Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 15
hverfið. Við vorum leiddir inn í herbergi, sem
leit út fyrir að hafa áður verið viðhafnarmikill
móttðkusalur. Tvö geysistór málmskrifborð með
löngu hvítmáluðu grindverki fyrir framan fylltu
út í meginið af herberginu. í einu horn-
inu stóð gamaldags ofn. Þar voru engir stólar
og engir bekkir, ekkert nema grindverkið, sem
við studdumst fram á meðan svartur lýðveldis-
hermaður, með ritvél fyrir framan sig spurði
okkur um fæðingardag, fæðingarár og fæðingar-
stað foreldra okkar. Á borðinu við hliðina á
ritvélinni lá brauðsamloka með osti og luger-
skammbyssa. Bkki kunni lýðveldishermaður-
inn að skrifa á rilvélina en hélt engu síður
áfram í tvær klukkustundir að spyrja okkur
spjörunum úr:
Hvað éru mörg herbergi í íbúð yðar? Iivaða
merki er bifreiðin yðar? Hvað eyðir hún mörg-
um lítrum á hundraðið?
Þegar liann hafði spurt mig í þriðja sinn um
fæðingarár móður minnar stóð hann upp geisp-
andi, tók brauðsamlokuna i hendina en stakk
skammbyssunni 1 beltið og fór út með skilríki
okkar. Annar hermaður þreif af okkur mynda-
vélarnar og fór svo með okkur inn í annað
herbergi á að gizka 5x4 metra, málað ógeðs-
legum gulum lit. Upp í eina gluggann, sem á
því vaf-, var múrað og múrsteinarnir höfðu ó-
þægileg áhrif á mig. Neðan undir glugganum
var loftræsingargangur út úr veggnum. Það var
iskalt inni. Brotið sjónvarpstæki stóð í einu
horninu en meðfram veggjunum voru eitthvað
hálf tylft eða svo af stólum og sófum. Þegar
við komum inn, voru þar fyrir sex manneskjur,
arnar, koinu henni til að líkjast sorgmæddum
loddara. Hún hafði meira að segja ekki einu
sinni reynt að þurrka tárin, svo aftur kom yfir
mig þessi óþægilega kennd að vera meðal fólks,
sem misst hafði alla von. Tnnst i herberginu
rétt hjá lofsrásinni var lítill náungi óvenjulega
grár, skeggjaður og fram úr liófi skítugur. Hann
lirosti gleitt til okkar og benti okkur að koma
til sín, þar sem hann sat einn á sófa. Um leið
og við settumst hjá lionum vorum við bókstaf-
lega kafnaðir af fnyknum, sem frá hoiium lagði.
Hann var að reyna að skýra eitthvað út fyrir
okkur, en jjar sem hann hafði skarð í vör, þurft-
um við drjúgan tíma til þess að skilja hann.
Þessi vinur, heldur einfaldur, hafði gert sér til
gamans, að sprengja óþefskúlu í stórri búð i
Vedado. Hann var þegar gripinn höndum og
i hefndarskyni liaföi hermaður sprengt eina
slíka á honum innanklæða.
Mér fór ekki að litast ó blikuna og gerðist
allórólegur. Rétt í svip var ég dauðhræddur
um að gera eitthvað heimskulegt, án þess að
gera mér neina grein fyrir, hvort það yrði af
bræði eða ofsahræðslu. Marc spurði konuna
í karlmannsbrókunum, hvar við værum.
„í G-2“.
FORLAGATRÚARMAÐURINN MARC SEGIR:
VIÐ FÁUM ÞRJÁTÍU ÁR.
Konan útskýrði fyrir okkur, að þetta væri
eins konar herlögregla. Sá með óþefskúlurnar
hélt þvi aftur á móti fram, að þetta væri borg-
araleg yfirlögregla. Annar þeirra sem svaf, hafði
vaknað og fór að stanga úr tönnunum, tók út
vasana.
Marc fórnaði höndum með vonleysissvip og
sagði:
„Jæja, við fáum minnst þrjátíu ár.“
Við fórum að tæma vasana. Mér var það ljóst,
að ef við gætum ekki komizt í samband við amb-
assadorinn, var bezta útlit fyrir, að við kæmumst
í bölvaða aðstöðu. Ég spurði foringjann, hvað
okkur væri gefið að sök. Hann leit sem snöggv-
ast á ákæruskjalið og svaraði stutt og laggott:
„Njósnir.“
„Þá erum við afgreiddir,“ sagði Marc með
slíkri ró, að ég varð undrandi. „Hér eru allir
njósnarar skotnir.“
Mér tókst ekki að koma því inn i höfuðið,
að við yrðum skotnir og mér flaug ákaflega
heimskuleg hugsun i hug. Ef ég væri ekki bú-
inn að greiða húsaleiguna innan þriggja mán-
aða, yrði ég borinn út. Á meðan ég var að fara
úr skónum, komst engin önnur hugsun að hjá
mér en sú, hvað myndi þá verða af húsgögn-
unum mínum?
Nú kom annar hermaður inn. ITann gerði
skrá yfir innihaldið úr vösunum okkar og skellti
þvi svo í einu lagi í léreftsumslag og fékk okkur
svo aftur skóna, þégar hann var búinn að at-
liuga þá nákvæmlega. Svo fór hann með okkur
á mannmælingaskrifstofuna. Þar voru tekin
fingraför okkar á óteljandi spjöld. Siðan vor-
um við ljósmyndaðir en þó fyrst hengd á okkur
spjöld með númerum okkar. Marc var númer
16153 og ég 16154. Síðan teymdi Osvaldo og tveir
hermenn í viðbót okkur eftir einskonar jarð-
sem litu ekki einu sinni upp, til þess að horfa
á okkur. Það hafði fjarska óþægileg áhrif á
mig. Þetta fólk hlaut vissulega að vera komið
að niðurlotum, er það hafði hvorki kjark né
þrótt til þess að láta í ljós einföldustu forvitni.
