Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 38
||p Jarðarberja-pl
Súkkulaði-
ggtill-T
pfg; Ananas-
Karamellu-
Vanillu
Romm-
Búðingar
mrn
mitt í átta ár. Hér hafði ég vaxið,
þroskazt og orðið að manni. Og
skrifað bréfin til Soffíu, þegar öllu
öðru var lokið, dagsverki, reikn-
ingum, skilum. Og lesið bréfin henn-
ar. Þau voru ekki mörg. Það var
hægara sagt en gert að koma nokkru
frá sér fyrir hana. Gyðjuna á Ól-
ympstindi! Og þó tókst það. Við átt-
um vini meðal sendlanna. Og við
þurftum ekki alltaf að skrifast á eða
talast við. Við vissum alltaf allt
hvort um annað hvar sem við vor-
um. Hún var sízt betri með það.
Jafnvel verri. Hún vissi alltaf allt
um mig. Líka þegar ég afhenti lykl-
ana að skrifstofunni minni, án þess
að vita mitt rjúkandi ráð um það,
hvernig ég ætti að gera henni að-
vart, hvernig ég hefði verið hrygg-
brotinn, hvernig mér hefði verið
sparkað, hvernig ég hefði verið troð-
inn niður i duftið. Að ég væri að
byrja orrustuna við sjálfan mig og
guð og Porfyrios Melas. -— Hún
vissi þetta þá allt eins og það lagði
sig. — Henni tókst að koma hréfi
til móður minnar. Það var komið
á undan mér heim. Vitið þér hvað
stóð í þvi hréfi? Ég gieymi þv)
aldrei: „Kæra frú Kostaris! Pulia
er hættur hjá okkur. Hann er góðuT
drengur og ég elska hann. Takið
vel á móti honum, hann hefur ekk-
ert gert ljótt. Biðjið fyrir okkur,
móðir. Soffia Melas.“
Hann sagði þetta eins og hann
væri að lesa Faðirvor. — Það er
ekki vist, að ég muni þetta orðrétt.
En það var eitthvað í þessa átt.
Viljið þér sjá bréfin? Ég á þau
hér inni.
— Gjarnan herra, ef yður þóknast.
— Ég á þau öll, maður frá íslandi,
38 VIKAN
en það tekur tíma að ná i þau. Hald
ið þér að þess þurfi? Hann var aft-
ur orðinn eins og glettinn drengur.
Nei, þess þarf ekki, Pulio Kost-
aris.
Það var gott. Ég er yður þakk-
látur. Ég er orðinn lúinn og gam-
all maður. Finn aldrei neitt hér
inni. Soffia geymir allt svo vel. Það
er helzt, að ég finni eitthvað á skrif-
stofunni. Er gamalkunnugur þar. En
fið höfum sturtgið þessu öllu inn
hér, meðmælabréfinu frá þeim
gamla, bréfunum okkar, gifting-
arsáttmálanum, skirnarvottorðum
barnanna, lífstíðarfestunni á Wadi-
Natrun, vatnsréttindum til 99 ára,
nytjaleyfum fyrir 140 ekrum af eyði-
mörk. Það er allt þarna inni. — Og
bréfið til móður minnar, bréfið frá
Soffíu. Og heimanmundarskráin frá
Porfyriosi Melas — þegar loksins
hún kom. Hún er stórkostlegt plagg.
Þér þyrftuð endilega að sjá hana.
Þér hefðuð gott af því, þó ekki væri
til annars, en að sjá, hvernig getur
rætzt úr tengdafeðrum. Ég vona, að
þér hafið eignazt tengdaföður. Þeir
eru góðir á endanum.
— Tvo, herra Kostaris.
— Tvo? Múhameðsmaður með
leyfi?
— Nei, herra. Annar drukknaði í
sjó, áður en ég kvæntist dóttur hans.
Hinn .hvarf til Ameríku, áður en
dóttir hans fæddist.
Sorglegt! Ekki vegna telpnanna,
beinlínis. Vel giftar skilst mér.
Leyfi mér að líta svo á, án frekari
upplýsinga. Siður okkar hér, okkar
Soffiu sérstaklega. Hrapallegt! Hafið
aldrei eignazt tengdaföður til að
slást við á réttu augnabliki? Aldrei
fengið heimanmundarskrá undirrit-
aða af honum sjálfum? Þér hafið
farið á mis við mikla lífsreynslu.
— Þvi miður, herra Kostaris.
— Tvo, sögðuð þér — tvær. Hvaða
trúarbrögð ganga i landi yðar, ef
mér leyfist að spyrja?
Evangelisk-Lúthersk trú.
— Evangelislt — hvað sögðuð þér?
Aldrei heyrt það nefnt. Lú? Lú-
tersk? Já, mörg er trúin! Er þetta
lcyfilegt þar?
Með tvær? Nei. Aðeins aðra í
einu.
