiðinni til sjúkrahússins, þau ákveða að gleyma því, en skömmu seinna, er hún aðstoðar hann við skurðaðgerð að næturlagi, grípur ástríðan þau aftur. Þeim tekst þó að hafa hemil á henni í það skiptið, verða ásátt um að reyna að láta sitja við vináttuna framvegis. Óvilj- andi hefur Eva orðið vitn.i að því er Lilian ræddi við elskhuga sinn í sfma, og stillir sig þó um að segja Einari frá því. Jónsmessuhátíðin fer í hönd, Einar er haldinn samvizku- biti gagnvart Lilian og gefur henni dýra eyrnalokka, en Eva hefur ásett sér að eiga nóttina með Gustav Lange í veikri von um að sér kunni að takast að gleyma Einari. En ást- in fer sínar eigin leiðir, og þessa nótt gerist ýmislegt undarlegt að óðalsetrinu. Kannski er það seiður Jónsmessunæturinnar, sem veld- ur ... 2441. Hefurðu séð Hans, Lilian .. . Lilian sneri sér að Grétu, annars hugar . .. starði á hana annarlega stjörfu augnaráði, eins og hún hefði alls ekki heyrt spurningu hennar. 16 VIKAN Gréta varð óttaslegin. — Hvað er að? Þú ert eitthvað svo einkennileg? Lilian strauk hendinni um enni sér. Henni fannst helzt sem væri hún að vakna af furðulegum draumi. — Ég hef svo slæman höfuðverk, mælti hún lágt. Eg ætla að skreppa inn og fá mér verkjatöflur. — Já, gerðu það, mælti Gréta með hluttekningu í röddinni. Þá líður þetta vonandi hjá. Þú hefur átt alltof ann- rikt í dag, og svo er ákaflega heitt og mollulegt. Það er ekki laust við að ég finni siálf til þyngsla og verkj- ar í höfðinu: mætti seg.ja mér að þrumuveður væri I aðsigi. Lilian svaraði henni ekki. Heyrði ekki einu sinni hvað hún sagði. Svo gekk hún inn, hægum skrefum, næst- um því eins og hún reikaði áfram I leiðslu. Gréta starði á eftir henni. Hvað amaði eiginlega að henni? Og hún hélt ekki upp stigann, þótt verkjatöflurnar væru vafalaust geymdar inni í svefnherberginu hennar Gréta hristí höfuðið. Það fór um hana ónotahrollur, én þess hún vissi sjálf hvers vegna. Eitthvað var það. sem lá í loftinu þótt. ekki vissi hún hvað Hún hafði orðið þess vör, strax þegar hún kom .. . orð!ð vör einhvers, sem ekki var i samræmi við hátíðarundirbúninginn. Það var eins og hau öll — Lilian, Gustav, Einar og Eva ættu í einhverjum innri á- 'tökum við sig sjálf. Og nú minntist hún allt í einu orð- anna, sem Hans hafði látið falla, þeg- ar þau biðu þess úti í garðinum að þau Lilian og Einar kæmu út. Þau orð báru því vitni að einnig hann átti I harðri, innri baráttu. Að hann gat ekki gleymt því, að Einar, sem var þó vafalaust bezti og einlægasti vin- ur hans, hafði orðið, að taka fram fyrir hendurnar á honum við skurð- arborðið. En hvernig mundi hafa far- ið, hefði hann ekki gert Það? Kannski hefði sjúklingur dáið i höndum Hans Bertilsen. Hún hafði mikla raun af því að Hans skyldi vera haldinn slíkri minnimáttarkennd, og hún átti Þá ósk einlægasta og heitasta, að eitthvað það gerðist, sem veitti honum aftur trúna og traustið á sjálfan sig. Sjálf gat hún, því miður, ekkert gert til þess, enda þótt hún ynni honum hug- ástum. Þet.ta var allt undir honum einum og sjálfum komið. Hann varð að taka i lurginn á sjálfum sér, ef illa átti ekki að fara. Og hann var alltof góður drengur til Þess að lenda í svaðinu. Hún reyndi að gripa fram í fyrir sínum eigin hugsunum. Nei, hún varð að gera allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að koma í veg fyrir að hann drykki of mikið. Vínið var áreiðanlega hans hættulegasti fjandi, eins og á stóð. Þegar Lilian kom inn í borðstofuna, sat Gustav þar einn fyrir. Ævintýri hans og þokkadísarinnar í lundinum var lokið, og nú sat hann þarna einn við borðið með hálftæmda viskýflösk- una fyrir framan sig. Ung vinnustúlka hafði verið þarn'a inni fyrir skömmu; hún hafði brosað við honum og gefið honum það fyllilega í skyn að hún væri til i allt ... svona á Jónsmessu- nótt. E'n hann hafði firrzt við og hálfvegis rekið hana út, enda þótt Þetta væri allra laglegasta hnáta. Hún var varla horfin út úr stofunni Þegar Lilian kom inn. —- Lilian, sagði hann undrandi. Komdu og setztu hérna hjá mér and- artak. — Gustav .... Hún leit á hann, spyrjandi og óörugg. — Já, elskan mín. Hérna sit ég. Ætlarðu ekki að koma og setjast á hnén á mér rétt sem snöggvast? Komdu .... Hann fann sjálfur skap sitt ólga af beiskju. Komdu .... Þú veizt að ég er svo aðlaðandi, að ég get haft hvaða kvenmann, sem ég vil og eins og ég vil. Það er ekki nema skömm stund siðan ég gekk með Margit litlu inn í lundinn, og hún neitaði mér ekki um neitt .... annaðhvort væri líka, svona á Jóns- messunótt. Og fyrir andartaki síðan var vinnustúlkan þín, þessi unga og laglega, hérna inni hjá mér, og bauð mér með augnaráði sínu allt, sem ég vildi af henni njóta .... en ég stóð mig eins og hetja, skilurðu .... Eg gerði mér grein fyrir því, að illa sæmdi það þræli húsfreyjunnar að bera það, sem henni einni var ætlað að njóta, á borð fyrir ambátt hennar. — Þegiðu, Gústav. Og reyndu að skammast þín. Þú ert drukkinn, og það gæti einhver heyrt til þfn. Verð- ur þér það aldrei á að grípa til skyn- seminnar? Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og virti hana fyrir sér hæðn- islega. — Það er einmitt það, sem ég geri, mín kæra vinkona. Ég hugsa senni- lega alltof mikið og alltof skynsam' lega i kvöld. En setztu nú hjá mér, svo við getum talað saman í trúnaði. — Ekki hérna, flýtti hún sér að segja. Það geturðu skilið. Reyndu að láta renna svolítið af þér, og svo skul- við við fara út og ræðast við .... í einrúmi. Hann reis á fætur, lézt bersýnilega vera ölvaðri en hann i rauninni var; fór sér ekki hratt að neinu. •— Eins og hennar hátign býður . . . HIMINNINN var hulinn myrkum skýjum. Það var molluheitt og svo mikið logn að hvergi hreyfðist lauf á limi. Dimmt var orðið af nótt, en myrkrið og þögnin þrungið annarlegri spennu. Það leyndi sér ekki lengur, að nú var þrumuveðrið skammt undan. Það fór hrollur um Lilian. Kulda- hrollur, þrátt fyrir hitann og moll- una. Hún gerði sér það ljóst, að nú var það Gustav, sem hafði undirtök- in. Mótspyrnulaust lét hún hann leiða sig inn í lundinn, þar sem hann var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.