Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 5
stofurnar í Skúlatúni, þar sem borg-
arfulltrúarnir halda fundi sina, svo
að hægt væri að sulla sæmilegum
skammti af dýrðinni fyrir nasirnar
á fulltrúunum, í þeirri von, að ein-
hver þeirra sé með öll skilningar-
vitin í lagi. Má ég þá heldur hiðja
um gamla góða kúaskítinn.
Þefnæmur.
--------Ekki býst ég við, að
„gamla góða kúaskítsanganin"
þyki ýkjagóð, en hvað er ekki
skárra en skarni? Eins og einnver
benti á í þessum dálkum, er mað-
ur hættur að finna lyktina af vor-
inu fyrir þessum fjára. Það væri
annars nógu gaman að sjá okkar
ágætu laganna verði ráðast til at-
lögu gegn þessarri pestarmixtúru.
Og ef dæma má af ofangreindri
grein Lögreglusamþykktarinnar,
verður lögreglan veskú að Iáta til
skarar skríða, eða dreifa gasgrím-
um um byggðarlagið.
Rafmagnað gólfteppi . . .
Kæri Póstur.
Við hjónin keyptum okkur fyrir
skömmu stórt gólfteppi, sem er hið
fallegasta i alla staði. En við vorum
ekki lengi búin að eiga teppið, þeg-
ar við komumst að því, að það gefur
frá sér veikan rafmagnsstraum, sem
er allt annað en þægilegur. Maður
má ekki koma við málm eða slikt,
svo ég minnist ekki á annað fólk, án
þess að straum leggi á milli, og ]xað
kveður svo rammt að þessu, að það
neistar á milli i myrkri.
Getur verið, að rafmagnsleiðshir
„leki“ einhvers staðar út í gólftenP-
ið? Þú fyrirgefur, en ég hef nii ekk-
ert vit á svona hlutum, en mér finnst
þetta heldur skrítið. Það má kann-
ske venjast lxessum fjára, en maður
verður þá að passa sig á því að
standa ekki á teppinu eða vera i
einangruðum skóm, þegar maður
tekur í höndina á gesti, sem rekst
inn.
Segðu mér, Vika mín, getur þessi
fjandi verið eðlilegur?
Einn í stuði.
— _ — Þetta er ákaflega eðli-
legt allt sanxan og fer eftir nokkra
mánuði, þegar teppið er farið að
gangast betur. Straumurinn
myndast af núningi. Þú færð ekki
straum einfaldlega með því að
standa á teppinu, þú verður að
hreyfa þig lítilsháttar á því. Svo
er ákaflega misjafnt, hve mikill
straumurinn er. Það fer eftir
vindáttinni. — Brandari? — Nei,
straumurinn fer mikið eftir rak-
anum í loftinu, og rakinn er mis-
munandi, eftir því hvaðan vindur-
inn blæs......................
. . Eina læknisráðið við þessu er
því að fá sér göngutúra um tepp-
ið.
Hreinlætiskröfur...
Kæri Póstur.
Heldurðu að þú viljir ekki benda
leigubílastöðvunum sérstaklega á, að
haft sé eitthvert eftirlit xneð hrein-
læti í stöðvarbílum. Þetta eftirlit
gæti farið fram t.d. á hálfs árs
fresti. Sannleikurinn er sá, að mað-
ur veigrar sér við að panta sér bil,
þvi að sumir bílarnir eru svo illa
útleiknir og daunillir, að mér flökr-
ar við. Það verður að gera einliverj-
ar kröfur til farartækjanna, eltki að-
eins öryggiskröfur, sem bifreiðaeft-
iriitið sér um, heldur hreinlætis-
kröfur. Auðvitað eru þetta leiðinleg-
ar undantekningar, þessir sóðabíl-
ar, en undantekningar eiga bara ekki
að vera til.
Ég vil benda á, að flestir lang-
ferðabílar eru til mikillar fyrir-
myndar hveð hreinlæti snertir. Það
eru sendiferðabilar oftlega ekki, en
menn gera bara ekki eins strangar
kröfur til þeirra. Það eru sem sagt
^nokkrir leigubílar, sem eru svartir
'sauðir, og svarta sauði vilja við-
skiptavinirnir ekki hafa.
Ég vona, að þeir, sem hlut eiga að
máli, taki þessi orð min til greina.
Það hlýtur að vera báðum aðílum til
bóta.
Farþegi.
Blindskák ,..
Síldarbát, 10. júlí 1962.
Vika mín.
Okkur datt í hug, þar sem þú ert
svo margfróð og hefur leyst úr fjölda
margvíslegra vandamá’a, að þú
kynnir að vita, hver hefði teflt flest-
ar samtimablinds.1ákir, hvenær og
hversu rnargar. Þetta er nefnilega
orðið gífurlegt deiluefni og þras á
milli okkar, svo að okkur helzt varla
að vera saman. „Brigzlyrðin ganga
á víxl“. Vonandi hjálpar þú okkur.
Þökkum við svo fyrir allt hið
skemmtilega og margbreytilega, sem
þú hefur flutt okkur, sérstaklega ald-
arspeglana.
Sjómenn á sildarbáti.
-------Síðasta nxetið, senx xnér
er kunnugt um í þessari blind-
skákaríþrótt, sló Argentínumað-
urinn Njadorf árið 1947. Það get-
ur verið, að einhver hafi slegið
það eftir það, en ég tel það ó-
sennilegt. Njadorf tefldi í þetta
sinn 45 blindskákir samtfnxis,
vann 39, gerði 4 jafntefli og tapaði
tveimur! Geri aðrir betur.
Meðal annarra orða: Þið hefðuð
nxátt sleppa gæsalöppunum; það
voru „KLÖGUMÁLIN“, sem ge:xgu
á víxl, eftir þvf sem BólU-Hjálmar
sagði okkur.
getið notið fegurðarleyndardóms Mörthu Hyer
„Ég nota Lux-sápu á
hverjum degi“, segir
Martha. „Ég hef
komizt að raun
um, að hún Æ
verndar hör-
undslit minn
eins og bezt
verður á kos-
hvít, bleik, blá,
græn og gul
,,Lux er min sápa“, segir Martha Hyer. „Ég hef
notað Lux árum saman. Hún var mér góður fé-
lagi, þegar ég kom til Hollywood. Þið megið
ganga að því vísu, að Lux-sápan fyrirfinnst á
snyrtiborði sérhverrar kvikmyndastjörnu".
Já, þegar þér notið Lux-sápu, er ekki eingöngu
urn andtitsþvott að ræða — heldur og fegurðar-
meðhöndlun. Og þér munuð verða Martha Hyer
sammála um það, að betri sápu fyrir hörundið
getur ekki.
9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu
X-LTS 923/tC-804t-5ð
VIKAN 5