Vikan


Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 40

Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 40
25 eyringar ............ 137 — 10 — 174 — 5 — 89 — 2 — 3 — 1 — 34 — Seðlar ................ 0 Samt. isl. pen. 190.50 Erlend mynt samtals 48 pen. Samtals rúmlega 200 „kall“ Þar að auki fannst annar hnífur af svipuðum kaliber og sá fyrri, — og einn merkilegur en lítill minnis- peningur frá Róm, með mynd af Píusi páfa XII. Mér þótti mjög til- hlýðilegt að bjóða prestinum að geyma Þennan pening til minja um leiðang- urinn, en hann þá ekki boðið. „Þessum pening gætu vel fylgt heitar bænir þess, sem henti honum þarna niður, og ekki vil ég verða til þess að rjúfa þá helgi, sem kann að hvila á honum. Nei, við skulum skila öllu aftur til sama staðar.“ Og þar við sat. Ég tók alla hrúguna eins og hún lagði sig, — og henti öllu saman aft- ur í drykkinn .... Það var sárt! ----O----- Það virðist vera mjög óljóst hve- nær fólk tók upp á því að henda pen- ingum niður í þetta fallega og tæra vatn. Sennilegt er að þessi siður — eða ósiður — hafi skapazt vegna þess hve vel sést til hvítlitaðra peninga á leiðinni niður, því þeir eru lengi á leiðinni og sveiflast til og frá í vatninu. Kannski það sé líka þess vegna, sem fólk er yfirleitt á þeirri skoöun 40 VIKAlf að gjáin sé geysidjúp, en manni sýn- ist hún bara ekki eins djúp og hún raunverulega sé. Það er rangt. Vatnið er aðeins rúmir þrir metr- ar á dýpt við brúna, — en það er um fjögurra stiga heitt, aðeins, og það gerir það að verkum að næstum ógerningur er að synda í Því eða kafa, nema í sérstökum búning. Útlendingar, sem þarna fara um, henda peningum þarna niður i þeirri góðu trú að þetta Jé einhvers konar óskabrunnur, enda mun svo sagt i leiðbeiningum fyrir ferðamenn. 1 því tilfelli fylgja peningunum kannski heitar bænir. Þarna niðri er ábyggilega óhemju- mikið af ýmiskonar smápeningum af öllum gerðum og stærðum, af öllum þjóðernum og af öllum aldri. Við mjög lauslega ágizkun okkar félag- anna, sem vorum við þetta riðnir, kom okkur saman um að með því að hreinsa botninn vel og vandlega væri vafalaust hægt að krafsa upp úr hon- um eitthvað á milli 100—200 þúsund krónur, — e. t. v. meira ef fornir peningar eða hlutir kæmu í ljós neðar í „grúsinni". Það er nefnilega sýnilegt að gjáin hefur upprunalega verið töluvert dýpri þarna við brúna, en nú er, þvi hún dýpkar beggja vegna. Peningarnir eiga vafalaust sinn þátt í að fylla hana upp, en þó aðal- lega mölin úr veginum. Það er i sjálfu sér hreinasta skömm að því, að ekki skuli vera betur geng- ið frá veginum við gjána, því að bæði er að bílar og vegfarendur rusla heil- miklu magni af möl þarna niður á hverju ári, og — eftir því sem mér er sagt — vegheflar áem þarna fara um til að jafna veginn, komast ekki hjá því að ýta töluverðu magni niður. Það fer því ekki hjá því, að eftir nokkur ár, 10—15 ár, verður gjáin við brúna orðin svo full af möl, að hún hverfur með öllu. Þó að helgi Þingvalla og fegurð sé mikil, er því ekki að neita að mörgum finnst þetta eftirminnileg- asti staðurinn á þeirri leið, og kannski sérstaklega ferðamönnum, sem ekk- ert vita um sögu staðarins. Það er því vafalaust tími til þess kominn að hreinsa botninn rækilega þarna við brúna — peningunum má kasta nið- ur aftur — og ganga siðan svo frá, að minni hætta sé á að möl og sand- ur hrynji þarna niður. Og vel á minnzt. Þarna rétt hjá brúnni, við veginn, er þröng og djúp gjóta og langt niðri glyttir á ískalt og svart vatnið. Gjótan