Vikan


Vikan - 16.08.1962, Side 2

Vikan - 16.08.1962, Side 2
• FYLGIÐ ÞESSUM NOXZEMA REGLUM DAGLEGA NYTT KREM Bezta ledðin til að öSlast fagra húS er aS hún fái góSa næringu. Noxzema krem hefur þann kost fram yfir önnur krem, aS þaS inniheldur sérstök efni, sem eySa bólum og útbrot- um og gera húSina mjúka og fagra. ÞaS gerir þvi meira gagn en venjulegt hreinsunarkrem og ber fljótan árangur. ReyniS Noxzema Skin Cream í dag og þér munuS sannfærast aS ekkert krem jafnast á viS þaS. 1 Undir háttinn: Berið svolítið aukalega á ból- ur eða útbrot. Hin fitu- lausa efnasamsetning í Noxzema græðir fljót- lega. 2. Eftir þvottinn: Berið á Noxzema. Ósýnilega ver það húðina gegn útbrotum. 3 Kvölds og morguns: Hreinsar eins og sápa. Skolast af með vatni. Nærir húðina um leið og það hreinsar. noxzema skin cream Heildsölubirgðir FltlÐRIK BERTELSEN & CO. H. F. Sími 36620 Laugaveg 178 f fuUri alvöru: Sígild tónlist eða jazz (nema hvort tveggja sé). ÞaS er ekki aðeins í hernaSi, sem tvær fylkingar standa gráar fyrir járnum hvor andspænis annarri, og þaS er ekki aðeins i 'stjórnmálum, sem menn æsa sig upp i „óðaverð- bólgu-reiSi“. Fólk skipar sér i gall- liarSa andstöðuflokka um undarleg- ustu hluti, og í fáu er heiftin jafn mikil og milli „klassíska flokksins" og „jazz flokksins". Það sætir furðu hvað jafnvel ró- lyndustu menn geta æst sig fárán- lega upp í tónlistarrifrildi, og greindustu menn gera sig að fiflum með þverhausalegum staðhæfingum, sem venjulega er enginn fótur fyrir. Yfirleitt eru það hinir yngri, sem skipa sér i jazz-flokkinn, en hinir eldri í klassíska-flokkinn. BáSir að- ilar eru jafn kjánalega hneykslaðir á hinum, og fáir verða til þess að miðla málum. Hvor aðili um sig heldur því fram í forheimsku sinni, að málstaður hins sé þrautómerki- legur og varla þess virði að eyða á hann orðum. Samt er rifizt, meira að segja hnakkrifizt. Báðir aðilar eru jafn „forstokkaðir“, og rök koma að litlu gagni. Niðurstaðan er fyrirfram ákveðin: „Ég þoli ekki jazz“ eða „ég þoli ekki klassík“. „ÞaS er heimsku- legt að hlusta á jazz“ eða „klassísk músík er hundleiðinleg, hefur allt- af verið hundleiðinleg og verður það alltaf“. „Jazz er fyrir krakkaskríl“ eða „klassísk sinfóníuvella er fyrir leiðinlega kalla og kellingar“. Stærilæti, þrjóska og vanþekking ráða úrslitum. Hvorugur aðilinn get- ur brotið odd af oflæti sinu og við- urkennt nokkuð það, sem stangast á við „linuna". Það er engin furða, þótt sá, sem aldrei hefur „lagzt svo lágt“ að hlusta á jazz öðru vísi en að vera fyrirfram ákveðinn í að láta sér leið- ast, hafi ekki mikið yndi af slíkri hljómlist. HiS sama gildir um jazz- unnandann, sem rífur í hár sér, ef minnst er á klassíska tónlist og þyk- ist fá gæsahúS af öllu þessu moll- fúgu-sinfóníu-rugli eins og hann kallar það gjarnan. Það hefur eng- inn yndi af því, sem hann eklci þekk- ir, og það getur enginn gagnrýnt með rétti það, sem hann hefur ekki hundsvit á. Er ekki kominn tími til að venja sig af þeim barnaskap að líta niður á jazz? Er alveg víst, að það hljóti að vera ófínt að hlusta á slíka mús- ík? Er ekki rétt að sleppa því að vera svo mikið snobb að þykjast of gáfaður til þess að hlusta á jazz? Og hinir, sem hata klassík: Væri eklci ráð að láta svolítið undan og viður- kenna villu sína? Sá, sem hefur gam- an af jazz, getur áreiðanlega lært að meta sígilda tónlist. Galdurin er bara fólginn í því að setjast niður for- dómalaust og hlusta með það fyrir augum að njóta, en ekki láta sér leiðast. Margir mættu taka menn eins og Fridrioh Gulda og Leonard Bern- stein til fyrirmyndar. Báðir eru þeir í fremstu röð hljómlistarmanna. Þegar Gulda hefur hneigt sig, eftir Framhald á bls. 42.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.