Vikan


Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 21
 ÉÉIIll iliiii < Jytta notar þægindin á hótelinu og rabbar við kunningjana. Borghildur Jónsdóttir skýzt yfir götu í New York. Ég ætlaði varla að þekkja þær aftur, þegar ég sá þær einkennisfatalausar, en uppábúnar alveg eins og allt annað kvenfólk, i kjól eða dragt eða pilsi og blússu. Einhvern veginn fannst mér það viðkunnanlegra og kvenlegra. Ég var því töluvert upp með mér af að fá að ganga með þeim um götur borgarinnar og taka af þeim ódauðlegar myndir. Ég reiknaði með löngu ferðalagi i strætisvögn- um um alla borg til að finna hinar ýmsu verzlanir þar sem þær þættust þurfa að koma við, en þar skjátlaðist mér hrapalega. Við gengum rétt fyrir næsta götuhorn og þar, hinum megin við götuna blasti þá við geysistórt auglýsingarskilti, fimm til sex hæða hátt og á því stóð með álika stórum stöf- um: „Þetta er Macy heimsins stærsta verzlun“. Þar var svo sem ekki lítillætinu fyrir að fara. En trúað gæti ég þvi þrátt fyrir allt, að þetta væri ein stærsta verzlun heimsins. Hún er greini- lega stærri en Silli & Valdi, Ziemsen og Söluturninn til samans, og ég hugsa, að jafnvel Tolli i Sild og Fisk yrði upp með sér, ef liann ætti svona' sjoppu einhvers staðar í miðbænum. Ég labbaði meðfram einni hlið liússins, sem verzlunin er i, og svona fljótt á litið mundi ég segja að hún væri álíka löng og Austurstrætið eins og það leggur sig. Jú, sennilega mundi húsið komast fyrir við Austur- stræti að sunnanverðu og mundi þá líklega gleypa i sig allt svæðið suður að tjörn, og hæðin allt frá 10—22 hæðir. Alþingishúsið mundi komast fyrir í leikfangadeildinni og Hótel Borg í hattadeildinni. Þeir geta vafalausl auglýst eins og Egill Vil- hjálms: Allt á sama stað, —- og staðið við það. Jæja þarna fóru þær inn og ég á eftir, og þarna vorum við næstu klukkutímana. Þarna var skoðað allt milli himins og jarðar, hattar, kjólar, kápur, töskur, hanzkar, sokkar, kjólar, hattar, kjólar og hattar ... og hattar! Allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Verð? Satt að segja er ég ekki svo vel að mér i verð- lagningu á tízkuvörum að ég geti borið um það. En í sannleika sagt hélt ég að hægt væri að kom- ast að betri kaupum í henni Ameriku en mér virtist þarna. En það er ekki beint að marka það. Kaup og verðlag virðist vera svo mikið frábrugðið öllu sem maður getur búizt við, áð íslendingar, sem kaupa dollara sína hérna heima á 43,06 hafa hreint ekkert í verzlanir þar að gera. Sannleikurinn virðist vera sá, að kaup þar er líklega um þrisvar sinnum hærra en hér, — en verðlag er líka töluvert hærra á flestum hlutum, þannig að lífskjör almennings eru í flestu tilliti mjög svipuð og hér heima. Þó mundi ég ekki vilja skipta, og svipaða sögu er að segja um þá íslendinga, sem hafa búið ytra i nokkur ár. Þeir vilja allir heim aftur. Já, — ég var að tala um flugfreyjurnar. Ég týndi þeim! Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til að ég gæti fylgt þeim þrem eftir í þessu völ- undarhúsi, þar sem maður verður að troðast áfram gegnum mannfjöldann, þeytast upp og niður rennistiga og hcnda reið,ur á þrem stúlk- um, sem kannske fara svo sitt í hverja áttina ... og svo þurfti ég auðvitað að fara í ljós- myndavörudeildina. En heimurinn er minni en mann grunar. Þeg- ar ég var búinn að missa alla von um að finna þær aftur, fór ég að þoka mér nær útganginum, og viti menn, — þar voru þær lika á leiðinni út. Auðvitað voru þær hlaðnar pinklum og böggl- um allskonar, og það var stutt að fara með þá á gistihúsið hinum megin við götuna, og fá sér kaffisopa um leið, eða einhverja aðra hressingu. Ég drekk aldrei kaffi nema hérna heima, finn venjulegast einhvern annan vökva, sem hentar staðháttum betur. Yfir kaffinu ákváðu þær að fara í tízkuverzl- un, sem er þarna rétt hjá 34. götu, og veitlu mér góðfúslega leyfti til að slást í förina. Verzl- un þessi heitir „Franklin Simmons" og er ný og glæsileg tizkuvörubúð nokkur hundruð metra frá gistihúsinu, beint á móti heimsins hæsta húsi, Empire State Building. Þar endurtók sig svipuð saga. Þar voru skoð- aðir hattar, kjólar, hanzkar og skór. Bandarísk- ir kvenskór ku vera heimsins mesti draumur, ef trúa má upplirópunum kvenfólksins. „Sérðu hvað þeir eru lekkrir ...? Gaið! Je- minn og Jesús-Pétur ... !“ En minna varð vist af kaupum að þessu sinni, því líklega þóttu vörurnar dýrar, skildist mér. Framhald á bls. 40. Je-minn og Jesús-Pétur! En ægilega lekkrir skór!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.