Vikan - 16.08.1962, Page 19
í næsta blaði hefst ný framhaldssaga,
„Á eyðihjami “
eftir Laurence Earl.
Þrír menn, sem umsjón hafa haft með námuvinnslu nyrzt á
ströndum Kanada sumarlangt, halda af stað heimleiðis um haust-
ið með lítilli Norseman-flugvél. f för með þeim slæst ung stúlka,
dóttir hjóna, sem í hartnær tvo áratugi hafa starfað þar að trú-
boði meðal Eskimóanna. Dahl, jarðfræðingur námafélagsins og
einn þeirra þremenninga, ungur maður og mikill vexti, er mjög
drukkinn þegar lagt er af stað — eins og endranær. Þeir hinir
tveir eru Greatorex, yfirmaður námunnar, maður við aldur, og
Prowse verkfræðingur. Tveggja manna áhöfn er á vélinni. Þetta
er í september 1953, en að haustlagi er allra veðra von á þessum
slóðum. Svo fer, að flugvélin verður að nauðlenda inni á auðn-
unum í frosti og hríð .... og sagan hefst.
myndi aldrei hafa trúað því sjálfur,
að mér tækist þetta, Lilian.
Það var sem hún kipptist við, og
þegar hún sneri sér að honum,
spruttu henni dumbrauðir flekkir á
fölum vöngum. Hann greip um hönd
henni og þrýsti hana.
— Þú ert sterkari en ég hélt, sagði
hún lágt og næstum því ógnandi. Mér
hefur aldrei komið til hugar, að þú
værir svona sterkur ....
Hann sleppti hönd hennar i skyndi
og sneri sér að Patrik gamla.
— Akið henni heim og sjáið svo um,
að hún fari tafarlaust í rúmið. En lát-
ið hana ekki vera eina. Ég skal sjá
um, að henni verði gefið eitthvað ró-
andi. Hún þarfnast fyrst og fremst
að sofa rólega. Látið mig samt tafar-
laust vita, ef eitthvað skyldi koma fyr-
ir. Kannske væri það annars hyggileg-
ast að hún yrði hér um kyrrt ....
—- Já, það er nú það, svaraði Pat-
rik gamli hikandi.
— Ég fer heim, sagði Lilian. Og
rödd hennar bar því vitni, að hún
mundi hafa mótmæli að engu.
Hans Bertilsen kinkaði kolli.
— Það er bezt að láta hana sjálf-
ráða.
Níu dagar voru liðnir síðan slysið
vildi til, en fyrir Lilian voru það níu
löng ár. Enn fannst henni sem hún
reikaði í einhverjum óraunverulegum
draumaheimi, haldin þungri martröð.
Fyrstu dagana hafði hún ekki farið
neitt á fætur, legið i rekkju, mátt-
vana og hugstola, og Það eina, sem
hún greindi var tómleikinn.
Patrik færndi gekk um úti i garð-
inum, eins og hann var vanur. En
annars hugar var hann, sem meðal
annars mátti af því marka, að hann
veitti því ekki neina athygli Þótt
steindautt væri í vindlinum. Fyrstu
dagana eftir slysið og aðgerðina átti
hann ekki neina eirð i sér; þetta var
meira álag en han þoldi, gamli mað-
urinn. Hann fékk varla ráðið sér fyr-
ir reiði, þegar hann hugleiddi, hve
mjótt hafði verið þarna á mununum,
að Einar væri allur, og enn meira
reiddist hann, þegar honum varð hugs-
að til þess. Nei, hann varð að reyna
eftir megni að taka þessu öllu með
ró og halda vöku sinni. Fyrst og
fremst verð ég að taka tillit til Einars,
hugsaði hann. Ég verð að taka þetta
mál í mínar eigin hendur.
Nú hafði ýmislegt, sem hann hafði
veitt athygli áður, en ekki skilið,
skýrzt fullkomlega. Loksins. Nú
þurfti hann ekki annað en að leggja
saman tvo og tvo. Til dæmis þetta,
hvernig Lilian hafði hagað sér í
sjúkrahúsinu og fyrst í stað eftir á
.... hvernig hún hafði legið í rekkju
sinni eins og sljó, nærðist jafnvel ekki
nema hún væri neydd til þess með
valdi. Eða þá, hvernig hún hafði
brugðist við því, þegar hann þving-
aði hana til að koma með sér og heim-
sækja E'inar. Þá hafði hann ekki
verið búinn að komast að ýmsu því,
sem hann vissi nú, og eiginlega sá
hann eftir því að hafa þvingað hana
til þess. Kannske átti hann að ráð-
færa sig við Hans Bertilsen? Nei,
hann gat ekki með neinu móti trúað
nokkrum lifandi manni fyrir því, sem
hann hafði orðið áskynja.
En hví i ósköpunum hafði betta
brjálæði gripið manneskjuna? Og
ekki einungis Það, — heldur og hvern-
ig hún hafði yfirleitt hagað sér að
undanförnu. Kannske var það þó ein-
kennilegast af öllu, hve þau höfðu
verið blind og graunlaus, öll hin —
að honum sjálfum og Einari sízt und-
anskildum. Maður gat reiðzt þvi, sem
minna var. Engu að síður var það til-
gangslaust að láta það hrinda sér úr
jafnvægi. Bezt fyrir alla, að gengið
væri hreint til verks og gerðar upp
sakir I eitt skipti fyrir öll.
