Vikan


Vikan - 16.08.1962, Qupperneq 8

Vikan - 16.08.1962, Qupperneq 8
rsins, og þess ve; íslendingar hafa mjög gumað af því á síðari árum, hve fjölbreytt og gróskumikið skemmtana- líf landsmanna sé orðið. Máli sínu til sönnunar hafa menn verið reiðubúnir að telja upp firnin öll af hinum glæsilegustu og vistlegustu skemmti- og samkomuhúsum, þar sem hvers kyns lysti- semdir eru á boðstólum, ungum og öldnum til reiðu. Það er líka dagsanna, að hér á landi og þá einkum í Reykjavik er æði margra kosta völ í þessum efnum, ekki skortir hér á dansgólfin eða vínbarina, ekki skortir heldur fjöruga dans- músik eða dýrar veigar. Og allt er þetta gott og blessað svo framarlega sem það helzt innan hæfilegra takmarka og síður en svo ástæða til að amast við því, að fólk skemmti sér á stundum, á heilbrigðan og hófsaman hátt. En skyldu það nú vera ailir, sem hafa tök á því að koma saman á slíkum stöðum og skemmta sér í góðra vina hópi? Skyldi öllum borgurum hins islenzka þjóðfélags vera gert jafnhátt und- ir höfði í skemmtanalífinu? Við slíkum og þvílíkum spurningum er hætt við, að mönnum vefjist tunga um tönn. Því fer nefnilega mjög fjarri, að hægt sé að svara hér játandi. Sannleikurinn er sem sé sá, að stór- um hluta okkar mannfáu jíjóðar er gjörsamlega úthýst frá sölum dans- og skemmtanahalds. Fá eða engin samkomuhús standa þessu fólki opin og ef spurt er, hvað sé þvi til fyrirstöðu, þá er jjví gjarnan svarað, að þar sé æsku um að kenna. Skv. upplýsinguin frá lögreglu og barnavernd- arnefnd sem og samkvæmt skýlausum ákvæðum 19. greinar Lögreglusamjiykktar Reykjavíkur, mega unglingar, 10 ára og eldri, fara inn á al- menna dansstaði, livort sem þar er vínveitinga- leyfi eða ekki. Ilins vegar má hvergi veita fólki innan 21 árs vín skv. 16. gr. áfengislaga. Sú ráð- stöfun ýmissa skemmtistaða, að meina ungling- um, undir 21 árs aldri, aðgang, er því tekin upp al' skemmtistöðunum sjálfum ýmissa orsaka vegna. Almennustu ástæðurnar eru, eftir því sem lilað.ið héfur komizt að hjá forsvarsmönn- um samkomuhúsanna, eink'um tvær. í fyrsta iagi ingahússins Röðuls. Svo sem ljóst má vera af þessari stuttu upp- talningu, hafa flestir hinir helztu skemmtistað- ir sett æði ströng aldurstakmörk á dansleiki sína. Það verða því ekki ýkjamörg hús, — nánar til- tekið aðeins eitt eða tvö, Þórskaffi og Rreið- firðingabúð, — sem heita megi fullnægjandi, hvað aðbúnað snertir, — er veita unglingum á aldrinum 16—21 árs inngöngu. Og auðvitað verð- ur afleiðingin sú, að fólk á þessum aldri reynir að villa á sér heimildir eða beita alls kyns óæskilegum brögðum og brellum til að verða sér úti um ánægjulega kvöldstund. Margir munu í fljótu bragði, að lítt athuguðu máli, hugsa scm svo, að við þessu sé í rauninni fátt eitt að segja. Og satt er það, að vist er á- kjósanlegt að halda æskunni frá vini og hvers konar skaðsemdum svo lengi sem kostur er, en hentugasta leiðin til slíks er alls ekki sú, að koma á bönnum og höftum og hola unga fólk- inu niður á leiðinlega og miður heppiiega staði, eins og nú er óspart reynt. Þeim vísu mönnum, sem mest hafa þótzt bera þessi mál fyrir brjósti, hefur gjörsamlega Iáðst að gera nokkra heiðarlega tilraun