Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 9
Freyðandi sjórinn fossar um leiðsl- urnar, þegar tankarnir eru hreins- aðir. kominn á smuroliutunnur, sem síð- an væri raðað i einfalda röð, myndi lengjan ná langleiðina milli Reykjavikur og Hellu á Rangár- völlum. — Hvað tekur langan tima að lesta öll þessi ósköp? — Lestun úti tekur venjulega um einn sólarliring. í Aruba komumst við einu sinni niður í 11 klukku- stundir og tókum þó 5 tegundir um borð. Þetta þótti skjót lestun úti þar, og fengum við vinsamleg um- mæli fyrir ágætt skipulag móttöku um borð. — En aðstæðurnar við afferm- ingu hérna heima? — Þær eru alls ekki nógu góð- ar. Ilér er sltipið aldrei i öruggu lægi. Að vetri til getur hann allt- af rokið snögglega upp og þá þarf að fara frá baujum og út á flóa. •—- Hefur þá eitthvað komið fyr- ir hér? — Já, við höfum orðið fyrir smá óhöppum, dregið til leiðslur, sökkt baujum og tekið niðri í Hafnarfirði, en ekkert stór- vægilegt hefur skeð. — Hvað þarf að gera til úr- bóta? — Hér þyrfti sem fyrst að koma fullkomin olíuhöfn fyrir 30.000 tonna skip, t.d. innan til í Viðey. Þar gæti verið birgðastöð fyrir öll olíufélöítin með botnleiðslum í land og dreifingu í Laugarnesi. Svo þurfum við að eignast fleiri tank- baujur ogitíiskip, þannig að við getum annað þörfum okkar sjálfra, en ekki meira. — Hvers vegna ekki meira? — Mér lízt ekki á, að íslenzkir farmenn sigli á erlendum markaði fyrir erlenda aðila. Það er of ó- likt okkar farmennsku hingað til. Ef ég ætti þess ekki kost að koma heim öðru hvoru, myndi ég hætta á sjónum og fá mér lieldur vinnu við að bera út VIKUNA. — Svo við vikjum nú að öðru, Sverrir. Hvernig gengur líl'ið fyrir sig um borð, hvað gera menn sér tii dægrastyttingar? Flestir byrja venjulega á ]>vi að lesa mánaðarupplag af dagblöð- ununi fyrstu dagana á útleið, og svo tekur önnur lesning við, þegar blöðin liafa verið lesin upp til agna. Einnig hlusta menn mikið á útvarp einkum síðustu ívo dagana á heim- leið, en þá fyrst náum við í „Útvarp Reykjavik". Þá er bókstaflega lilustað á allt, einnig tilkynningar. — Og hvernig líkar mönnum dagskráin? — Dagskráin í heild.er yfirleitt góð, eittbvað fyrir alla, en þó full- mikið af dægurlagagutli. Samt er ég ekkert fnnaíískur og sætti mig full- komlegj við l)að, að þeir sem gaman bafa af sliku, fái sinn skamml. En tónlistina þarf að flokka betur. Lágmarkið er: Klass- ísk músik i einn til tvo klukku- tima á dag, og þá á ég við klass- íska músik, en ekki einhver annar- leg draugabljóð samin af andlaus- um formúluskrifurum, sem þykjast vera prófessíónal kompónistar. Það er slæmt, að ekki skuli lieyr- ast lengra í „Útvarp Reykjavík“ en tvcggja daga siglingaleið suður á bóginn, og kemur það illa heim við uppgefinn styrkleika stöðvar- innar. Notagildið fer einnig tölu- vert eftir þvi hver er hinum megin, við hljóðnemann. Það er því miður Framhald á bls. 39. svo gífurlegt, að það leysir úr læð- ingi orku, sem jafngildir fullum afköstum Sogsvirkjananna i 7 sek- úndur, og það er sannarlega meira en nóg til þess að kveikja í benz- íni. Ef farmurinn brynni allur í þokkabót, myndi sú hitaorka, sem þá leystist úr læðingi, nægja til þess að leysa Sogsvirkjanirnar af hólmi í tæpa fjóra mánuði. — Og hvað er það stór farmur? — Sextánþúsund og þrjúhundr- uð tonn. Ef sá farmur væri allur við vinnu sína. Örn Ingólfsson Jól um borð í Hamrafelli. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.