Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 5
ÖRIKK
að flytja. Hvað á ég að gera við
þessa kvensu?
Einn óður.
-------Hefur þér aldrei dottið
í hug að líta undan?
Fornleifakast ...
Kœri Póstur.
Eru Reykjavíkurbúar að fá forn-
leifakast? Nú er farið að bora upp
allan bæinn og umturna öllu, og
fólkið gapir af ánægju og undrun,
ef finnst litill múrsteinn, sem graf-
izt hefur í drullu í nok.kur ár. Viltu
ekki gera þetta að umtalsefni, Póst-
ur minn, þetta er gengið út í öfgar.
Það er sjálfsagt að halda við forn-
um menjum, en minna má nú gagn
gera. Fornólfur.
-------Satt er það, en þú segir
sjálfur, að fólkið gapi af ánægju
og undrun, þegar einhverjar
mcnjar finnast — hvers vegna þá
að vera að hafa af því þessa
ánægju? Auk þess koma forn-
menjar bara eklti upp í fangið á
okkur; við sitjum ekki einfald-
lega og bíðum eftir því að Ing-
ólfur Arnarson birtist og segk
okkur hvar hann byggði bæinii
;sinn.
Ekki gróin ...
Kæri Póstur.
Viltu ekki benda yfirvöldum
Reykjavíkur á það, hversu lítið er
gert til þess að rækta upp borgina.
Borgin verður alltaf köld með þessu
áframhaldi, vegna ])ess, að hún er
ekki nógu gróin. Það mætti með
litlum tilkostnaði gróðursetja tré
meðfram helztu umferðagötum
borgarinnar, eins og líðkast erlend-
is og gefur borgunum einhvern
Rlýjublæ. Ilvað ætli myndi til dæmis
kosta að gróðursetja tré á „eyjun-
um“ miili akbrautanna á Hring-
braut og Miklubraut?
Ég vona, að þú sinnir þessu bréfi
mínu, Póstur góður.
Vilhjálmur.
-------Mér finnst þú nú óþægi-
lega kröfuharður og ósanngjarn,
því að í rauninni hefur aldrei
verið meira gert til þess að
rækta upp borgina en einmitt
síðustu árin, svo að það er til
fyrirmyndar — og þessi hug-
mynd þín um trén hefur þegar
verið framkvæmd inni á Suður-
landsbraut og stendur til að gera
það víðar. Auðvitað er mikið til
í þessu hjá þér; Hringbrautin og
Miklabrautin yrðu enn álitlegri,
ef gróðursett væru tré milli ak-
brautanna.
Týrólahattar ...
Elsku Pósturinn minn.
Hvernig ste-ndur á þvi að allar
smáskvísur í bænum verða að vera
nákvæmlega eins? Ef nokkrar taka
sig til og byrja að ganga í einhverju,
þá verða hinar að apa eftir, og um
leið verða þær allar eins og syst-
ur og missa öll persónueinkenni.
Nú ganga allar með einhver týróla-
hattaskripi, svo að manni flökrar
við, ef maður stígur fæti sínum út
fyrir dyr. Það ælti að flengja þessa
viljalau.su krakka.
Með kærri þökk fyrir birtinguna.
Vandlátur.
--------Eins og ég sagði áðan,
verða allir unglingar að vera
eins, svo að þeir verði ekki
dæmdir „klikkaðir". Þetta hatta-
fargan er enn eitt dæmi þessa.
Við getum ekkert gert við þessu,
svona hefur þetta alltaf verið,
og þó er eins og þetta sé alltaf
að færast í aukana. Þetta týróla-
æði gengur eflaust yfir, en al-
máttugur einn veit hvað þá tek-
ur við.
Sinnuleysi eða nízka ...
Kæra Vika.
Hvað á ég að gera við meðeig-
andann í húsinu, sem ég bý i? Það
er tvíbýlishús með sína íbúðina í
hvorum enda. Húsið er nú farið að
iáta á sjá, og mig langar mjög til
þess að láta ditta að þvi, mála það
og fleira. En meðeigandinn vill alls
ekki láta gera neitt við sinn helm-
ing. Ég veit ekki hvort þetta er
sinnuleysi eða nízka. — ég veit bara
eitt, að þetta fer í taugarnar á mér.
Ég er tvíbúinn að minnast á þetta
við hann, en hann vill ekkert að-
hal'ast. Get ég nokkuð gert? Eru
nokkur lagaákvæði um, að liúseig-
endur verði að halda iverustað sín-
um í sæmandi lagi?
Svaraðu mér fljótt, Póstur minn.
Húseigandi.
--------Ég er ekki viss um, að
nein lagaákvæði nái til þessa,
húseigandi sæll. Hins vegar er
ömurlegt til þess að vita, er hús-
eigendur geta ekki komið sér
saman um að halda bústöðum
sínum vel við. Einkum á þetta
vandamál þitt sér margar hlið-
stæður. — Ég sé ekki annað ráð
en þú verðir að minnast á þetta
einu sinni enn, segja honum, að
þú ætlir að fara að láta ditta að
húsinu þín megin og hvort hann
vilji ekki láta gera hið sama sfn
megin. Ef ekki, skaltu endilega
strax láta gera við þinn helming,
mála hann og snyrta: þannig ger-
ir þú hinum skömin til, og það
gæti orðið til þess að hann sæi
að sér. Þú ættir að kynna þér
lögin um sambýli. Þar eru þau
ákvæði, að láti einhver undir
höfuð leggjast að taka þátt í sam-
eiginlegum kostnaði, eignast hin-
ir eigendurnir veð í íbúðinni hjá
honum.
Ntrctcli-döinubuxur
Sérlega fallegt snið. — 12 litir.
8PARTA
Borgartúni 7. — Sími 16554.