Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 3
Stýrisklefinn er ekki stór, nánast til tekið er hann rafeindaheilabú. Canberra, eitt fullkomnasta farþegaskip Breta.
VIKAN
oq taeknin
STÝRISKLEFINN
í „CANBERRA11
Þegar sagt var frá hinu nýja og
glæsilega hafskipi Breta, „Can-
berra“, i brezka skopblaðinu
„Punch“, var stýrisumbúnaðin-
um lýst sem stýrishjóli úr leik-
fangabíl — „og þó brotinn af þvi
helmingurinn“. EitthvaS mun það
nú orðum aukið, en stórfenglegt
virðist stýrishjólið ekki, og ekki
er það ncma hálft hjól, satt er það.
Þó fullyrða tæknisérfræðingar, að
þarna sé um að ræða þann full-
komnasta stýrisumbúnað, sem enn
sé að finna i nokkru skipi — enda
er „Canberra", sem er 45.270 smá-
lestir að stærð, talið eitthvert hið
glæsilegasta og í alla staði hið full-
komnasta farþegaskip, sem nú er
á sjó.
Á skipi þessu er átó-gíró áttaviti
af nýrri gerð, talinn svo fullkom-
inn að hann valdi allt að því bylt-
inu í slíkri smíð — en um leið ér
það sá minnsti, vegur ekki nema
22 kg. Tekur það hann ekki nema
hálfa klukkustund að finna ná-
kvæmt hánorður, frá því hann er
settur i gang, i stað fjögurra og
hálfrar — en auk þess verður unnt
að nota þessa fullkomnu gerð i
hvaða farartæki svo að segja, þar
sem áttavita er þörf, sökum þess
hve léttur hann er. Stýrið er sjálf-
virkt, og ekki fyrirferðarmikið,
eins og myndin sannar, og þótl
Framhald á bls. 38.
Lengi hefur það verið á döfinni,
að utanjárntjaldsriki Evrópu gengu
til samstarfs um geimrannsóknir, og
yrðu þannig þriðji aðilinn á þvi
sviði, þar sem Bandarikjamenn og
Rússar hafa hingað til verið ein-
ráðir. Sökum hins gífurlega kostn-
aðar, sem geimrannsóknum er sam-
fara, er engu einstöku ríki, öðru en
E. L. D. 0.
FORMLEGA
STOFNAÐ
þessum tveim stór-
veldum, fært að ger-
ast þar sjálfstæður
aðili, en með sam-
eiginlegu átaki ættu
þessi ríki, sem nú
hafa stofnað með
sér geimrannsókna-
samband EVrópu, að
geta látié þar að sér
kveða.
Samband þetta
nefnist „European
Launcher Develop-
ment Organisation“,
skammstafað „E.L.D.
0.“, og hefur aðal-
skrifstofu sína í Par-
is. Að því standa
Belgía, Frakkland,
V.-Þýzkaland, Ítalía,
Holland, Brezka
heimsveldið og
Ástralía. Hafa stjórn-
ir allra þessara rikja
undirritað samning
|sín á milli varðandi
ivæntanlegt starf og
Frá tilraunastöðinni að
Spadeadam — skotturn
og Blue Streak eldflaug.
starfskiptingu. Afráðið er, að fyrstu
gervihnöttunum verði skotið á loft
árið 1966 — sá fyrsti á að vega yfir
eina smálest og vera búinn marghátt-
uðum rannsóknar- og senditækjum,
og verður honum skotið á braut
með þriggja þrepa eldflaug, brezkri,
sem nefnist „Blue Streak“, og mun
kosta kringum 70 milljónir sterlings-
punda.
Tilraunir með eldflaug þessa
verða gerðar á næstunni að Spadea-
dam, Cumherland á Bretlandi og
seinna að Woomera i Ástraliu.
ítalskir visindamenn munu sjá um
smiði gervihnattanna og samsetn-
ingu, Belgíumenn um gerð skol-
stöðvanna, Hollendingar um fjar-
skiptasambandið og tæki þar að
lútandi, en Bretar smíða fyrsta
lrnep eldflaugarinnar, Frakkar ann-
að og Vestur-Þjóðverjar hið þriðja,
undir yfirumsjón brezkra visinda-
manna, sem þegar hafa viðkomandi
þjóða mesta reynslu á þessu sviði.
Þá er og ráðgert að smíða minni
gervihnetti, sem skotið verði á
braut mjög fjarri jörðu.
EH1M
Útgefandí: Hilmir h.f.
Ritstjóri:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
Framkvætndastjóri;
flilmar A. Kristjánsson.
HíUtjóni og uugiýsiíigár: Skiphojl
33. Símsr: 35320. 35321; 35322,
...........- . - ..... ,
‘ósthólf 149. Afgreiðsla óg dréífing:
iiluðailteifing, l.ituguvégj 1,33, SÍtnj'.
36720. Dreifiugarstjóri Öskar Karls-
íon. Vt.rð í lausasöJu kr. 15. Áskrift-
arverð t-r 200 kr. ársþriðjungslegp*
greiðíst fyrirfram. Prentun: Hilmir.
li.f. .Myndumót: Rafgraf h.f. .
Myndin á forsíðunni er tekin í Þingvallahrauni, en
stúlkan, sem situr á hraunnybbunni heitir Ragnhild-
ur Óskarsdóttir og er nú stödd, ásamt eiginmanni
sínunt, Gylfa Reykdal, suður í Róm þar sem þau bæði eru við myndlistarnám.
Ragnhildur var í Menntaskólanum í Reykjavík, en hætti námi í 5. bekk.
Síðan var hún í Handíða- og Myndlistaskólanum og lærði teiknun og mynd-
list í tvo vetur, en síðan fór hún til Prag í Tékkóslóvakíu og var þar síðast-
liðinn vetur við framhaldsnám í sömu greinum. Nú er hún — eins og áður
var sagt — ásarnt manni sínum í Róm, en þar hyggjast þau dvelja svo lengi
sem kostur er og peningar endast.
í næsta biaði verður m.a.:
0 Útlagar úr skemmtanalífinu. — Grein með myndum um
reykvíska unglinga, sem hvergi fá aðgang að skemmtistöðum
f bænum og verða því að sækja skemmtanir annars staðar.
• Fangi hjá Castro. — Síðari hluti frásagnar blaðamanns, sern
var fangi í dýflissu Cástro á Kúbu.
• Listin er eins og óregla. — Viðtal við frú Sólveigu Eggerz
Pétursdóttur um myndlist. Myndir, sem hún hefur teiknað
og málað frá forsetabústaðnum að Bessastöðum.
• Síðasti hluti framhaldssögunnar: Læknirinn gerir alltaf
skyldu sína.
• Þriðji hluti getraunar Vikunnar, en í verðlaun eru: Sjón-
varpstæki, — ferðalag urn Evrópu, — Husqvarna Automatic
saumavél, — hattur, hanzkar og regnhlíf, — skartgripir, —
og kvöld í Klúbbnum.
TIKAN 3