Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 34
INNOXA snyrlivörur INNOXA Hótel við miðdepil Framhald af bls. 21. Á Ieiðinni upp gekk ég beint í flasið á Eyjólfi Konráð Jónssyni, n.stjóra Morgunblaðsins, og var að þvi kominn að heilsa bonum, en uppgötvaði á siðustu stundu, að þctta var samt sem áður ekki hann. Það var einn af hótclstjórunum. Við Steinunn kynntumst honum daginn eftir, þegar við fórum að leita okkur upplýsinga um hús l)að, er við bjuggum í. Hann heitir Dugg- an, þægilegtir maður' og greina- góður. Ejnnig hann var nýgiftur og átti litla dóttur, sem honum þótti gaman að tala um. Við röbb- uðum við hann um alla heima og geima, en spurðum loks, livort Re'gent Palace væri ekki nokkuð stórt hótel, jafnvel á brezkan mæli- kvarða. Þá kom í Ijós, að við bjuggum á stærsta hóteli Evrópu. Þar gista að jafnaði um tvö hundruð þúsund manns árlega, hundruð koma og fara hvern dag. í húsinu eru cllefu hundruð og fjörutíu svefnherbergi, er geta hýst sextán hundruð og sjötíu ferðamenn. Starfsfólkið er um níu hundruð eða tveim hundr- uðum fleira en ibúar Hveragerðis. „Þið hafið samt væntanlega öll nóg að gera?“ Mr. Duggan hló. „Tuttugu og fjórar klukkustundir á sólarhring — and very hard work. Kröfuhart líf, en forvitnilegt og skemmtilegt. Við sjáum margt, heyrum margt, venjumst fólki hvaðanæva úr heim- inum; við ræðum við menn allra þjóða, kynnumst viðhorfum beirra, kynnumst þörfum þeirra og iafnvel áhugamálum, reynum að verða þeim að liði, eftir þvi sem við get- um bezt, reynum fyrst og fremst að láta þá fá sem allra mest fyrir pen- ingana, sem þeir skilja hér eftir, reynum alltaf að láta þeim líða sem bezt, eftir því sem í okkar valdi stendur." Siðan tók hann að segja okkur frá félaginu, sem á liótelið og var stofnað árið 1894 —- nú er það stærsta félag veitinga- og gistihúsa i víðri veröhl: .1. Lyons & Company. Það hefur fengizt við margt; nú á það m. a. fjögur stærstu hótelin í Lundúnaborg. Það nýjasta og fegursta — Ariel — er rétt hiá flug- vellinum, glæsilegt nýtízkuhótel, sem jafnvel Ameríkumenn öfunda Breta af. „Það þarf margs að gæta i slíkum „bissness“,“ sagði Mr. Duggan og dæsti lítið eitt. _,,Hvað 34 VIKAN haldið þér til dæmis, að við þurfum mikið af „svissneskum hornum" (lítil hveitiorauð, sem einnig fást í brauðbúðum í Reykjavíkj á degi hverjum? — Ef þeim væri raðað á þjóðveginn, næðu þau fullar fjörutíu mílur. (Frá Lækjartorgi austur á Eyrarbakka). — Jú, við höfum nóg að gera hérna — en við höfum alltaí tíma til að rabba viö gestina, það er okkur sönn ánægja, og má ég nú ekki sýna ykkur hótelið? — og ef ykkur iang- ar að hafa tal af einhverjum, sem vinnur hjá okkur er það auðvitað guðvelkomið. Það er ekki svo oft, sem gestirnir hafa áhuga á okkar máleínum og daglega starfi. Það vill svo til, ao blaðafulltrúinn okkar, Rryan McCluskey, er stadd- ur hérna núna, og hann myndi líka hafa gaman af að hitta ykkur. -—• Má ég kalla á hann?“ Bryan McCluskey var injög ís- lendingslegur, enda íri. Og nú kom upp úr katinu, að Mr. Duggan hafði einnig írskt blóð í æðum, þó bland- að brezku. „Þeir Englendingar eru teljandi,“ sagði McCluskey, „sem ekki hafa nokkra drópa af írsku blóði — og þvi meira, þvi betra!