Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 21
Gwendoline litla frá Jamaica: „Kannski seinna .. . ? Hótelstjórar og blaðafulitrúar hafa í mörg horn að líta: „Ekki þó níð um hótelið okkar!“ A En sumir kunna að vera á annarri skoðun — namm-namm! „Herbergisþernurnar eru hjarta hótelsins“. — Peggy hin írska kann vissulega að búa um rúm. veitingáslofur, þar sem fá má allt frá smárétt- um, serveruðum í skyndi, upp i stóra mið- degisverði. Auðvitað er svo þarna ferðaskrif- stofa, og i forstofunni getur maður látið gera við úrið sitt, ef það skykli bila, fengiþ lán- aða rítvél o.s.frv. Þá eru í hinu mikla anddyri alls konar búðir: apótek, sælgætisverzluu, tóbaksbúð, skartgripaverzlun o. fl. Við fáum smám saman grun um, að þetta sé nokkuð stórt hótel, því að i anddyri þessu virðist allur lieimurinn eiga sér stefjjumót. Menn í öllum iitum, sem til eru á jörðu, mæt- ast þar og í veitingasölunum. Smávaxnir Japanir, gulir og gulbrúnir Kínverjar, Negrar í svörtum og brúnum litbrigðum, meira og minna litað fólk víðs vegar úr Asíu, tndverjar — og fjöldi manna, sem ekki er gott að gizka á, hverrar þjóðar eru, ganga framhjá i sífelld- um straumi. Allt í einu gnæfir einn maður yfir allán hópinn, mikilúðlegur og höfði liærri en flestir aðrir: Sigurður Jónasson. Hann lif- ast um, eins og hann eigi kofann ■—• og við hlið hans er Halldór skattstjóri. Ég labbaði niður í ölstofuna kvöld eitt áður en ég fór að hátta; það var lilið að gera „Ég vildi nú síður þurfa að lifa daglega á því, sem við möllum hérna!" i augnablikinu, við þjónninn tókum tal saman. Þetta var hress og glaður náungi, smávaxinn, með ítalskt hlóð í æðum, nýgiftur, hlakkaði lil að koma heim til konunnar sinnar á hverju kvöldi. Ég spurði, hvort þau kæmust vel af. „Ágætlega,“ svaraði hann og iðaði af kátinu. „Við erum nýbúin að fá góða íbúð, vorum rétt að enda við að hreiðra um okkur, þegar strákurinn fæddist.“ — „Ég óska þér til ham- fngju,“ sagði ég. „Það hlýtur að vera gaman að eiga strák?“ — „Stórkostlegt!“ sagði hann með hrifningarsvip. „Þú kynnist margs konar fólki hérna?“ sagði ég í spurnarrómi. „Er þetta ekki skennnti- legt starf?“ „Jú, ég hef lika alveg sérstaklega gaman af að sjá menn viðs vegar að úr heiminum og tala við þá. — Hvaðan enið þér annars? Ég sagði honum það, og íslendingum kun'ni hann góð skil á. „Þeir drekka oftastnær dansk- an bjór; hressir menn, tala hátt, hlæja lijart- anlega, ágætisfólk.“ I sama hili heyrðist tröllahlátur skammt frá mér, og glaðle'g rödd sagði stundarhátt: „Ja, mikið helviti, maður!“ Framhald á bls. 34. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.