Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 4
MAI ENSKIR w u R V A L S F R A K K A R • ULLARFRAKKAR • REGNFRAKKAR REGNFRAKKINN ER IJR — 67% TERYLENE 33% BÓMULL ULLARFRAKKINN ER — ' 100% ULL REGNYARIÐ EFNI NÍMI 1-2-3-4-5 Seðlar... Kæri Póstur. Hvernig í ósköpunum stendur á því, aS það eru ekki búnir til nein- ir fijxnn hundruS króna seðlar? Gömlu seðlarnir eru enn í umferð, og vissulega er mikið gagn af þeim. Mér skilst, að fimm hundruð króna seðlarnir hafi ekki verið framleidd- ir áfram, af því að ekki var talin þörf fyrir þá, en reynslan sýnir nú annað. Það er oft óþægilegt að þurfa að skipta þúsund króna seðlunum nýju, og þess vegna finnst mér sjálf- sagt að láta búa til fimm hundruð króna seðla. Það er allt of mikið stökk frá hundrað króna seðlum upp i þúsund króna seðla. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. DavfS. Hljóðvillt sölubörn ... Kæri Póstur. Vikan hefur á sinum snærum fjölda barna, sem fara með blaðið út um bæinn og selja það ýmist á götum úli eða i húsum. Nú vil ég benda ykk- ur á eitt; þið ættuð að kenna þess- um blessuðum börnum að bera rétt fram nafn blaðsins. í þessu eina orði, VIKAN, geta þau komið bæði lyrir flámælgi og linmælgi, svo að hreinasta raun er að hlusta á það. Mjög fá þeirra bera fram með k- hljóði. Hjá flestum verður það G (Vigan). En sum breyta I í E eða eitlhvert millihljóð þar á milli, svo að úr verður VEGÁN eða VIEGAN. Er ekki liægt að kenna þeim að bera þétta rétt fram, um leið og þau fá biaðið afhent? Guðgeir í Tryggingunum. -----— Það virðist vera ein- hver hefð, að sölubörn tali örg- ustu mállýzkur, flámálgar, hljóð- villtar og afmyndaðar. „Vik- an“ er dálítið óheppilegt nafn fyrir þennan fjára, þar eð það gefur tilefni til ýmissa kenja- hljóða, eins og þú bendir á. En hvað má þá aumingja Vísir segja? Á götum úti heitir hann aldrei annað en VÍ-EE-SER! Við tökum samt tilmæli þín til athugunar og lofum að gera okk- ar bezta til að uppræta þessa sölubarnamállýzku. Éta . . . Mikið hroðalega geta íslendingar annars verið ósmekklegir. Hvers vegna í ósköpunum þurfa menn endi- lega að brúka sögnina að éta i tíma og ótíma? Ertu búinn að éta? Hvar éturðu? Það er víst bezt að fara að éta. Má ég bjóða þér að éta með mér í dag? Éturðu ekki það bezta af fiskinum?------_ Svo bætist sunn- lenzkan ofan á og úr verður éda eða éða. Hvers vegna getur fólkið ekki látið sér nægja að borða eða snæða og látið blessaðar skepnurnar um að éta? Það var einhver að tala um það um daginn, að ómögulegt væri að segja: „Haldið þér kjafti, helvítið yðar“, vegna þess, að í slíkum óvirð- ingarsetningum ættu þéringar alls ekki við. Við getum á sama hátt fund- ið út, að það er óvirðulegra að brúka sögnina að éta en sagnirnar að borða eða snæða. Engum dytti i hug að segja, „snæðið.þér skít, helvítið yðar“, eða „borðið þér skít“, lield- ur „éttu skít, helvítið þitt“. Mathákur. -------Svo mörg voru þau orð og ekki öll óvitlaus. Rétt er þó að benda þér á, að það á ekki að nota sögnina að BRÚKA, heldur á að brúka sögnina að NOTA! Tjásulegar... Kæra Vika. Mig langar til að skrifa þér út af dálitlu, sem mér finnst svolítið ein- kennilegt. Það er það, að flestar þær hárgreiðslukonur, sem ég hef kom- izt í tæri við, hafa verið svo tjásu- legar um hárið, að mesta skömm er af. Maður skyldi þó halda, að þær gætu gefið sér smátíma til að dytta að hárinu hver á annarri. Svo er mér sagt, að margir rakarar í Ileykjavík séu ekkert betri, þeir séu alltaf eins og úfnir hundar um hár- ið óg láti ekki klippa sig nema endr- um og eins. Viltu nú benda þessu hárgreiðslu- fólki á það, Vika min, að það er ekkert uppbfgandi fyrir viðskipta- vinina að koina að sjálfum sérfræð- ingunum með allt hárið I mestu óreiðu. Maður býst ósjálfrátt við, að þetta fólk geti gert betur. Lóa Kalla. Ódaunninn enn . . . Kæri Póstur. Mig langar til að skrifa þér smá- pistil út al' bréfi, sem birtist í dálk- um þínum fyrir nokkru. Ég fór nefnilega að glugga i Lögreglusam- jiykkt Reykjavíkur, og urðu niður- stöður mínar þessar: Tólfti kafli samþykktarinnar fjall- ar um almennt hreinlæti og þrifn- að o.s.frv., eins og segir í kaflafyr- irsögninni. í þeirn kafla er litil grein, sem mig langar að benda borgaryf- irvöldunum á. Greinin er nr. 90 og er úkaflega stutt og skorinorð. Hún er á þessa leið: Á tún, sem liggja að almannafæri, má ekki bera nokkurn þann áburð, sem megnan óþef legg- ur af. Eftir lestur þessarar greinar hlýt- ur maður að sannfærast um, að borg- aryfirvöidin séu gjörsneydd allri þefskynjan, því að vart er við því að búast, að borgin reki vísvitandi stofnun, sem eys þessari andskotans skarna-pest yfir borgarbúa. Það hlýtur að vera einstök list að fram- leiða annan eins dómadags óþef. Fýlan frá verksmiðjunni á Kletti, sem kvartað hefur verið yfir í mörg ár, er eins og hreinasta ilmvatnsang- an í samanburði við þennan óþverra. Ef ekki er hægt að gera þessa ælu- pestaróþverralramleiðslu lyktar- lausa, finnst mér, að við útsvars- greiðendur eigum heimtingu á, að henni sé þegar í stað hætt. Það er verstur andskotinn, að ekki skuli vera sæmilega stór grasblett- ur fyrir utan borgarstjórnarskrif- 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.