Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 7
Brýtur á bátadekki. Hamrafell á siglingu. Á síðustu áratugum hafa Islendingar haslaS sér völl á vettvangi iðandi athafnalífs umheimsins. Okkur hef- ur vaxið fiskur um hrygg, og gætir nú atbeina okkar jafnvel á erlendum vettvangi. Fyrrum sigldu vikingar af norrænu bergi brotnir utan af Islandi. Nú sigla íslenzkir farmenn um öll hcimsins höf og fara með friði. Stærsta fleyið í kaupskipaflota okkar er olíuskipið Hamrafell, sem Samband islenzkra samvinnufélaga keypti frá Noregi fyrir sex árum. Við iögðum leið okk- ar fyrir skömmu um borð i hið 167 metra lang^a haf- skip og hittum skipstjórann, Sverri Þór, i þvi augna- miði að fræðast um lífið um borð. ViS stigum um borð eftir nokkur hunxh’uð metra volk yfir „úfinn sjó“, en skipið lá við stjóra úti á Skerjafirði. Skipstjóri sat við vinnu sína — var að skrifa pöntun fyrir 9 tonn- um af málningu, sem síðan á að smyrja á skipið hátt og lágt á næstu tólf mánuðum. -— En friðurinn er úti, þar sem blaðamenn eru annars vegar, og tókum við Sverri tali. — Hvað er hæft í þeim orðrómi, Sverrir, a.ð sjó- menn vilji síður sigla á tankskipum en öðrum? — Það er sennilega orðum aukið. Við erum að vísu aðeins þrír eftir af hinni upprunalegu áhöfn, se.m tók við skipinu, en það tel ég fullvíst, að enginn okkar þriggja myndi kjósa að skipta um skip og fara á ann- að minna, að fenginni sex ára reynslu hér. Eða myndi nokkur Cloudmaster-flugmaður óska þess að komast aft- ur á Catalina-vél? Ilitt er svo ofur eðlilegt, að sunium hinna yngri, sem ef til vill eru haldnir einhverri æv- intýraþrá, finnist lifið á tankskipum helzt til tilbreyt- ingalaust. — En Hamrafellið er gott skip að vera á. íbúðir allar eru rýmri en á minni skipum, og að sjálf- sögðu hafa allir sitt eigið lierbergi. Veltings og tafa Framhald á næstu síðu. MEÐ FJÖGURRA MANAÐA SOGSFOSSA ORKU UM BORÐ Vikan fer um borð í stærsta skipið í flota íslendinga, olíuskipið Hamrafell, sem í hverri ferð flytur eldsneyti til landsins, er nægja myndi til þess að leysa allar raforkustöðvarnar við Sogið af hólmi í ársþriðjung. Rætt er við Sverri Þór, sem verið hefur skipstjóri á skipinu frá því það komst í eigu íslendinga, um lífið um borð á hinni löngu siglingaleið til fjarlægra hafna við botn Svartahafs eða að strönd- um Suður-Ameríku. Ungur skipverji segir frá ævintýralegri landgöngu í Batum og hvernig áhöfnin eyðir frístundum sínum um borð. vikan 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.