Gamli maðurinn gekk inn og knúði
dyra hjá Lilian. Hún svaraði ekki, en
hann lét Það ekki á sig fá og gekk
inn. Hún lá í rekkju, klædd rósótt-
um morgunslopp, sneri sér til veggj-
ar og hreyfði sig ekki þótt hann lok-
aði dyrunum allharkalega og hóstaði
síðan nokkrum sinnum þar að auki.
Það var ekki fyrr en hann nam stað-
ar við rekkjustokkinn að hún leit
fram. Hún hafði megrazt furðulega
þessa daga, hafði ekki greitt sér eða
snyrt sig sómasamlega, og þrátt fyrir
allt gat gamli maðurinn ekki gert að
því, að hann vorkenndi henni. Hann
dró stól að rekkjustokknum og tók
sér sæti. Hún sagði ekki orð, horfði
að vísu á hann, en þó eins og hún sæi
hann ekki.
—■ Einar kemur heim í dag, tók
gamli maðurinn til máls. Hann var að
hringja rétt i þessu.
Þá var sem líf færðist í steinrunnið
andlit hennar. Hann sá, að hún reyndi
að sigrast á skyndilegum ótta.
— Er hann þá orðinn frískur?
spurði hún áherzlulaust.
— Það má kalla, en vitanlega verð-
ur hann að fara mjög gætilega með
sig fyrst i stað, svaraði gamli maður-
inn og virti hana náið fyrir sér. Hún
þorði ekki að mæta augum hans.
— Því miður er það ýmislegt, sem
ég þarf að ræða við þig, áður en hann
kemur, sagði Patrik gamli enn. Mál,
sem við megum ekki íþyngja Einari
með. Hann þarf að njóta fullkomins
næðis og hvíldar. Ég sæki hann sjálf-
ur í dag .... og ég ætla að biðja
þig að taka gætilega .... ég á við, að
þú sýnir honum þá tillitssemi, sem þér
er unnt, eftir það, sem á undan er
gengið.
—■ Hvað áttu við með tillitssemi?
— Ég hélt að þú skildir fullvel hvað
ég á við, svo ég þyrfti ekki að kveða
fastar að orði. Ég vil að þú takir
vingjarnlega á móti honum, án allra
skapöfga. Bezt væri að þú héldir þig
hérna uppi, en hann niðri, þar sem
hann þolir ekki að ganga upp stiga
.... ég á við, að þið hittizt alis ekki
yfirleitt, enda hef ég búið hann und-
ir það, með þvi að segja honum, að
þú hafir ekki enn jafnað þig á taug-
um eftir slysið .... Hann gerði
nokkra málhvild, veitti því athygli, að
henni brá, þegar hún heyrði að hann
lagði sérstaka áherzlu á orðið „slys-
ið“. Og svo ættum við að skreppa til
borgarinnar á morgun, til lögfræðings,
sem þú getur falið að annast skilnað-
inn.
Hún settist upp við dogg.
— Hvað áttu eiginlega við? Við
höfum alls ekki minnzt á skilnað, Ein-
ar og ég. Samkomulag okkar er gott,
enda þótt þær manneskjur fyrirfinn-
ist, sem hafa löngun til að spilla því.
Og ekki hefur þú neina ástæðu til að
vera að blanda þér í einkamál okk-
ar.
— Ég geri það nú samt. Það er
hreinasti óþarfi fyrir okkur að vera
að rökræða það. Ég geng því aðeins
í þetta sjálfur, að ég vil hlifa Ein-
ari, og mun nóg samt. Þú hefur mörgu
illu komið til leiðar, Lilian, hvort
sem þér er það sjálfrátt eða ekki, og
mun nú mál að linni. Vegna Einars
og Súsönnu litlu má þetta ekki fyrir
nokkurn mun komast í hámæli. Þú
átt mér það fyrst og fremst að þakka,
að almenningur mun telja það slys eitt
að bíll Einars fór út af veginum ....
Hún hvessti á hann augun, og það
var sem eldur brynni úr þeim.
— Hvað er það, sem þú dirfist að
drótta að mér? hvæsti hún. Sakarðu
mig kannski um glæp?
— Lilian .... við erum ekki nein-
ir fávitar, þótt kannske sé auðvelt
að blekkja okkur — að vissu marki.
Það vita margir, hvað Þér og Gustav
Lange liðsforingja hefur farið á milli.
þótt Einar hafi ekki hugmynd um það
enn, sem betur fer. Þú hefur haldið
kænlega á spilunum .... allt þangað
til á Jónsmessuhátíðinni, því að þá
spilaðir þú af þér og siðan hefur verið
auðvelt að sjá í gegnum þessar spila-
brellur þínar ....
— Einmitt Það, já .... Nú fer ég
að skilja. Ætli hún hafi ekki verið
þarna að verki, eins og víðar, eitur-
slangan, sem skriðið hefur inn á heim-
ili mitt og öliu spillt. Hún er stað-
Framhald á bls. 38.
VIKAN 19