Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 13

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 13
Viðtal við GUÐJÓN SIGURÐSSON leikfimiskennara „ÆTLI VENUS ÞÆTTI MIKIL SKVÍSA“ — Auk þess vantar sorglega mikið upp á það, að allur obbi islenzkra unglinga nenni að rétta úr sér, segir Guðjón, ■—- segir svo ekki meira í það sinnið, lieldur hverfur i hvita sloppnum sinum inn í næsta herbergi. Liklega er heldur litið talað þarna á Sjai'n- argötu 14. tJtlendingar, sem hafa komið þang- að til vinnu, hafa komizt af með sáralitinn orðaforða: „beygja — rétta — hægri — vinstri — upp — niður — og bless". Þarna er nú æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. En Guðjón er búinn að gera mig forvitinn. Ég bið og bið. Stöku sinnum strunsar fram- hjá mér hvitur sloppur, en ekki er það slopp- urinn hans Guðjóns, því haus sloppur er lang- stærsti sloppurinn þar um slóðir, og fyllir Guö- jón þó vel út i hann, enda kempa mikil, eins og sniðinn út úr fornsögunum. Guðjón þessi er Sigurðsson og Hafnfirðing- ur i þokkabót, og ekki sé ég að liann liafi mik- iö fyrir þvi að rétta úr sinum kempuskrokk. Reyndar skortir hann ekki þjállun, hann Guð- jón, þvi að hann hafði veriö leikfimikennari við barnaskóiann i Hafnarfirði i heil fimmtán ár. Þá datt lionum skyndiega i hug að skreppa til Noregs, og það var þar, sem hann l'ékk hvita sloppinn sinn. Loksins birlist stóri sloppurinn. Hvað var liann að gera til Noregs? — 0, það var miklu frekar tilviljun, að ég tók að stunda nám þarna. Nú, en einhvern veg- inn komst ég i þennan skóla, og nú er ég visl að kalla fullnuininn i fysio-terapi, eða „sjúkra- þjálfun" (leiðindanafn þetta „sjúkraþjálfun“, skýtur hann inn i). — Og þú ert fyrsti karlmaðurinn, sem legg- ur þetta fyrir sig? Ekki segist hann vera það, heldur númer tvö. En livað var hann að segja um, að ungi- ingarnir nenntu ekki að rétta úr sér? — Hvers vegna nenna þeir þvi ekki? — Ég hefði haldið, að það stafaði af leli, el' menn nenna ekki einhverju. Annars kem- ur ýmislegt til — ófullnægjandi leikfimi- kennsla þá fyrst og i'remst. Mjög er þetta á- berandi hjá ungu stúJkunum, sem verða sí- bognar i hnjáliðnum af því að ganga í allt of stuttum pilsum og háhæluðum skóm, sem þær ráða ekkert við. — Er þá meiri reisn yfir ungu íólki erlend- is? — Ég er helzt á þvi. Unga fólkið liérna er ekki nógu „reffilegt", finnst mér. líannski ger- ir herskyldan sitt gagn erlendis — já, og það gerir hún tvimæiaiaust. —- Hvað viltu þá gera? — Þjálfa þessa kroppa betur en raun er á — annað ekki sosum. Pað hefur, finnst mér, mikið skort á, að kvennaleikfimin væri full- nægjandi — eða þá að stúlkurnar hai'a verið of vægar við sjállar sig. Kvennaleikfimin byggist að mestu á mykt — sein auðvitað er sjáilsagt með — en piurnar vilja helzt ekkert reyna á sig, til þess að lá þessa tign, sem prýðir hverja konu. Það kostar auðvitað margra ára þjálf- un aö ná lieilnrigðum og tignarlegum limaburði, en mér iinnst það íjárakornið tilvinnandi. Likiega veit Guðjón hvað liann er að segja — hann er a iimmlan árum búinn að kenna mörgu barninu a'ö rétta úr sér — einungis með