Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 24

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 24
Ungfrú Yndisfríð Hvar er óvkw b«ns NÓÆ? SíSast þegar dregifí var hlaut verðlaunin: ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Grundargerði 7, Rvík. Enn erþað Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri mynd- inni. Það á ekki »ð vera mjög crfitt að finna hana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Órkin er á bls. Sími SVAVAR GEST3 SKRIFAR USVI TUR 06 DANSMÚSÍK Gamla myndin. Þeir hafa allir skipt um hljóðfæri þessir, enda myndin tckin á gamlaárskvöjdi og þeir klædd- ir samkvæmt þvi. Þetta var í Skátaheimilinu árið 1949. Og á myndinni eru f.v.: Róbert Þórðar- son, harmonikuleikari (leikur enn stöku sinnum), Krisíján Magnússon, pianóleikari (leikur lítið opinberlega en er starfandi blaðaljósmyndari), Skafti Ölafsson, trommuleikari (og það er hann enn að aukastarfi, annars prentari), Trausti Tliorberg, gítarleikari (sem nú er með trió í Leikhúskjallaranum). Stjörnur fæðast ekki - þær eru framleiddar. Eitthvað líkt þessari fyrirsögn hljóðar máltæki hjá þeim i Ameríku, og líklega trúum við þvi, þegar við lesum eftir- farandi sögu um það, hvernig twistlagasöngvarinn Chubby Checker var „framleiddur". Dick nokkur Clark stjórnar mjög vinsælum sjónvarps- þætti i Ameríku, þar sem leikin er rokkmúsik og ungling- um boðið að vera við útsendingu þáttarins og jjcim leyft að dansa eftir hljómplötunum. Árið 1959 spilaði Dick Clark nýtt lag, sungið af Hank Ballard, og nefndist lagið „The Twist“. Nokkrum mánuðum síðar tók Dick eftir þvi, að unglingarnir, sem voru viðstaddir útsendingu þáttarins, voru farnir að dansa nýjan dans, sem þau kölluðu Twist. Og þá datt Dick Clark og viðskiptafélaga hans i hug, að slá sér upp á þessum nýja dansi og gefa út plötu með iaginu Twist, en ekki vildu þeir nota Hank Baiiard til að syngja lagið, því plata hans var til og naut nú ekki lengur vin- sælda. Þess vegna fengu þeir óþekktan söngvara að nafni Ernie Evans til að syngja lagið „Twist“ inn á plötu. Ekki fannst þeim nafn söngvarans allskostar gott, og þess vegna gáfu þeir honum nýtt nafn, kölluðu hann Chubby Checker. Síðan ekki söguna meir, Chubby Checker varð frægur, og dansinn twist kenndur við hann, enda ekkert við því að segja, hann dansaði twist á sviðinu, þegar liann söng. Og hann söng inn á hverja hljómplötuna á fætur annarri, allt twistlög, og allar náðu metsölu. Nafnið Chubby Checkea- er orðið jafnþekkt meðal unglinga á íslandi sem í Ameriku, Póllandi sem Pakistan. Stjörnur fæðast nefnilega ekki, segja þeir i Ameríku, þær eru fram- ieiddar, og líklega segja þeir satt. Nýjar hljómplötur. Bobby Rydell: I‘ve got Bonnie og Lose her. Það cr kannske fullseint að minnast á plötu þessa nú, þar sem bún hefur þegar náð mikl- um vinsældum hér. En til gamans má geta þess, að þetta er einmitt platan, sem minnzt var á að væri á leið á markaðinn, þegar skrif- að var um Bobby Rydell í upphafi þessara greinaflókka fyrir no'kkrum mánuðum. Plat- an hefur orðið vinsæl víðar en á íslandi og orðið til þess að hressa upp á vinsældir Framhald á bls. 39. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.