Litill skinhoraður maður á að gizka á fimm-
tugsaldri, sat í einum sófanum og hélt í hönd
þess, sem næst honum sat, að öllum líkindum
konu sinnar.
SÁ SKEGGJAÐI HAFÐI KASTAÐ
ÓÞEFSKÚLUM INN í BÚÐ.
Klæðnaður þessa manns bar vott um nokkra
vclmegun en hann hafði æði Ijótt sár á háls-
inum. Hann var alveg kominn að niðurfalli.
Kona hans var ennþá aumari ásýndum. Hún
skalf af kulda og til þess að verja sig honum
liafði hún dúðað sig í dagblöðum. Það fyrsta,
s m ég gerði var að ganga að loftrásinni til
þess að loka fyrir hana, en þá kallaði litli mað-
urinn á ensku:
„Gerið ekki þetta, jiað er bannað."
,.En af hverju er það bannað? Það er hlægi-
legt.
Hann yppti öxlum og þagnaði. Tveir menn
lágu þarna á sófum og sváfu. Þeir snéru höfði
til veggjar en fæturna höfðu þeir dregið upp-
undir höku eins og þeir væru að reyna að láta
sem minnst fara fyrir sér. Feitlaginn kven-
maður í karlmannsbrókum breiddi úr sér á stól
og reykti. Hún liafði grátið og tárin, sem liöfðu
rutt sér braut gegn um farðann niður kinn-
úr hér höndina og fræddi okkur á því, að þetta
væri kúbönsk eftirlíking af Gestapo ... Sem
sagt, enginn vissi í raun og veru, hvað G-2 var.
Þannig liðu fimm timar, hver minúta snigl-
aðist áfram af annarri. Konan í karlmannsbux-
unum var aftur farin að gráta og það kom illa
við mig. Loksins birtist herforingi og benti okk-
ur að fylgja sér. Þetta var geysistór svertingi
og allur búnaður hans stakk mjög í stúf við
útganginn á hinum hermönnunum. Einkennis-
búningurinn var nýpressaður, skórnir gljáðu
og höfuðfatið virtist nýtekið úr sínum upp-
runalegu uinbúðum. Það tók mig ekki langan
tíma að finna út, að Osvaldo foringi var ekki
aðeins einn sá bezt klæddi hermaður heldur
jafnframt sá ótrúlegasti ruddi, sem gat í þeim
kúbanska her. Hann lét okkur hlaupa yfir mót-
töl usalinn eins og við værum að gera árás,
fór með okkur inn í lítið kalkað herbergi, sett-
ist þar bak við borð og skipaði okkur að fara
úr skónum og tæma vasa okkar. Ég fann skyndi-
lega að ég fölnaði. Márc horfði á mig og útlit
hans leyndi ekki, hvað hann hugsaði. Hvorugur
hafði neina löngun til þess að hlæja. Við báð-
um um að komast i samband við ambassador
Frakklands.
Ykkur er haldið „incommunicado“, svaraði
foringinn. Þið talið ekki við nokkurn mann.
En vjð erum franskir þegnar. Þér getið ekki
lokað okkur svona inni, án þess að gera
ambassadornum aðvart.
Við sjáum nú, hvað setur með það. Tæmið
göngum, nýmáluðum í grænum lit. Á meðan
við fórum eftir þessum jarðgöngum, sem virt-
ust óendanleg, varð hitinn smátt og smátt ó-
bærilegur. Sömuleiðis þóttist ég verða var við
einhvern sérstakan þef, sem ég gat ekki greint,
hvað væri ,en varð alltaf sterkari eftir þvi,
sem við gengum áfram. Þetta var þefur svita
og mannlegrar eymdar og varð svo sterkur, að lá
við köfnun, er við gengum fram lijá fyrsta fang-
elsisklefanum. Mér fannst bókstaflega, að ég
væri að ganga inn í gamla madressu. Hávað-
inn ætlaði allt um koll að keyra, og þegar við
fóruin fram hjá dyrunum, hafði ég á tilfinn-
ingunni, að hópur af allsberum öskrandi mönn-
um væri að berjast innbyrðis. Enda þótt við
værum utan dyra, var óþefurinn ósegjanlegur.
VILJIÐ ÞÉR VERA SVO VÆNN AÐ
FARA ÚR SKÓNUM.
Við vorum leiddir inn I lítið herbergi og þar
skrifaði kornungur maður nöfn okkar. inn i
stóra bók. Marc fór í klefa nr. 7, í liinum enda
fangelsisins, en ég fór í einn af þessum þremur,
sem við höfðum farið fram hjá, nr. 2. Osvaldo
veitti mér þann heiður að fylgja mér. Hann
opnaði þunga hurð, sem gerð var eingöngu úr
járngrindum og ýtti mér innfyrir. Mér fannst
ég eins og fifl. Þessi nýja veröld min var hér
um bil 6x5 metrar og var bókstaflega troðin af
fólki. Flestir voru á nærbuxum en einstaka
alstrípaðir. Þar sem hávaðinn frá nr. 3 ætlaði
Framhald á bls. 42.
VIKAN 15