Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 11

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 11
ÞaS var ekið á ko«u með þrjú börn á hæðinni þar sem fiskhjallarnir gömlu stóðu. Þetta var fáfarin leið að öllum jafnaði, en börnin voru lítil og konan hefur sjálfsagt ætlað að stytta sér leið. Maðurinn, sem fyrst kom að, var á bil. Þegar glamp- inn frá billjósunum féll á hrúguna: barnavagn á hliðinni og þrjú lítil börn, sem kastazt höfðu sitt i hvora áttina og konu, sem lá í hnipri, hélt hann að þetta væri martröð. Ósjálf- rátt steig hann á hemlana og bjóst næstum við, að þessi óhugnanlega sýn mundi hverfa. Hann hafði lesið um svona slys í blöðunum og kann- ske séð eitthvað þessu líkt í bíói, en hér var blákaldur sannleikur, og kaldur, já, því nú var vetur og skugg- sýnt þarna á hæðinni. Hann ók að næsta íbúðarhúsi og bað um sima, hann reyniii að útskýra, hvers vegna hann ætlaði að hringja, en konan, sem opnaði fyrir hann, horfði svo einkennilega á hann, eins og hún væri hálfhrædd við hann, hleypti honum inn án frekari útskýringa. Hann liringdi til lögreglunnar, en þetta varð eitt af þeim atvikum, sem gerð eru að grini í skrýtlusögum. Hann stamaði mikið og var svo skjálfraddaður, að lögregluþjónninn var lengi að skilja hvað hann var að segja, en loks þegar það skildist, trúði hann honum ekki, en hélt að hann væri einn þeirra, sem alltaf eru að gabba lögregluna. Samt sendu þeir lögreglubíl á vettvang. Maðurinn beið þar, og fleiri höfðu safnazt saman, er slysið fréttist. Þeir báru börnin og konuna inn í bilinn og óku með þau á Slysavarðstofuna. Þar kom fljótlega í ljós, að börnin voru meira og minna brotin og öll dáin, og konan svo mikið sködduð, að tvísýnt var um líf hennar. Mað- urinn, sem hafði fundið þau, sat þarna á stól, utanveltu við allt. Hann gat ekki stöðvað skjálftann, sem breiddist út yfir allan likamann. Nú loksins fór taugaáfallið að segja til sín. Honum var leyft að hvílast og jafna sig og siðan farið með hann á Lögreglustöðina. Þar var liann spurður. Hann sagðist hafa ekið til vinnu sinnar yfir hæðina og skyndi- lega hafi hann séð konuna og börn- in og barnavagninn á hliðinni rétt utan við veginn. Augljóst var, að dekkið á einu hjóli barnavagnsins hafði iosnað af og konan farið út af veginum til að gera við það. Liklega hefur hill ek- ið á vagninn, börnin dáið samstund- is, en konan sloppið betur, þvi að hún hafði næstum legið á jörðinni og bisað við að koma dekkinu á. Lög- reglan lét manninn fara, eftir að hafa fengið loforð hans um að koma hvenær sem hann yrði kallaður. Á konunni fannst peningaveski með smápeningaupphæð, en ekkert heimilisfang, nafn eða símanúmer. Þeir urðu að biða, þangað til ein- liver hringdi og spyrðist fyrir um eiginkonu og börn, en engan þeirra fýsti að svara þá í simann. Um áttaleytið hringdi maður og spurðist fyrir uin, hvort nokkurs staðar hefði orðið slys. Hann kvað konu sína hafa farið rétt fyrir sex frá frænku sinni, en hún væri ekki komin enn og hann skildi ekki af hverju, þvi hún hefði verið með öll börnin og væri ekki vön að vera svona lengi. Þeir urðu að segja hon- um allt hið sanna og hann fékk að fara upp á sjúkrahúsið til konunn- ar. Þeir reyndu að segja honum á leiðinni, að síðan þeir fundu liana og börnin, hefði allt verið gert til þess að komast að því hver hefði orðið valdur að slysinu, en flúið síðan. Ó- hugsanlegt var, að sá sem slysinu o.li, hefði ekki veitt því athygti. En maðurinn horfði beint fram fyrir sig og heyrði ekki í þeim, sá þá ekki. Hann sá aðeins þrjú barns- andlit og heyrði þau segja „bless pabbi“, eins og þau sögðu við hann í hádeginu um leið og hann flýtti sér út með brúsann og brauðboxið, meira að segja yngsta barnið kunni að segja „bless pabbi“. Þessir fjár- sjóðir hans, eins og hann kallaði þau. Hann liafði sagt þeim í gamni gamalt ævintýr um mann sem fann þrjá fjársjóði og eignaðist þver- summuna og lifði hamingjusamur til æviloka. í tveggja herbergja þröngu kjallaraibúðinni, sem þau höfðu verið að berjast við að eign- ast, hafði liamingjan ríkt, þrátt fyr- ir fátækt og basl. Nú hafði liann verið sviptur þessu öllu og litlu saklausu fjársjóðirnir hans höfðu dáið fyrir vangæzlu einhvers öku- fants, því Birna fór alltaf svo var- lega, „það eru ekki lengi slysin til að