“ — „Ekki er ég nú viss ujp, að allir yrðu sammála um það,“ tautaði Mr. Duggan í lágum hljóðuin. Nú hófst skemmtilegt ferðalag um þetta hús, sem daglega hefur nokkru fleiri ibúa en Selfoss. Við fórum upp á efstu hæðirnar, þar sem sést yfir umhverfið, en bygg- ingin stendur nokkra metra frá þeim stað, er oft hefur verið kall- aður miðpunktur heimsins, jafnvel alheimsins, sem sé Piccadilly Circus. Sést þar allvítt yfir hina miklu borg, en þó hvergi út iir henni, sem varla er von, bví að á lengdina nær luin frá Lækjar- torgi til Stokkseyrar og á breidd- ina frá Skíðaskálanum til Lækjar- torgs. Síðan skoðuðum við gesta- herbergin og vistarverur þjónustu- fólksins, veitingastofur, geymslur og búr. Við rákumst á gamlan mann, stuttan og státinn, hressi- legan og glaðan, eins og Englend- ingar eru flestir. „Þessi er nú bú- inn að vera hjá félaginu fimmtíu ár,“ sagði Duggan. „Við gáfum hon- um gullúrið fyrir tíu árum.“ „Gullúrið?“ „Já, hverjum þeim, sem heldur úi að vinna hjá félaginu fjörutíu ár, er gefið dýrindis gullúr.“ „En ef þeir verða veikir eða á annan hátt óvinnufærir?11 spurði ég- „Þá er séð fýrir þeim, við höfum stóra sjóði til þess. Og þegar þeir gamlast, fara þeir á eftirjaun.“ Gamli karlinn var allur á iði. „Já, þeir eru mjög örlátir hérna; við þurfum engu að kvíðá. En ég hef nú líka staðið í stykkinu hjá félagsskapnum siðan 1911' bá var ég fjórtán ára. Þá byrjaði ég ein- mitt á því að búa til „^vissnesk horn.“.“ „Hvað hefurðu búið til margar mílur af þeim, heldurðu?“ „Guð blessi sál þína — hvernig ætti ég að vita það? Þau myndu áreiðanlega ná mörgum sinnum krigum jörðina. — Nú fer ég á eftir- laun í haust; ég er farinn að lin- ast dálítið. En hingað til hef ég aldrei verið heila viku fjarvcrandi nema rétt einu sinni, þegar and- skotinn hljóp i skrokkinn á mér. Hann var að angra mig tvo mán- uði, en félagið borgaði mér samt sem áður fullt kaup, svo að þú skil- ur, að ég hef ekki beinlínis neitt á móti þeim.“ — Hann hló og drap tittlinga framan í mig. „Hehe, þeir fara vel með mann — langar þig að sjá gullúrið mitt?“ „Hafið þið gefið mörg gullúr?“ spurði ég Mr. McCluskey. „Fleiri hundruð. Það er margt aldrað fólk hjá okkur.“ Við höfum áður talað við her- bergisþernuna, sem oftast kom til okkar; hún var skozk. „Mér er sama, hvað hver segir,“ mælti liún og dillaði sér af ánægju; þetta var glaðleg stúlka, rétt nýkomin á fer- tugsaldurinn. „En það er gaman að vinna í svona hóteli; við hittum bókstaflega allt fólkið i veröld- inni, hvíta, svarta, rauða, bláa, gula og græna menn! Og flest er það prýðilegt fólk. Stundum á það ekki mikið að gefa manni, en það segir manni þá eitthvað skrýtið og skemmtilegt — og hverju það gel- ur fundið upp á, maður guðs og lifandi! Ég man eftir hjónum, sem endilega vildu baða sig saman — i suma baðkerinu, skiljið þið! Og þegar ég sagði, að það mætti ekki, þá bara stálust þau til þess, lialdið þið það liafi verið fólk! Kannske hafa þau elskað hvort annað svona mikið, greyin, og ég er anzi lirædd um, að þau hafi ekki verið hjón, svona okkar á milli sagt!“ „Heldurðu að við séum hjón?“ spurði ég. Sú skozka skríkti: „Já, meira að segja hamingjusöm hjón; það sá ég undir eins — vitið þið á hverju? — það eru dældirnar í koddana, lítið á. Haha, við herbergisþern- urnar vitum okkar viti, jafnvel þær ógiftu, eins og ég!“ „Já,“ sagði ég, „þið lierbergis- þernurnar eruð mikilsverðar per- sónur.“ „Ég hefði nú haldið það! Við erum hjarta hótelsins. Hvað haldið þið að gerðist, ef við þættum allt í einu að vinna?“ „Hvernig er það með rómantík- ina?“ „Engan tíma til að sinna slíku!“ anzaði Skotinn okkar hressilega. „En svona, ykkur að segja, þá hefur maður alltaf tíma til þess, sem maður þráir mest, og auðvit- að verður maður öðru hverju — þið skiljið, haha!“ Á ferðalagi okkar um hótelið hittum við aðra herbergisþernu, irska, sem hafði Verið í sex ár í London. „Langar þig ekki heim?