skynsamlegu sprikli. iiann segir aö nýja starf- inu svipi mjög til liins iyrra, nema hvað það sé öilu persónulegra og árangurinn veiti oi't meiri fullnægingu. En livað er liann Guðjón að segja? Hafa er- lendir ferðamenn ekki einmitt orð á þvi, hversu fagurlima'öar og tignarlegar stúlkurnar okkar eru? Eða er þetta sagt alls staðar i heiminum? Einhvern vegiun l'ara tízkudömurnar okkar og f'egurðarfulltrúar að þvi að breyta limaburði sinum til batnaðar á svipstundu, finnst manni. Ætli séu einhver brögð í tafli? — Oftar en ekki, er ég hræddur um. Það væri vel tilvinnand' fyrir hvern mann ajS setj- ast niður á Auslurvöll og stúdera göngulag fólks- ins. Þetta vorum við á skólanum látin gera i miðri Osloborg — og þurl'tum lögregluvernd til. Það mættti l'lokka göngulag i marga flokka. Það, sem óprýðir livað mest ungpiurnar okk- ar i stuttu pilsunum, er það sem ég vii lcalla „sitjandi göngulag", þær ganga, eins og þær séu siljandi; líða einhvern veginn áfram.-----Ojá, það má læra margt á skömmum tíma. Margar tízkudömurnar okkar temja sér limaburð og lik- amsstellingar, sem eru þeim hreint ekki holl- ar. Að visu eru þær ekki lengi að þvi að fá vissa reisn eða tign, en sorglega oft er þetta hreinasta gervitign, sem blekkir augað i fyrstu, cn þegar betur er að góð, er „hollingin“ orðin langt frá þvi eðlileg. Auk þess kunna þær. tízku- dömurnar, að klæða af sér, það sem illa fer. Auðvitað er ég ekki með þessum orðum min- um að brennimerkja allar íslenzkar tizkudöm- ur — siður en svo. — Hvernig fara þær að því að blekkja okkur? — Eins og ég segi, getur vel verið, að þessi „reisn“ þeirra sé einmitt það, sem augað girn- ist — karlmannsaugað. En þegar eðlilega reisn skortir, læra þær að fetta sig á allan hátt, keyra höfuðið aftur og reigja mjaðmagrindina fram á við, fattar i baki. Auðvitað er slikt langt frá þvi að vera likamanum eðlilegt, því að þyngd- arpunkturinn flyzt á alrangan stað. Vöxtur og limaburður breytist auðvitað ögn eftir fegurðar- smekk hvers tíma. Venus frá Mila er rétt og falléga sköpuð — en ætli hún þætti mikil „skvisa“ hérna í Reykjavík? Og hvernig ætlar Guðjón að breyta þessu til batnaðar? Með meiri leikfimi? —- Ekki endilega ineiri, heldur skynsamlegri leikfimi. Mér finnst satt að segja skratti hart, að þurfa að fá hingað til meðferðar ungt fólk, sem stirt er orðið i öllum liðamótum, eða þá lízkudömur, sem fattar eru orðnar af eilifum reigingum. Þetta kannast ég svosem við frá Noregi. Og mér leizt ekki á blikuna, þe«ar ég settist niður á Austurvelli um daginn og „skoð- aði“ fólkið: Einhver þeirra, sem ég skoðaði, á eftir að lenda i klónum á mér hérna, ef hann tekur sig ekki á. Og nú stendur Gujón upp og réttir úr öllum sínum skrokki, eins og til þess að undirstrika orð sín — og stóri hvíti sloppurinn hverfur. Ég toga víst ekki meira upp úr honum að sinni, svo að mér er bezt að ré — umh — etta úr mér og fara. Unga kynslóðin okkar býr við öll hin ákjós- anlegustu skilyrði til þess að verða hraust og „reffileg“ — og það væri sorglegt að sjá hana misnota þessi sérréttindi sín. G.B. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.