vilja“, var hún vön að segja. Og hún sjálf, nú lá hún og kvaldist alein í ókunnu herbergi og vafa- samt að hún mundi nokkru sinni ná sér. Hann sat inni hjá henni, vakti ýmist eða svaf sitjandi á stóln- um þrjár nætur. Á fjórða degi komst hún til með- vitundar og spurði fyrst um börnin. Hann varð að segja henni allt, en þá var hann búinn að gráta svo mikið að það var eins og hann gæti ekki grátið meira og hún grét ekki heldur. Hann hélt, að hún hefði ekki skilið það sem hann sagði, en Ingi- björg hafði nú samt skilið hann. Tvo sársaukatíma fannst henni sem hún svifi yfir rúminu, það sem hann var að segja henni og társtorkið andlit Hjálmars var aðeins sá sárs- auki, sem blundað hafði í henni. Mitt í allri kvölinni hafði hún vitað þetta, aðeins ekki getað gert sér grein fyrir hvað það var sem olli henni þessum sársauka. Þau þögðu bæði um stund, svo spurði hann: „Sástu bílinn?“ „Nei,“ svaraði hún,'„jú, ég sá hann bara koma, ég var að gera við dekk- ið, svo lcit ég upp og sá hann koma á mig og og . ..“ „Já,“ flýtti hann sér að segja. Litlu siðar hvíslaði hann: „Þau hafa vist dáið samstundis.“ Hann gat ekki talað um þetta án þess að tárast, það vildi liann ekki svo hún sæi, af ótta við að liún færi cinnig að gráta. Nóg var hann búinn að þjást einn. Hann sat hjá henni lengi þar til hún sofnaði aftur, þá fyrst fór liann heim og hvíldi sig. Albert lögreglufulltrúi fékk þetta hræðilega slysamál til meðferðar. Hann óaði við því, en samt var hann ákveðinn i því að finna söku- dólginn. Margt hafði hann komizt i kynni við, þrátt fyrir stuttan starfsaldur. Hann var um þrítugt og var alltof meyr og tillitssamur til þess að geta orðið verulega góð- ur lögregluþjónn. Það kom auðvitað í lians hlut að tala við Ingibjörgu á sjúkrahúsinu, jafnskjótt og lækn- ar leyfðu það. Alla leiðina kveið hann tárunum og kveinstöfunum, liann fann sig skorta manndóm til þess að hlýða á sllkt. Það fór á annan veg. Ingibjörg sagði honum nákvæmlega það sama sem hún hafði sagt manni sínum. Hún hafði farið frá frænku sinni rétt fyrir hálf sex. Til að stytta sér leið hafði hún far- ið yfir hæðina, þó að brekkan væri alltof brött fyrir smávaxna konu með þrjú lítil börn og þungan vagn. Rétt þegar hún var komin upp brekkuna, fór dekkið af vinstra framhjólinu. Hún fór út af veginum til þess að laga það. Þegar hún var að bisa við að koma dekkinu á, hafði hún allt í einu séð ljósglampa og heyrt i bíl, svo hafði hún feng- ið ofsalegt högg, en síðan mundi hún ekkert þangað til hún vaknaði í rúminu á sjúkrahúsinu. Hún hafði alls ekki getað greint hvaða bílteg- und þetta var. Ekki heldur greint neitt andlit bak við rúðuna, ekki þannig að hún gæti lýst þvi. En hún hafði séð svip fullan viðbjóðs, og henni hafði sýnzt augun beinast að höndum hennar, sem voru óhreinar af aur og mold, af því að vegurinn var næstum auður og delckið mjög óhreint. Albert skrifaði þetta allt hjá sér vandræðalegur. Hann hafði byggt von sína á að Ingibjörg hefði tekið eftir hvaða bíltegund þetta var, hvort ökuþórinn hefði verið karl- maður eða kona, hvort einn eða fleiri hefðu verið i bilnum. Að minnsta kosti hafði hún ekkert séð nema svipinn, allt hafði slceð svo fljótt að hún gat ekki gert sér ljósa grein fyrir neinu nema því, að hún var búin að missa öll börnin sín. Þetfa síðasta sagði hún ekki, og hann skildi það vel. Þetta var ung kona, en mjög þreytuleg, sem hvRdi þarna á koddanum og horfði á hann társtorknum augum. Hann gat ekki sagt henni, að greinilegt var, að eyðulögð hefðu verið af ráðnum hug hjójförin í mojdinni. Hann var þungur i skapi þegar hann kvaddi Ingibjörgu. Það var verra en hann hélt, að ráða fram úr þessu. En Ingi- björgu grunaði að það hefði verið kona, sem ók bílnum. Sigurlina var ó leið heim til sín úr vinnunni en bafði farið í ákveðna búð í öðru hverfi en hún átti heima i, til þess að kaupa sér sérstakt kin- verskt te, sem hún vissi að var til þar. Sigurlína var gjaldkeri í banka og hafði farið til framhaldsnáms i Englandi og fyrirleit kaffiþamb landa sinna af hedlum hug. Hún liafði nýskeð fengið sér nýjan bíl frá Evrópu. Sigurlína hafði andúð á þessum stóru, alltof krómuðu amerísku bílum, sem ekkert erindi eiga á þessa vegi. Hún hafði svo Framhald á bls. 36. VIKAN IX

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.