Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 37
Á SKÁTAMÓTIÐ,
í ÚTILEGUNA,
í SUMARFRÍIÐ,
Sllur firðflútbúnaður
frá okkur:
^vefnpoknr, bokpobr,
tjöl4/ bHfðflrffltnfldur.
BelgJ agferðin
Bolholti 6 - §ími :MU>00
ingjunum við skrifborðin, gantað-
ist dálitið við stúlkurnar. Ég gerði
mér tæplega ljóst, af hverju ég var
að draga svona timann. Það lá bara
svo dásamlega vel á mér. Ég veit,
að það hljómar eins og fjarstæða,
en ég var i raun og sannleika glað-
ari, en ég hafði verið nokkra stund,
frá því að samdráttur okkar Soffíu
hófst. Ég vissi, að óumflýjanleg bar-
átta var hafin og mér svall móður i
brjósti- Auk þess vissi ég úrslitin,
þó að mig óraði ekki fyrir, hvernig
skipti mín og herra Melas myndu
ráðast. Ég var kominn í frí full-
orðins manns til að neyta krafta
sinna.
Allt i einu varð mér ljóst, af
hverju ég var aö slóra þarna. Ég
vildi láta sem flesta sjá mig, sjá,
að ég var í himnaskapi, lék við
hvern minn fingur. Og ég ætlaði að
hitta gjaldkerann og hirða launin
mín. Ekki myndi af veita! Og ég
ætlaði að sjá, hvað sá gamli léti sér
þóknast að skrifa um mig. Það gat
engu spillt.
Ég snaraðist inn til gjaldkerans.
Hann greiddi mér umsvifalaust
þriggja mánaða laun. Kvittunin lá
tilbúin á borðinu hjá honum. Ég
ritaði undir. Þvi næst rétti hann
mér hátiðlega gult umslag. Hann ætl-
aði að fara að segja eitthvað, en
ég beið ekki boðanna. Ég snarað-
ist inn i skrifstofu mina og lokaði
að mér.
Ég opnaði plaggið.
„Samkvæmt eigin ósk lætur nú
herra Pulio Kostaris af störfum hjá
fyrirtæki voru, sem hann hefur
þjónað um átta ára skeið af ein-
stakri trúmennsku. Oss er ánægja
að votta, að hann hefur gegnt hin-
um mestu ábyrgðarstörfum hjá
fyrirtækinu utan lands og innan og
leyst þau af hendi af kunnáttu og
dugnaði. Um leið og fyrirtækið
harmar að verða að sjá af honum
úr þjónustu sinni, gefur það honum
sin beztu meðmæli og óskar hon-
um allra heilla.
Porfyrios Melas, forstjóri."
„Samkvæmt eigin ósk“. Jú, það
stóð þar, ekki bar á öðru! Og „fyr-
irtækið harmar að verða að sjá af
honum“. Það var nú kannski nokk-
uð lausleg meðferð á sannleikanum.
En hvað um það. Þetta gat ekki
betra verið. Og óneitanlega stór-
mannlegt og líkt Melas gamla. Ég
dáðist að honum undir niðri og
bölvaði honum dálítið á milli. Það
var svo sem augljóst, hvað hann
ætlaðist fyrir. Ég átti undir engum
kringumstæðum að fá stúlkuna.
Henni ætlaði hann að ráðstafa
sjálfur. En hann hefði aldrei látið
sér til hugar koma að níðast á við-
skiptaframtíð manns, sem hann
hafði reynt að góðu. Þannig var
Porfyrios Melas. Tíu mínútum siðar
lokaði ég skrifstofu minni og af-
henti gjaldkeranum lyklana. Það var
ekki alveg sársaukalaust. Þessi skrif-
stofa hafði verið annað heimkynni
) VIKAN 37