Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 43
eyrnasnepil hennar milli fingra sér.
— Þetta er alls ekki eins auðvelt
og maður mætti halda, sagði hann.
Raunar er ég verkinu óvanur. Satt
bezt að segja held ég að það sé ekki
eins erfitt að beita skurðarhnífnum
og hafa hendur á slíkum eyrnalokk.
Hann sagði þetta í gamni, en þó
örlaði á beiskju í rödd hans .... hún
hefur eflaust heyrt það, að ég hafi
orðið að hætta við skurðaðgerð sök-
um þess hve hendur mínar skulfu,
hugsaði hann með sér.
— Og þú ert varla eins óvanur og
þú lætur, svaraði hún ertnislega. Nú
er hann vist orðinn fastur. Bíddu ....
ég ætla að vita ....
Hún horfði á hann, en of myrkt
var til þess að hún gæti greint svip
hans.
— Þú virðist ekki vera í sérlegu
hátíðarskapi í kvöld, mælti hún lágt.
— Það er ekki svo auðvelt að vera
í hátíðarskapi, þegar maður hefur
ekki neinn til að taka þátt í gleðinni
með rnanni, svaraði hann og varp
þungt öndinni.
— Ætli ég hafi ekki fengið að kom-
ast að raun urn það ....
— Þú, spurði hann undrandi. Þú
sem hefur allt, sem hugur þinn getur
girnzt. Síðast í dag barst Þér upp í
hendurnar sönnun þess hve innilega
eiginmaðurinn elskar þig.
— Eyrnalokkarnir þeir arna, áttu
við. Heldur þú i rauninni að gull og
gersemar geti komið í stað ástar og
umhyggju? Nei, vinur minn ■— hann
færði mér þessa dýru gjöf eingöngu
vegna þess að hann þjáðist af sam-
vizkubiti. Eins og hann viti það ekki,
hve skammarlega hann vanrækir
mig. Rödd hennar var þrungin
beiskju. Sjálfsálit hennar hafði beðið
alvarlegan hnekki, þegar hún varð
vitni að því hvernig þau, Eva og
E'inar, höguðu sér hvort gagnvart
öðru í dansinum. Þótt hún vissi ekki
fyrir víst, hvaða tilfinningar Einar
bar til hennar, fannst henni hann
særa sig og niðurlægja. Og það hafði
vaknað með henni grunur .... sá
hræðilegi grunur, að ef til vill kynni
hún að verða að sjá af Einari og
öllu því efnahagslega öryggi, sem
hann veitti henni.
— Það er starfið, sem veldur, varð
Hans að orði. Þú veizt að það eru
þungar skyldur, sem læknisstarfinu
fylgja .... skyldur og ábyrgð ....
— Ætli það sé ekki heldur metn-
aðurinn, vonin um embættisframa,
sagði hún. Nei, þú þekkir Einar ekki
til hlítar, en það geri ég aftur á móti.
Álit og frami er hið eina, sem skiptir
þann mann nokkru máli. Hann er
gersneyddur öllum hugsjónum. Þú
þarft að minnsta kosti ekki að reyna
að telja mér trú um að hann finni
sig hafa nokkra köllun. Hann ann
engum nema sjálfum sér, og hann
hefur sett sér það takmark í lifinu
að verða frægur skurðlæknir — kosti
hvað sem kosta vill. Og hann lætur
sig engu varða, á hverjum hann treð-
ur, einungis ef það lyftir honum
sjálfum upp. Það er langt síðan ég
las hann niður í kjölinn.
Hún æsti sjálfa sig, trúði sjálf
hverju þvi orði, sem hún sagði. Þessa
stundina hataði hún Einar og þráði
það eitt að koma hefndum fram við
hann. Og skyndilega minntist hún
þess að Hans hafði einnig orðið ó-
þægilega fyrir barðinu á honum.
Fyrr en hún vissi orðið af, hafði hún
næstum því fært það í tal .... hvern-
ig vildi það eiginlega til? Spurningin
var komin fram á varir henni, en
hún hafði gát á sér í tíma.
Það sem hún hafði þegar mælt,
olli Hans Bertilsen svipuðum áhrifum
og ef hann hefði oröið fyrir sterku
straumlosti.
— Hræðilegt, varð honum að orði.
