Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 8
Aðdáun skín úr augum „skipasmið
anna“ i tómstundafélaginu.
af völdum veðurs gætir ekki nærri
eins mikið á þessum stærri skip-
um og hinum minni.
•— En er ekki siglingin einhliða
og löng?
— Jú, að vísu, en leiðin er góð.
Veður hér suður eftir austanverðu
Atlantshafi eru ekki svo slæm og
oftast nær kyrrt og stillt, þegar
komið er suður i Miðjarðarhaf. Við
hinir eldri, sem erum orðnir ráð-
settir fyrir löngu, viljum heldur
vera lengur á siglingu í einu og
koma i aðeins eina höfn á leið-
inni, heldur en að flækjast úr höfn
i höfn með fárra daga millibili.
Einn höfuðkostinn tel ég einmitt
vera það, að við komum heim
reglulega á mánaðarfresti.
— Hverjir eru svo viðkomustað-
irnir?
— Við komum að iafnaði til Gí-
braltar einu sinni í ferð til þess
að taka vistir og stundum höfum
við farþeua þanf’að. Viðstaðan get-
ur þó varla talizt nokkur, þar sem
við förum ekki einu sinni í land.
Endrum og eins förum við til Ar-
nba, sem er lítil eyja undan strönd
Venezuela og jafnvel til Venezu-
ela. f þeim ferðum sækium við
flugbenzín fyrir Keflavikurflug-
völl.
— Hvernig er siglingaleiðin
þangað?
—- Hún er andstyggileg vestur
fyrir Nýfundnaland að vetrarjagi,
en alltaf er dásamlegt suður í Kar-
ibahafi. Kannske er óþarflcgn heitt
i Aruha. Þar eru verzlanir og vöru-
úrval mikið, en allt rándýrt. —
Annars er vafasamt, hvort borgar
sig lengur fyrir islenzka farmenn
að skipta launum sínum i erlend-
an gjaldeyri og kaupa nauðsynjar
sinar erlendis.
— En helzti viðkomustaður ykk-
ar er Svartahafshöfnin Batum, er
það ekki?
— Jú, það er rétt. Þangað er
ferðinni heitið í um það bil þrem-
ur af hverjum fjórum siglingum.
— Hvernig er umhorfs í Batum?
— Batum er borg á stærð við
Reykjavik. Þar búa um 80 þúsund
manns, mest Armenar og Geeorg-
íumenn. Hún stendur við suðaust-
ur horn Svartahafs i Georgíufylki,
en í því fylki fæddist bóndasonur-
inn og „mannvinurinn" Joseph
Vissarionovitch Stalin.
— Hvernig er fólkið?
8 VIKAN
— í Batum virðisl búa ákaflega
værukært fólk. Að minnsta kosti
eru vinnuafköst þess, að svo miklu
leyti sem við höfum kynnzt þeim,
mjög lítil. — Annars skulum við
sem minnst um Batum tala.
—- Hvernig er það, Sverrir — er
hættulegra að sigla á tankskipum
en öðrum skipum?
— Nei, ekki ef allt er eðlilegt.
Einhvers staðar hef ég lesið, að
tankskip séu í lægsta flokki hvað
brunatjón snertir,
— Hvernig má það vera?
—- Skýringin er sú, að á þeim
eru settar strangar reglur um ineð-
ferð elds og rafmagns og þeim
framfylgt. Á hinum ýmsu tankskip-
um eru mismunandi reglur um
þessa hluti, en liér hjá okkur er
sérstaklega ein einföld regla i há-
vegum Iiöfð: Reykingar stranglega
bannaðar á öllum tímum utan dyra.
Brunatjón er jjvi fátítt á tank-
skipum. Því er hins vegar ekki að
neita, að voði er á ferðum, cf eld-
ur verður laus. Þá má reikna með
30—50% mannfalli.
— Hver er algengasta orsök
þess, að kviknar i?
—- Annars vegar gáleysisleg með-
ferð elds, cldfæra eða rafmagns, og
eru bá reykingar oftast tilefnið,
hins vegar ásiglingar.
Til jiess að gera sér grein fyrir
því hvílíkur voði er á ferðum við
ásiglingu, getum við tekið dæmi:
Rekist þettta skip fullfermt og á
fullri ferð á annað kyrrt er höggið
Sverrir Þór, skipstjóri.
„Samþykkt“. Fundur í tómstunda-
félaginu.