Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 16
Eva vaknaði til meövitundar viö
að einhver vein eöa kveinstafir bár-
ust aö eyrum hennar. Fyrst í stað
gat hún alls ekki gert sér ljóst hvar
hún var. Allt var niöamyrkt og hún
lá svo óeðlilega samankreppt. Eitt-
hvað mjúkt og svart lá að andliti
hennar; hún þreifaöi fyrir sér og
reyndi að losa um það og fann þá
að þetta var ferðaábreiða, sem vafist
hafði um höfuð henni. Þá heyrði hún
kveinstafina enn, og allt í einu mundi
hún hvað gerzt hafði .... mundi að
hún hafði séð tréð koma æðandi til
móts við þau ....
— Einar, Einar .... hrópaði hún,
en fékk ekkert svar.
Henni tókst að losa ábreiðuna af
höfði sér og sá að bíllinn hafði oltið
á vinstri hlið, allt var fullt af gler-
brotum og dyrnar hægra megin höfðu
hrokkið upp. Aum og stirð skreið hún
út. Hana svimaði.
Enn heyrði hún veinin. Karfan með
kettlingnum hafði slöngvast út úr
bílnum drjúgan spöl. Það var kettl-
Eva tók sprettinn. Hún haföi kvalir
um allan líkamann, en örvæntingin
og óttinn knúöi hana áfram. Hún
vissi að hún hafði ekki verið nema
nokkrar mínútur á leiðinni, þegar
hana bar að hliðinu hjá Hansen, en
þó þótti henni sem það hefði veriö
eilífö löng. Svo reikaði hún inn um
hliðið og neytti síðustu kraftanna til
að knýja dyra. Almáttugur .... ætl-
aði þá enginn að koma til dyra? Jú,
loksins heyrði hún fótatak nálgast.
— Við ókum út af! mælti hún í
fáti. Get ég fengið að hringja ....
Einar Bang læknir ....
Röddin bilaði. Frú Hansen tók und-
ir hönd Evu og studdi hana inn, þang-
að sem siminn var.
— Fáið yður sæti, sagði hún. Eg
skal hringja. Þér getið ekki talað í
síma eins og á stendur, sagöi frú
Hansen.
En Eva þreif talnemann af henni.
— Sendið sjúkrabílinn tafarlaust að
stóru beygjunni milli sjúkrahússins
og Fosshlíðar og hafið allt búið undir
— Viö verðum aö losa hann úr
bílnum, sagði garðyrkjumaðurinn.
Ljáðu okkur hendi, Pétur .... það
er aldrei að vita hvenær sjúkrabíll-
inn kemur ....
En Eva hikaði við. E'f um brjóst-
kassabrot væri að ræða, gat verið
mjög hættulegt að hreyfa Einar, án
þess læknir væri viðstaddur og legöi
á ráðin — ekki hvað sízt ef stýris-
teinninn hafði gengið á hol. En ef
það drægist að sjúkrabíllinn kæmi
á vettvang, gat verið ekki síður
hættulegt að láta hann óhreyfðan.
Hún þreifaði enn eftir slagæðinni.
Jú, það var lifsmark með honum enn.
Hún hafði ekki neinar áhyggjur af
blóðinu á andliti hans — sárið á enn-
inu var að öllum líkindum grunn
skeina, þótt mikið blæddi. Það voru
innri meiðslin, sem hún kveið ....
— Við verðum að hætta á það,
sagði hún loks. En við verðum að
sveigja stýrið til hliðar. Pétur —
farðu inn í bílinn, og taktu svo á
stýrinu af öllum kröftum .... en þér,
tekiö eftir því fyrr, aö ermin á ein-
kennisbúningnum var hengilrifin, og
blóð vætlaði úr meiðslunum. Þaö
skipti í rauninni ekki neinu máli.
Það var ekki nema eitt, sem máli
skipti úr þessu .... að Einar mætti
iifa. Hann mátti ekki deyja. Guö
mátti ekki .... mátti ekki .... Hvers
vegna varð ég ekki heldur fyrir þessu,
hugsaði hún og tárin streymdu niður
vanga henni.
Pétur hafði fundið körfuna með
kettlingnum i.
■—- Sá hefur sloppið merkilega vel,
þykir mér, varð honum að orði.
— Viltu vera svo vænn að gæta
hans, svaraði Eva lágum rómi. Ráðs-
konan í sjúkrahúsinu á aö fá hann.
