Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 23
SJÓNVARPSTÆKI Einu sinni rifust menn um það, livort rétt væri að leggja talsíma uin landið. Núna getur enginn komist af án simans. Einu sinni rifust mcnn um það, hvort rétt væri að koma á fót útvarpsstöð hér á landi. Nú þykir útvarpstækið jafn sjáifsagt á hverju heimili og eldavélin. Nú hnaklcrífast inenn um það, hvort íslenzkt sjón- varp eigi rétt á sér. Ilvað sem rifrildinu líður, er hitt víst, að sjónvarpsstöð verður stofnsett hérna eins og annars staðar, áður en langt um líður. Það fá þrongsýnisraddirnar ekki i'yrir- byggt til lengdar. Fyrsti og verðmætasti vinningurinn í verð- launagetraun Vikunnar að þessu sinni er glæsi- legt og vandað sjónvarpstæki af PHILCO-gerð frá 0. Johnson & Kaaber. Tækið kostar kr. 18.000 í útsölu og er hin mesta hibýlaprýði. 0. Johnson & Kaaber hafa undanfarin þrjú ár selt hundruð PHILCO-sjónvarpstækja, sem reynzt hafa prýðilega í alla staði. Er óhætt að fullyrða, að tæki þessi séu meðal hinna full- komnustu, sem í notkun eru hér á landi. Þau eru gerð fyrir að taka á rnóti efni frá banda- riskum sjónvarpsstöðvum, eins og t. d. Kefla- víkur-stöðinni, en með smábreytingu má ná sendingum frá öðrum stöðvum einnig. Verk- smiðjurnar framleiða sem sé lítið • tæki, nokk- urs konar breyti, sem kosta mun uin 1000—1500 kr. Þegar hreytir þessi hefur verið settur í sam- band við aðaltækið, nær það sendingum hvaðan sem er, hvort sem um evrópska- eða bandaríska kerfið er að ræða, ef önnur skilyrði eru fyrir liendi. Vinsældir sjónvarpsins fara ört vaxandi hér á landi sem annars staðar, þótt við höfum enn sem komið er ekki um marga kosti að velja í efnisvali. Þeim fer fjölgandi dag frá degi, sem liorfa á Keflavíkur-sjónvarpið, og menningin stendur sig samt eins og hetja og virðist hvergi riða til falls af þeim sökum. Þess vegna er Vikan þess fullviss, að sá, sem hreppir fyrsta vinninginn i getrauninni og sezt inn í stofuna sína eftir vinnudag og nýtur þessarar skemmti- legu uppgötvunar tuttugustu aldarinnar, mun ekki bíða tjón á sálu sinni, heldur hafa bæði gagn og gaman af því, sem birtist á 23 tommu breiðum skerminum á nýja Philco-tækinu. VERÐLAUNAKEPPNl VIKUNNAR FERÐ TIL MEGINLANDSINS Sá, sem hreppir önnur verðlaunin, á í vændum ferð til meginlandsins, Englands og heim aftur. Farið verður með einhverju af skipum Eimskipafélags íslands til Rotterdam. Frá Rotterdam á vinningshafi síðan kost á að skreppa yfir til Lundúna með hinu glæsilega hafskipi Arkadiu, sem sést hér á myndinni á siglingu. Frá London ekur vinningsafi norður eftir Englandi til Edinborgar í Skotlandi í nýtízku langferða- bifreið frá Scottish Omnibus. Ökuferðin tekur tvo daga og er þá staldrað við á ýmsum merkisstöðum. í Edinborg tekur Eimskip vinningshafa aftur upp á arma sína og býður far til Reykjavíkur á fyrsta farrými á glæsilegasta fleyi íslenzka flotans, Gullfossi. Með „Fossunum" frá Reykjavlk til Hollands og frá Skotlandi til íslands á vegum Eimskipafélags íslands og ineð Arkadíu frá Rotterdam til London á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu, sem einnig sér um ökuferðina frá London til Edinborgar: Býður nokkur betur? 22 VIKAN HUSQVARNA SAUMAVÉL Enginl vafi leikur á þvi, að sænsku Husqvarna saumavélarnar eru meðal vin- sælustutheimilistækja sinnar tegundar liér á landi, enda er það engin tilviljun. Hundruo húsmæðra um allt land hafa sannprófað gæðin og komizt að raun um, að það vandamál í saumaskap er vart til, sem Husqvarna-vélin er ekki fær um að leysa. Þriðji vinningurinn er vönduð Husqvarna Automatic saumavél, eina vélin á markaðinum með innbyggðri hraðaskiptingu. Vélinni fylgir sterk og smekkleg taska með geymsluhólfuin fyrir framlengingarplötu, gangstilli og fylgihluti. Gunnar Ás- geirsson h.f. hefur einkaumboð fyrir Husqvarna hér á landi. Skemtilegur vinningur fyrir herrann, sem ætlar að fylgjast með hausttízkunni: Hattur, hanzkar og regn- hlíf frá P&Ó herradeild, Austurstræti 14. Nauðsyn- legir hlutir fyrir hvern þann karlmann, sem vill vera vel til fara. Verzlunarmennirnir hjá P&ó aðstoða vinnandann við að velja smekklega samstæðu, t. d. enskan hatt og regnhlif og ítalska hanzka. Vinning- urinn gildir jafnt fyrir hvaða karlmann sem er, kvæntan, heitbundinn eða ólofaðan. Á myndinni sjáum við skrautmuni frá Skarti h.f., sem sérstaklega eru smíðaðir fyrir verðlaunagetraun Vikunnar. Skyrtuhnappa- og bindisnælusett úr 925 sterling silfri fyrir herrann og gullfallegur gullhring- ur með „Alexandrite“-steini fyrir dömuna. Vikan öfundar þann karlmann, sem festir fyrst hnappana í skyrtuna sína og næluna i bindið sitt og dregur síðan glitrandi djásnið á fingur eiginkonu sinnar, kærustu eða bara vinstúlku. Hinn vinsæli skemmtistaður „við sundin blá“, Klúbburinn við Lækjarteig, býður tveimur gest- um upp á allar þær veitingar, sem staðurinn getur framreitt og með góðu móti má njóta á einu kvöldi. Það þarf áreiðanlega enginn að fara óánægður út eftir slíka kvöldstund. Við notum tækifærið og óskum tilvonandi vinnings- hafa góðrar skemmtunar, því að við vitum af eigin raun, að það er alveg óhætt. GETRAUNIN: HVAÐ HEITIR FJALLIÐ? -— ^— --Klinnið hár- Bláfell, Arnarfell ið inikla, Hrútfell, Eiríksjökull, Herðubreið, Torfajökull, Hekla? GETRAUNARSEÐILL NR. 4. Fjallið á myndinni er ekki alveg á næstu grösum við okkur Sunnlendinga — en það getur nú verði gott fyrir því. Það stendur uppi á hálendinu, sem er yfirleitt merkilega mishæðalaust. Þess vegna gnæfir þetta myndar- lega fjall langt yfir allar ómerkilegar hæðir; blasir við úr langri fjarlægð og horfir yfir hraunið, sem útilegu- menn höfðu sérstakt dálæti á. Þetta fjall er mjög reglulegt í lögun, hvar sern á það er litið: Lág trjóna í miðju, sem líklega er gamall og útbrunninn gígur, hamrabelti efst en síðan skriður á allar hliðar. Myndin er tekin við lindir nokkrar, seni einmitt eru kenndar við fjallið. Hvað heitir fjallið? I FJALLIÐ HEITIR I H NAFN ........... «<U £ HEIMILI ........ s g SÍMI ........... VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.