“ spurð- um við. „Nei, heim fer ég aldrei!" Það brá snöggvast skugga yfir glaðlegt andlit hennar, og ég spurði i lág- um hljóðum: „Mikil fátækt heima — skárra hérna, eða hvað?“ „Já, gotl hér; ágætt kaup, nógur frítími, herbergin okkar betri cn gestaherbergin — maturinn ekki upp á það bezta, en alltént betri en það sem ég vandist heima. Það var fátækt, erfitt að lifa í írlandi, en nóg um það. Ég fer heim ein- stöku sinnum. Það kostar þrettán pund að fljúga frá London til Dublin, og þá kemur Peggy heiin eins og ríkisbubbi með gjafir lianda ættingjum og vinum. — Neþ heim aftur — ekki má ég hugsa til þess!“ „Áttu vin hérna, Peggy?“ Hún var upp úr því vaxin að roðna, en leit til okkar brosandi: „Það væri nú Ijóta farganið að eiga engan vin!“ „Ætlarðu að giftast honum?“ „Nehei! — Ég ætti ekki annað eftir! Hér er ég frjáls og fri, vinn mér inn sex-sjö pund á viku og get veitt mér allt, sem mig langar til. — Giftast — jæja, ég er nú orðin rúmlega þritug reyndar, hver veit?“ „Hvað er það versta, sem þú veizt?“ Peggy varð skrítin til augnanna, en ekki roðnaði hún. „Það vil ég bara ekki segja!“ „En það bezta?“ „Frítíminn minn —- vinkonur og — jæja, já — þvi ekki það!“ „Lestu nokkuð?“ „Mér vinnst aldrei tími til þess — ég ætla að gera það seinna.“ „Þegar þú ert gift?“ „Tíhí!“ anzaði Peggy. „Eigum við að lita inn í eldhús- ið?“ sagði Mr. Duggan, þegar við vorum búin að skoða veitingasal- ina. „Yfirsteikarinn okkar þykir kunna vel listir sínar, enda gamall i hettunni.“ í eldhúsinu var allt hreint og skínandi, þótt fjöldi fólks væri þar önnum kafinn; matarlyktin streymdi á móti okkur, ég fékk vatn i munninn, enda kominn kaffitími. Við stálborð eitt stóð hvítklædd- ur sjentilmaður, nokkuð við aldur, og horfði með heimspekisvip á reytta hænu, eins or> hann væri að hugleiða fallvaltleik hins jarð- neska lífs. Honum heilsuðum við og spurðum, hvernig tilveran liti út frá hans sjónarmiði. „Beggja blands, herra minn, beggja blands. Ég er búinn að vera steikari allmörg ár, en aldrei finnst mér hænsnin hafi verið jafnrýr og núna. Mér var að detta í liug, að það væri eitthvað í sambandi við veðurfarið — vorið í ár, sjáið þér til, það kaldasta i mannaminn- um! Ja, loftslagið hérna á EnMandi, það er ekki frægt að endemum fyr- ir ekki neitt.“ „Ekki verðið þið nú mikið var- ir við veðurfarið hérna i eldhús- inu?“ „Ójú, herra minn, ég er nú hræddur um það. Allar steikur og sósur bragðbeztar á vorin, þá er maður inspíreraður, þá tekst manni upp þ. e. a. s., þegar vorið er gott. Þegar kalt er og andstyggilegt eins og núna, þá er illviðrisbragð að öllu hjá manni!“ „Eldið þér stundum matinn heima lijá yður líka?“ Gamli yfirsteikarinn leit á okk- ur með laumulegu brosi og hristi höfuðið. — „Onei — ég vildi nú siður þurfa að lifa daglega á þvi, sem við möllum hérna. Satt að segja hef ég aldrei verulega góða lyst á öðru en því, sem konan min býr til. Það er matur, skal ég segja ykkur. Nei, ég er hræddur um, að mér liði ekki vel, ef ég ætti ekki von á að l'á almennilegan, enskan mat, þegar ég kem heim á kvöld- in.“ Á hinum löngu göngum hótelsins siást oft brúnar stúlkur, jafnvel svartar; þær gera hreint. Við hermmdum eina slika uppi á sjöttu hæð: Gwendoline Ilrake. Hún var dökkleit, þó ekki kolsvört, og líkt- ist gamalli sauðkind í framan. Mr. Duggan spurði, livort luin vildi tala svolítið við okkur, en hún tók því fjarri og var auðsjáanlega leimin, ef til vill hrædd. Ég fór þá til henn- ar, sagði henni, að ég skrifaði um alls konar fólk, og að mig langaði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.