Eg var að fara með hann til henn-
ar ....
— Það hefur svo orðið yðar heppni,
sagði Hansen garðyrkjumaður, sem
var að athuga bílflakið. Þér hafið
setið í aftursætinu þess vegna. Ef þér
hefðuð setið í framsætinu, við hlið
læknisins, þá .... Jú, þetta er ein-
Það var hjarta Einars,
sem Bertilsen var
kominn inn að . ......
hjarta mannsins, sem
stóð í veginum fyrir því,
að hann mætti njóta
ástar Lilian .. ........
FRAMH ALDSSAGAN
II. HLUTI
EFTIR BODIL ASPER
ingurinn, sem kveinaði.
Annars var allt hljótt. Annarlega,
lamandi hljótt. Einar lá fram á stýr-
ið, meðvitundarlaus, og blóðið rann
niður andlit honum.
Einar .... ef hann .... nei, það
gat ekki átt sér stað. Hún tók um
úlnlið hans og fann að slagæðin
bærðist, en ákaflega veikt. Hann var
þó með lífsmarki. Sem snöggvast kom
henni til hugar að reyna að losa hann,
en áttaði sig óðara á að slíkt gat
verið mjög hættulegt, ef hann hefði
fengið stýrisstöngina i kviðinn; þá
gat það riðið honum að fullu, ef hann
væri hreyfður ógætilega. En hvernig
átti hún að ná í hjálp? Hún svipaðist
um. Hún varð að fara heim á einhvern
bæinn og fá lánaðan síma. Það gat
ekki verið mjög langur spölur heim
til Hansen garöyrkjumanns.
16 VIKAN
skurðaðgerð. Bang læknir er alvar-
lega slasaður. Hringið heim til hans
og gerið viðvart .... en tafarlaust.
Ég hringi frá Hansen garðyrkju-
manni.
Frú Hansen hafði kallað á eigin-
mann sinn; hann kom inn rétt í
þessu og sótti koníak í glasi og neyddi
Evu til að drekka.
— Eruð þér ekki slösuð sjálf, ung-
frú Eva, spurði Hansen garðyrkju-
maður. Hvílið þér yður hérna heima;
við Pétur skreppum á slysstaðinn.
— Ég verð að koma með ykkur.
Það er svo margt, sem hafa verður
aðgæzlu með .... en við skulum
hraða okkur. Við megum ekkert and-
artak missa.
Einar lá fram á stýrið i sömu skorð-
um. Andlit hans var alblóðugt og stór
blóðblettur á jakkanum hans.
Hansen .... reynið að mjaka honum
til eins gætilega og yður er unnt ....
Svona .... hægt og gætilega ....
— Getið þér rétt mér hjálparhönd,
ungfrú .... Þetta er dálítið örðugt
fyrir mig einan.
— Já, auðvitað, svaraði Eva, og
tók á öllu, sem hún átti til. Það var
satt, það þurfti bæði krafta og gætni
við.
E'n það tókst að lokum. Þau lögðu
hann í grasið; það varð ekki annað
séð, en hann væri þegar liðið lík. Eva
settist við hlið honum. Nú var ekki
nema um það eitt að velja .... aö
bíð,a. Fyrst að bíða þess, að sjúkra-
bíllinn kæmi. Síðan ....
Nú fyrst fann hún hve óstjórnlega
þreytt hún var orðin. Og nú fyrst varð
hún þess vör, að hún var meidd. Eink-
um á vinstri armi. Hún haföi ekki
kennilegt. Rétt eins og forlögin hafi
tekið til sinna ráða. Fallegur kettl-
ingur, ungfr-ú .... Ég fæ ekki skilið
hvernig þetta hefur atvikazt. Einar
læknir ók aldrei glannalega.
— Undarlegt líka að bíllinn skuli
ekki hafa orðið fyrir meiri skemmd-
um. Þetta hlýtur að hafa verið gífur-
legt högg .... sjáðu hvernig stofn-
inn ....
Pétur, garðyrkjuneminn, benti á
brotið grenitréð. Gekk síðan aö bíln-
um hinum megin og athugaði grind-
ina.
— Komdu og sjáðu, kallaði hann
til Hansen. Vinstra framhjólið hefur
losnað af.
— Hvað segirðu, drengur, spuröi
garðyrkjumaðurinn og gekk þangaö.
— Já, satt segirðu .... hjólið hefur
losnað af. Það er einkennilegt.