er óvarin, en börn og fullorðnir stikla þarna í kring allt sumarið. Það virðist hreinasta guðsmildi að þarna skuli ekki hafa orðið slys fyrir löngu. Þessa gjótu Þarf að byrgja vel og vandlega. ----O----- Andri varð svo hrifinn af litunum þarna niðri í blátæru vatninu, að hann fékk félaga sinn, Kristbjörn Þórarinsson kafara, til að fara aftur með sér austur daginn eftir. Nú voru þeir báðir með myndavélar, sem taka myndir neðansjávar, og litfilmur í þeim. Ég slóst með i förina og var með þriðju myndavélina á yfirborð- inu — og líka litfilmu. 1 þetta sinn skipti enginn sér af þvi, sem á botninum lá, en myndir voru teknar í óða önn. Svo hrifnir voru þeir félagar aí litunum og um- hveríinu þarna niðri, að þeir sögð- ust aidrei hata séö annað eins, og þeir voru eKK.1 i nokkrum vafa um pað, aö þarna var aideilis upplagt aö tuKa hmar fegurstu iitmyndir. peir ætiuðu varla að íást uppúr vatnmu aitur, þvi svo hrifnir voru peir ar ieguröinni í undirheimum, en par Kom að lortiö entist eKKi iengur, og viö sKunuuoum i bæmn tii að iáta íraniKaua myndirnar. Svo tært var vatmð, og svo bjart var parna möri, aö aiiar myndirnar, se.n par voru teknar reynuust yfir- iystar au miKÍum rnun, og reyndust unothæfar. petta er sagt aðeins ykkur til varn- aðhr, ei ykKur sKyidi einhvern tima uetta i hug aö skreppa þarna niður meö myndavei .... G.K. Með fíugfreyjum Framh. af hls. 21. Og svoua leið dagurinn allur að kvöidi. Paö var hiaupið i verzlanir siit á hvað og notaður tíminn eins og hægt var. Pær tóku þessu samt osköp rólega og voru ekkert að flýta sér, þvi þær vissu sem var, að eftir svo sem vikutima mundu þær vera þarua komnar aftur á sömu stöðv- ar. Pær höfðu nægan tíma. En ég þurfti að hamast. „Stærsta ijósmyndavöruverzlun í heimi, Willoughhy‘s“ er þarna á næstu grösum, en auðvitað fékkst þar ekki það sem mig vantaði, frekar en hér heima, svo ég varð að láta mér nægja að fara i Wookworth‘s og kaupa spýtubrjóstsykur handa krökkunum. Svo fór að versna í þvi, þegar fór að líða á kvöldið. Eftir kvöldmat. Ég var satt að segja farinn að hlakka til að fylgja þeim eitthvað út á lífið, en mér varð ekki kápan úr þvi klæðinu. Margrét og Borghildur voru á- kveðnar í því að fara á bíó. Kvik- myndahús þar í grenndinni var að sýna myndina „Guns of Navarrone“ (Byssurnar í Navarrone) og fannst tilvalið að eyða kvöldinu við að horfa á hana. En ég var ekki kominn lil N. Y. til að fara á bíó. Það var alltaf hægt að fara í bíó heima. Jytta var búin að tala við kunn- ingjafólk, sem hún átti þarna i grenndinni um að heimsækja þá — eða það — um kvöldið, og pkki gat ég með góðu móti verið að troða mér með henni þangað. Og þannig var það iíka, að Margrét og Borghildur fóru í bió og Jytta í lieimsókn til kunningja ... var mér tjáð, og þá var ekkert annað fyrir mig að gera en koma mér í rúmið sem fyrst ... hm. Klukkan ellefu morguninn eftir áttu allir að vera mættir og tilbún- ir til farar við dyr gistihússins, svo að þann morgun var lítið hægt að gera, kannski skreppa út i næstu búð ef eitthvað hefði gleymzt, — eða fá sér rjómaís að skiinaði. Ef þú eða ég fengjum að ramba um í New York eftir geðþótta einn eða tvo daga eða svo, þá er ég viss um að við fyndum okkur nóg til að gera, og að færu ekki margar min- úturnar til spillis í þeirri ferð. En ef við færum þangað að stað- aldri einu sinni í hverri viku, er ég hræddur um að við entumst ekki til að hamast þar í hvert sinn, sem við hefðum tækifæri til.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.