Vikan


Vikan - 16.08.1962, Síða 3

Vikan - 16.08.1962, Síða 3
WtiimSiSSSit m :'■:■ ■ ; Vhpií;: Þrautreynt í stormum og byljum uppi í Himalayafjöllum — og þótt hann geti hvesst glettilega inni á ísienzku öræfunum, er hann varla hvassari en þar. Auk þess er það svo fyrirferðarlítið, samanvafið, að furðu gegnir. VIKAN ; Bakpokar og tjöld. Þótt geimflaugar og gervihnettir tákni vafalitið hámark tækniþróun- arinnar, nýtur allur almenningur lít- illa gæða af þeim tækjum, enn sem komið er, og sízt hér á landi. Ann- að er hvað verSur — þegar við för- um að selja Marzbúum fiskinn og ungu hjónin skreppa til Venusar í brúðkaupsferð. Enginn getur þó neit- að því, að hin tæknilega þróun, sem sífellt er verið að stagast á og deila um hvort leiða muni til æðra sælu- iífs eða Ragnaraka, hefur haft enda- skipti á flestu í hversdagslífi okk- ar, ekki síður hér en annars staðar, og það svo rækilega, að við munum nú geta talið á fingrum okkar þau áhöld og tæki, sem eru söm eða sams konar og við notuðum fyrir þrjátíu—fjörutíu árum. Hnífar, skeiðar og gafflar — að vísu er lagið líkt, en efnið annað og betra en áð- ur tíðkaðist... .jú, mataráhöldin hafa litið breytzt, en þar með mun lika svo til allt ppptalið. Og yfir- leitt hafa allar þær breytingar orðið Og loks þetta — enginn reyndur ferðamaður hefur dósamat með- ferðis framar, heldur þurrkuð matvæli í plastpokum. Dósamatur- inn til vinstri á myndinni vegur um átta kíló, sama fæðumagn til hægri aðeins 750 gr. til bóta, að minnsta kosti mundu fáir vilja skipta aftur — taka gömlu áhöldin upp aftur og þá lifnaðar- háttu, sem þeim fylgdu. Og þó við munum séint gerast geimskipasmiðir, verður ekki annað sagt en við höfum lagt gjörva hönd á furðu margt i sambandi við þessa en vafalaust réttmæta ádrepu, frá einum af okkar kunnustu óbyggða- ferðalöngum, dr. Sigurði Þórarins- syni, fyrir óviðunandi lélega fram- leiðslu á tjöldum og bakpokum. Þarna er um að ræða afleitt og jafn- vel hættulegt hirðuleysi af hálfu við- komandi iðnaðarmanna, því að margur getur átt lif sitt og heilsu undir því, að tjaldið dugi honum vel, hreppi hann illviðri á öræfum eða uppi í fjöllum. Einnig er það ákaflega mikils virði fyrir göngu- Framhald á bls. 24. Bakpoki úr nælonefni á alúmín- burðargrind — hvílir þannig á öxl- „Everest“-burðargrind úr alúmíni, um og baki að maður getur gengið fislétt og fer einkar vel á baki. Um uppréttur. leið er grindin svo tjaldstóll. tæknilegu þróun — »ða öllu heldur byltingu. íslenzkir iðnaðarmenn vinna nú úr nælon og plasti, smíða áhöld og tæki í samræmi við stil og tízku, og tekst yfirleitt sæmilega. Samt er eins og þeir fylgist ekki með sem skyldi á sumum sviðum. Fyrir nokkru fengu þeir til dæmis harða, Svefnpokar, „stoppaðir“ með gæsa- dún, þykja mun hlýrri, léttari og í alla staði fullkomnari, en þeir, sem „stoppaðir“ eru með einhverju gerviefni, auk þess sem þeir eru fyrirferðarminni í farangri. Sól og sumar, ilmur úr jörðu í Heiðmörkinni, gráir hraungrýtishólar með marglitum mosa, djúpir vall- grónir bollar og slútandi bjarkir. í einni af hinum fjölmörgu og fallegu lautum í Heiðmörk hafa þær Theódóra Þórðardóttir (nær á myndinni) og Ingibjörg Edda Edmundsdóttir, tjaldað fyrir Vikuna. Theódóra vinnur í snyrtivörudeild Regnbogans, stundar nám í Verzlunar- skólanum og var reyndar kosin þar fegurðardrottning eins og að líkum lætur. Ingibjörg er á vegum Ragnars í Smára, vinnur hjá bókaútgáfunni Helgafell. Þær eru báðar 17 ára. Belgjagerðin í Bolholti 6 var svo elskuleg að leggja til allan viðleguút- búnað, þetta ágæta fjögurra manna tjald, gult að lit og með nælonbotni. Svefnpokarnir eru líka frá Belgjagerðinni og kosta kr. 500. Tjaldið kostar ca 1200. Og svo er það síðast en ekki sízt bíllinn, Consul'312, sem Sveinn Egilsson h.f. lánaði til fararinnar, en það fyrirtæki hefur sem kunnugt er umboð fyrir Ford. Ford Consul 315 hefur raunar verið kynntur í Vikunni, var t. d. útnefndur „bíll ársins“ af þekktu bílablaði í Kanada, hefur reynzt ágætlega við íslenzkar aðstæður og kostar frá 152 þúsund krónum. í næsta blaði verður m. a.: • Hárið er kóróna mannsins. Vikan ræðir við Jón Geir hár- skera um klippingu kvenna og karla og þær hárgreiðslur, sem nú eru mest í tízku, t. d. það að láta raka fangamark sitt í hvirfilinn. • Ræningjar í Róm. — Skemmtileg grein um ítalska blaða- ljósmyndara, sem hafa það fyrir atvinnu að eltast við frægt fólk í borginni eilífu og selja blöðunum hneykslismyndir fyrir of fjár. • Það er list að kunna að snúa sér við. — Vikan ræðir við frú Andreu Oddsdóttur, sem hefur nýlega stofnað tízkuskóla fyrir stúlkur. • Bílaprófun F.Í.B. og Vikunnar: Ford Taunus 17 M. • Ný framhaldssaga, sem birzt hefur í fjölmörgum stórblöðum um allan heim og vakið hefur mikla athygli hvarvetna. Hún heitir: Á eyðihjarni. • Auk þess: Tvær smásögur, sniðaþjónustan, tækniþáttur, pósturinn, myndasögur, músíkþáttur Svavars Gests, unglinga- þáttur Jóns Pálssonar og síðast en ekki sízt: Getraunin. Sex glæsilegir vinningar, samtals að verðmæti ca 45.000,00. VIKAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.