Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 30
MMITI
SEM EYÐIR RYÐI.
SPARAR TÍMA
OG FYRIRHÖFN.
ER AUÐVELD í
MEÐFÖRUM.
SANDBLÁSTUR OG
RYÐHREINSUN ÓÞÖRF.
Eiturflaskan
Framh. af bls. 9.
leit ekki glóandi augunum af henni,
og Nicki heyrOi þungan, stynjandi
andardrátt hennar, þrátt fyrir bolla-
glamrið og hávaaðnn í kaffistofunni.
Og loks mælti stúlkan svo lágri röddu
að Nicki varð að leggja við hlust-
irnar:
— Hafnaðu þessu hlutverki, Nicki.
Segðu herra Wolfe að þú sért til-
neydd ....
— Hvað áttu við?
— Hringdu tafarlaust til hans, og
segðu honum að þú sért tilneydd að
hafna hlutverkinu, skilurðu. Segðu
að óvænt atvik hafi komið í veg fyrir
að þú getir tekið það að þér. Þú verð-
ir að segja honum eins og er ....
snyrtivörur
Frekjan, sem fólgin var i þessari
uppástungu, var svo gengdarlaus að
það gekk fram af Nicki.
— Þetta getur ekki verið alvara
þín, sagði hún loks.
— Jú, mér er þetta fyllsta alvara,
Nicki. Og ég hef fyllsta rétt til að
koma fram með slíka uppástungu.
Ég er færari um að leika þetta hlut-
verk en þú, og ég hef lagt meira á
mig til þess að verða það.
— En ég þarf líka að vinna ....
— Þú hefur ekki eins mikla Þörf
fyrir það og ég. Eíkki á sama hátt,
á ég við. Það getur bókstaflega ekki
átt sér stað. Hún lygndi aftur aug-
unum, og það var því líkast sem
vindutjald hefði verið dregið fyrir
glugga á logandi herbergi. Svo opn-
aði hún augun aftur og hvessti Þau
á Nicki, hálfu heitari og myrkari en
nokkru sinni fyrr.
— Ef þú hafnar ekki þessu hlut-
verki, Nicki, þá skal ég myrða þig.
Ég tek alla heilaga til vitnis um að
þá skal ég myrða þig, heyrirðu það.
Nicki varð svo hverft við að hún
hratt stólnum frá borðinu eins og
hún vildi flýja.
— Ég myrði Þig fyrst, og síðan
sjálfa mig. Og ég hef verið staðráðin
í því síðan herra Wolfe sveik mig um
hlutverkið, að ég skyldi myrða hverja
þá, sem tekin yrði i minn stað.
Hún tók allt í einu að grúska í
handtöskunni sinni. Svo dró hún upp
úr henni lítið, móbrúnt glas og sneri
því þannig við Nicki, að hún mætti
sem bezt sjá höfuðkúpuna og kross-
lögðu leggina á miðanum.
— Það er þýðingarlaust að reyna
að ógna mér, sagði Nicki.
— Ég er ekki heldur að reyna að
ógna þér. Ég er einungis að segja
þér frá ákvörðun minni, þvi að ég vil
ekki koma óheiðarlega fram við Þig.
Ef þú hringir ekki til herra Wolfe
og hafnar hlutverkinu, er það dauði
okkar beggja. Og ef þér kemur til
hugar að gera lögreglunni viðvart —
þá gerðu svo vel. Ég segi bara að
þú gangir með lausa skrúfu og hlæ
mig máttlausa.
Að svo mæltu spratt hún úr sæt-
inu, sneri sér undan eins og hún vildi
ekki láta á Því bera að hún grét,
greip handtöskuna sína og hanzkana
og hraðaði sér á brott.
NICKI stóð fast við ákvörðun sina.
Hún lét ekki ógna sér. Þegar iiún
kom heim og sagði herbergissystur
sinni hvernig farið hafði, minntist
hún ekki einu orði á Jill Yarborough.
Síminn hringdi klukkan há.'ftíu
morguninn eftir. Nicki brá við si.jótt
og tók talnemann.
— Ungfrú Nicki Porter .... þetta
er Carl Wolfe ....
Nicki lokaði augunum og bað fyrir
sér.
— Við mætum hér öll á þriðju-
dagsmorguninn klukkan tíu. Getið
þér ekki komiö?
— Jú, auðvitað, svaraði Nicki og
lét sem ekkert væri.
Það tók hana nokkurn tíma að
læra hlutverkið utan að, þótt það væri
ekki lengra en þrjár blaðsíður, og
hún gleymdi Jill Yarborough gersam-
lega. Carl Wolfe reyndist skemmti-
legur leikstjóri, en átti það líka til
að vera kröfuharður og beitti háðinu
ef í það fór. Hann átti líka sinn þátt
í Því, að hún gleymdi JilL
Fimmtudagskvöldið kom hún heim
af æfingu klukkan hálfátta. Hún var
þreytt, en engu aö síður i bezta skapi.
Theresa, herbergissysth* hennar, vildi
fá hana út með sér, en Nicki hafði
sagt nei, þegar hún hringdi til henn-
ar. Ibúð þeirra var því myrk og
mannlaus þegar Nicki kom heim. Hún
afklæddist, þvoði hárið, brá sér I
slopp, fann sér bók til að lesa og
settist á legubekkinn. Þegar dyra-
bjöllunni var hringt skömmu síöar,
opnaði hún tafarlaust, þvl að hún
hafði gersamlega gleymt Jill Yarboro-
ugh.
Jill var klædd svartri kápu með
kraga úr gerviskinni, sem hún ýtti
að hálsinum, ósjálfrátt og snöggt.
— Það ætlaði ekki að verða auð-
velt að hafa uppi á heimilisfangi þinu,
sagði hún. Ég var tilneydd að snúa
mér til bakdyravarðarins í leikhús-
inu.
— Fyrir alla muni vertu nú róleg,
sagði Nicki þreytulega. Nú er allt
klappað og klárt. Það er gersamlega
þýðingarlaust fyrir þig að vera með
nokkurn ofsa, ungfrú Yarborough.
— Kallaðu mig bara Jill, sagði
stlúlkan. Hún svipaðist um Inni I
herberginu og tók síðan að klæða
sig úr kápunni, enda þótt Nicki hefði
af ásettu ráði látið hjá liða að bjóða
henni sæti. Sem snöggvast hugði
Nicki lika að þetta mundi allt verða
í lagi. Jill virtist fullkomlega róleg
og hafa alla stjórn á sér. Hún lagði
kápuna á stól.
— Skemmtilegt herbergi, varð
henni að orði. Býrðu hér ein, bætti
hún við.
— Nei, við búum hér tvær saman.
Herbergissystir mín getur komið á
hverri stundu.
Jill Yarborough hló lágt.
— Nei, það máttu vera viss um að
hún gerir ekki. Hún hefur vitanlega
30 VIKAN .