Nú, það er þá eins og hcima. Og
hér í Wadi Natrun. Aðeins aðra í
einu! Frú Soffía ætti að heyra jietta.
Minnir, að ég hafi einu sinni heyrt
hana segja þetta: Aðeins aðra i einu!
Þá var nú gustur i kerlu.
Hann hló lágt og kumpánlega.
— Hún hefði átt að vita, hvað það
var vita þarflaust! En það vissi hún
nú ekki, sem betur fór. Ástæðulaust,
að kvenfólk viti allt. En okkur geng-
ur ekkert með söguna. Þurfið þér
að fara til Kairó á morgun?
— Afdráttarlaust!
Hann tók flöskuna, hallaði henni
á ýmsa vegu, hristi hana.
— Sjáið þér þessa. Hún er eins
og ríkisféhirzla. Nennið þér að
hlusta á framhaldið? Syfjaður?
— Alls ekki! Bíð með óþreyju.
Hreyfi mig ekki fyrr en sögunni
er lokið.
— Gott. Þá sæki ég aðra! Það gætu
fleiri hafa átt vín, en Porfyrios
Melas! Ég ætla að leyfa mér þá
ánægju að snúa ofurlítið á hann —
i annað sinn.
Niðurlag í næsta blaði.
Gull í gjá.
Framh. af bls. 11.
I leyndardóma undirdjúpanna og rusla
til í óskapeningum allra þeirra kyn-
slóða, sem hafa kastað sínum síðasta
eyri yfir handriðið á brúnni við Niku-
lásargjá. Við vorum ákveðnir I að
svipta hulunni frá botni gjárinnar og
draga fram í dagsljósið einmitt þær
staðreyndir, sem þú og ég höfum ver-
ið að gizka á, er við stóðum þarna
á brúnni síðast.
Og til þess þarf sko svo sannar-
lega kagþykkar ullarbrækur!
Þegar Andri var búinn að klæða
sig nægilega vel og vandlega, hjálp-
uðum við honum tveir við að troða
sér i froskmannabúninginn, ganga
vandlega frá öilum samskeytum svo
að þau yrðu vatnsþétt, setja á bak
honum niðþunga loftgeyma, sem
mundu duga honum í klukkutima
niðri á gjárbotni, horfðum á hann
spenna á kálfa sér stóra og afkasta-
mikla sveðju og að lokum gyrða sig
miðjan 15 eða 20 kílóa blýbelti.
Ég ætti helzt alltaf að Þegja, þegar
ég tala við ókunnugt fólk, því það
er aldrei að vita hvað mér dettur í
hug að segja. Svona var það í þetta
sinn, er ég sagði við Andra: ,,0g láttu
mig svo vita, ef ég á að senda þér
haglabyssuna niður!“
En Andri skildi skensið eins og það
var sagt og sagðist ætla að nota hnif-
inn til að skafa undan nöglunum, þeg-
ar hann væri búinn að krafsa dálítið
í gullinu. „Annars," sagði hann
„finnst mér ég aldrei vera klæddur,
fyrr en hnífurinn er kominn á sinn
stað. Ég er búinn að hafa hann þarna
á kálfanum í fleiri ár, og hef aldrei
þurft á honum að halda — held ég.
Annars veit maður aldrei .... það
getur verið gott að hafa hann með ef
eitthvað ber útaf.“
Hann gekk framá gjárbakkann —
og henti sér út í ískalt bergvatnið.
Við, sem stóðum uppi í mannheim-
um, störðum niður i vatnið skjálfandi
af æsing og áhuga, og horfðum á
froskmanninn líða fram og til baka
um gjána, eins og einhvern undrafisk,
sem skyndilega væri kominn á þess
ar fornfrægu slóðir. Þegar við hlup-
um fram og aftur á bakkanum, fannst
okkur við vera eins og ósjálfbjarga
krossfiskar I samanburði við Andra,
sem sýnilega var nú kominn í sitt
eigið „element". Hann virtist ekkert
þurfa að hafa fyrir því að sveima
yfir gullinu á botninum, hendast upp
og niöur, út undir gjárbakkana,
kringum stóra steina, — eða bara
leggjast á magann oná gullið, eins og
ormurinn frægi.
Við öfunduðum hann sannarlega,
og hugsanirnar kútveltust í kollinum
á okkur. Hvað skyldi nú Andri loks
finna þarna niðri, eftir áratuga
peningakast allra þeirra, sem þarna
höfðu farið um? Ef hann fyndi nú
ómetanlega dýrgripi þarna á botnin-
um og gerði leiðangurinn heimsfræg-
an í grænum hvelli. Það væri nú al-
Vedréttarlán
Veðréttarlán 1. og 2. veðréttur, endur-
nýjanir og viðbótarlán.
Allar tegundir eigna koma til greina.
Fyrirspurnir væntanlegra umboðsmanna
óskast.
A.F. SULTBANS Ltd.,
67, CAMBRIDGE ROAD, — LONDON N. W. 6.