Ekki hafði ég hugmynd um það, að
þú yrðir að þola slíkar þjáningar. Ég
hélt að eins fögur og glæsileg kona
og þú ert, hlyti að vera hamingjusöm.
Þess vildi ég óska, að ég gæti eitt-
hvað fyrir þig gert, Lilian ....
Lilian ....
Hún tók báðum höndum um hönd
honum.
— Ég þarfnast vinar, Hans. Ég er
svo hræðilega einmana og vanrækt,
að enginn getur gert sér það í hugar-
lund ....
Hann gat ekki séð tárin í augum
hennar, en harmurinn í röddinni
snart hann .... hann, sem hafði elsk-
að hana vonlausri ást í öll þessi ár.
Og fyrr en hann vissi hafði hann
vafið hana örmum og hún hjúfraði
sig að barmi hans.
Það var hún, sem leiddi hann inn
í laufskálann, þar sem myrkrið var
þungt af svæfandi ilmi sýrenublóm-
anna ....
ÞEGAR Lilian kom nokkru siðar
aftur inn i samkvæmissalinn, þang-
að sem dansendurnir höfðu flutt sig
eftir að myrkva tók úti, steig Gústav
dansinn við EVu og fór ekki sérlega
dult með ástleitni sína við hana. Eva
varð þess vör að Lilian starði á hana
hatursaugum. Hún skildi ekki hvers
vegna, en kunni því illa og þegar
laginu lauk, greip hún tækifærið til
að hverfa út í náttmyrkrið í garð-
inum. Hún þráði að mega vera ein
með áhyggjur sínar, tók sér sæti á
steinbekknum undir kirsuberjatrénu
og reyndi að koma einhverri kyrrð
á það tilfinningarót, sem þessi undar-
lega Jónsmessunótt hafði vakið með
henni.
Framhald í næsta blaði.
Hestamaðurinn
Framh. af bls. 13.
hafði aðsetur í Tryggvagötunni og
rak hestaleigu um árabil. Þegar ég
var i þann veginn að fara á bak,
bar að nokkra útlendinga, sem komu
í söniu erindum og ég. Karlinn skildi
ekki orð af þvi, sem hinir erlendu
ferðamenn sögðu, svo að ég túlkaði
— hafði átt heima vestan hafs og
talaði ensku eins og innfæddur. Út-
lendingarnir tóku mig siðan með
sér sem túik, gáfu mér sælgæti og
sitrón og yfirleitt allt, sem 13 ára
strákpatti girntist. Þá átti ég heim-
inn. Eftir þetta var ég lengi leið-
sögumaður og túlkur hjá Hesta-
Manga. ★
Áhugaflugmaðurinn
Framh. af bls. 12.
maður þarf mun lengri þjálfun en
tvítugur, til að verða góður flug-
maður. Hins vegar held ég, að ánægj-
an af því að stjórna flugvél á eigin
spýtur fari ekki eftir aldri. Fyrstu
„sóló“-túrarnir eru ævintýri, sem
tilgangslaust er að reyna að lýsa
fyrir hinum „jarðbundna“.
Þótt ég iðki flugið fyrst og fremst
sem sport, þá getur það einnig
haft verulegt hagnýtt gildi fyrir mig.
í sambandi við starf mitt hefi
ég með að gera ýmiss konar fram-
kvæmdir viðs vegar út um land,
í kauptúnum og kaupstöðum. Víð-
ast hvar er hægt að lenda litilli
flugvél í grennd við þessa staði, og
hefi ég þegar sparað mér nokkurn
tima með þvi að fljúga út á land,
í stað þess að fara i bil.
Því miður hefur einkaflugið átt
fremur erfitt uppdráttar á íslandi.
Þetta þarf að breytast. Stofna þarf
flugklúbba i likingu við það, sem
tiðkast hjá nágrannaþjóðum okkar.
Klúbbar þessir þurfa svo að eiga
hentugar flugvélar, sem leigðar eru
félagsmönnum gegn sanngjörnu
gjaldi. Ég held, að það sem fyrst
og fremst vantar i þessum efnum,
sé framtak og skipulagning. Áhug-
inn er fyrir hendi, — það þarf að-
eins að beina honum í réttan far-
veg. ★
fr/stikistur fáanlegar í 2 stærðum, 150 lítra og 300 lítra
Verð kr. I3.l00.oo oq kr. I8.000.oo
VIKAN 43