til að létta ófremdarástandinu. Að vísu hafa fáein sam- komuhús gert tilraun til að veita fólki á áður- nefndu aldursskeiði tækifæri til að koma sam- an og skemmta sér við fullnægjandi aðstæður, en við'eiini þeirra hefur nánast kafnað í fæð- ingunni, eitt af öðru hafa þau hætt þessari starf- semi sinni sökum þess, að þvi er forsvarsmenn þeirra segja, að slík starfsemi hefur lircint og beint ekki borgað sig. Og nú er svo málum kom- ið, að aðeins eitt eða tvö sæmiiega þokkaleg samkomuhús í allri Reykjavík kæra sig' um gesti innan giftingaraldurs! Það kann að vera rétt, að það borgi sig stór- um betur að veita fuilorðnu fólki, sem hefur aldur til að drekka sig fullt, dýrar veigar undir dunandi dansmúsik. Það kann vel að vera, að slíkt fólk eigi gildari sjóð en unglingsvesaiing- arnir, sem velflestir híma í skólum mestan er taiið, að eftir að fólk innan 21 ars er komið 1 hóp gestanna, sé ómögulegt að koma i veg fyrir, að það útvegi sér áfengi. í öðru lagi telja ráðamennirnir, að unglingarnir fæli hina eldri viðskiptavini frá. Lesendum til fróðleiks skal hér skýrt frá þeim aldurstakmörkunum, sem nokkur helztu sam- komuhús borgarinnar hafa tekið upp af sjálfs- dáðum. Upplýsingar þessar eru fengnar beint frá viðkomandi stöðum og eru þvi alls kostar á- reiðanlegar. Yeitingahúsin Lídó, Glaumbær og Klúbburinn taka ekki við gestum yngri en 21 árs. Hótel Borg hleypir karlmönnum yngri en 21 árs og konum yngri en 18 ára helzt ekki inn á dansleiki. Loks má geta þess, að fólk, yngra en 18 ára, fær ekki aðgang að dansleikjum veit- li uta laða til sín þess konar gesti. Og það kann einn- ig að vera satt, að ölsala sé ekki einhlít til pen- ingaöflunar, heldur þurfi þar annað og meira að koma til. Sumir munu sennilega telja, að hér sé full mikið sagt og segja sem svo, að vist hafi hér verið æði mikið gert til að koma til móts við æskuna og verða við kröfum hennar. Og menn munu vitna til starfsemi Æskulýðsráðs og dans- leikja, sem haldnir eru á vegum bindindismanna og annarra slíkra leiðtoga. Og maður skyldi nú halda, að allt væri i stakasta lagi. Sú mun þó hreint ekki raunin, eins og allir vita, sem eitthvað þekkja til þeirra mála. Fyrrnefnd skemmtistarfsemi er ágæt, svo langt, sem hún skammt, _ er með öðrum orðum alls kostar o- fullnægjandi. Dansleikir á vegum Æskulýðsráðs og góðtemplara eru nefnilega haldnir við afar lélegar aðstæður, — í húsnæði, sem hinir eldri mundu tæplega láta sér nægja til sinna skemmt- ana og venjulega með svo leiðinlegum skemmti- kröftum og hraklegum hljóðfæraslætti, að ekki eitt einasta samkomuhús hinna eldri þyrði að bjóða gestum sínum upp á slíkt. Auk þess vill við brenna, að slíkar samkomur séu hálfþving- aðar, þar sem andi tóm'stundaráðunauta og bindindisprédikara af hvimleiðara tagi svífur þar yfir vötnum. Unga fólkið ann frjálsræðinu. Bönd og liöft eru því mikill þyrnir í augum, ef þau eru nær, en hængurinn er bara sá, að hiin nær afar ÚTLAGAR----------- Að leikslokum á Hellu. [> | ÍJau hittast í sjoppunni til þess að ráðgera hvert *igi að halda: Hlégarður, Hvoll eða Hella? Hálfsterkir, krapinu. en halda þó að þeir séu karlar g VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.