Vikan


Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 26

Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 26
Ungfrú Yndisfríð Hvar er örkin bans NÓÆ? Siðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: KRISTÍN KRISTMUNDSDÓTTIR, Sogavegi 170. — Rvík. Enn er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið i blaðinu. Kannski í einhverri mynd- inni. Rað á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Simi Hve glöggur ertu? Svo virðist sem teikningarnar séu báðar eins, en látið nú ekki blekkjast! í rauninni hefur teiknarinn breytt neðri teikningunni í sjö at- riðum. Reynið nú að finna þessar sjö breytingar Ray Adams: Violetta Og You belong to my heart. Tvö laglega sungin iög, en þó mun það hafa verið Violetta, sem selt hefur plötuna, þvi lagið hefur, i þessari meðferð Ray Adams, náð miklum vin- sældum i Evrópu og reyndar einnig hér á landi, þvi plata þessi hefur þótt ómiss- andi i öllum óskalagaþáttum undanfarna 2—3 mánuði. Er því ekki seinna vænna að minnast hins Ijúfa söngs Ray Adams. Þetta er vel gerð plata, og hin eigulegasta. Fontana-hljómplata, sem fæst í Drangey, Laugavegi 58. Helen Shapiro: Let‘s talk about love og Sometime yesterday. Hin djúpraddaða Helen Shapiro syngur hér tvö lög úr enskri kvikmynd, sem liún hefur nýlega leikið i. Myndin heitir „It‘s trad, dad“ og er yfirfull af rnúsík. Fyrra lagið á þessari plötu er fjörugt og skemmtilegt, en hið síðara rólegt og fallegt. Helen gerir þeim hin heztu skil, en ekki er gott að segja um, hvort hin hrjúfa rödd gerir hana að söngkonu framtíðarinnar, þó að vinsældir þessarar ungu söngkonu séu slíkar í dag, að annað eins hefur aldrei þekkzt i Eng- landi. Hún er kosin bezta söngkona ársins af öllum músíkblöðum, nefndum og öðrum aðilum, sem hafa með slíkar kosningar að gera. Frægð og frami hen'nar í Eng- landi minnir helzt á það, þegar Presley náði frægð í Ameríku, en síðan hefur Presley farið fram um allan helming, sem söngvara. Gamla myndin. > Hljómsveit Aðalbjörns Tryggvasonar, sem lék á llppsölum, ísafirði árið 1950. Frá vinstri: Finnbjörn Finnbjörnsson, píanó (starfar litið við hljóðfæraleik, en er nú málari i Reykja- vík), Aðalbjörn Tryggvason, harmonika (er nú kaúpmaður á ísafirði), Gunnar Sumarliða- son, trommur (leikur nú og syngur með B. G.-sextettinum, ísafirði) og Þórður Finnbjörns- son, trompet (er nú starfandi flugmaður. Þeir Finnbjörn, Þórður og Guðmundur Finnbjörns- son hljómsveitarstjóri í Reykjavík eru bræður, synir Finnbjörns Finnbjörnssonar málara- meistara á ísafirði). Náunginn bak við þessi risastóru sól- gleraugu er enginn annar en söngvar- inn Bobl)y Darin þar sem hann er að leika sjónvarpsfréttamenn í kvikmynd- inni „State Fair“, sem nýlega hefur verið tekin í annað sinn. Sýningar eru hafnar á henni og fær myndin góða dóma. Auk Bobby leika í henni tveir aðrir söngvarar, jieir Pat Boone og söngkonan Anne-Margaret. í myndinni er fjöldi laga eftir tónskáldið Richard Rodgers. Já, alveg rétt. Ungfrúin með- fylgjandi, sem starir á Bobby, heitir Pamela Tiffin og leikur eitt af aðal- hlutverkunum i „Héraðsmótinu“ (State Fair). 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.