Vikan - 16.08.1962, Qupperneq 20
8111,
Ww&iHiin,
wmmm
ytftétft)
:
'iW'.j.* vk
■•'•#
Bezti vinur hans átti pabba,
sera ástæða var til að vera
hreykinn af - ríkan, í góðri stöðu,
og sem þar að auki stóð
með syni sínum í blíðu og stríðu.
En aftur á móti pabbi hans
sjálfs .... Það var sök sér þótt
hann væri fátækur og fáfróð-
ur, en að hann skyldi aldrei taka
hans málstað ....
SVIKARINN
SMÁSAGA.
Bud stóð í steypibaðinu og lét vatnið fossa niður eftir bakinu.
Hann óskaði þess, að hann hefði steypibað heima, en ekki bara
baðker í litlu, þröngu baðherbergi — smábaðker, sem gat gengið
fyrir litla náunga eins og pabba, en ekki fyrir þá, sem voru meira
en hundrað og áttatiu á hæð.
— Ætlarðu að hanga þarna í allan dag, Bud?
Hann skrúfaði fyrir vatnið, hristi vætuna úr svörlu hárinu og
gekk að skápnum sínum. Don hafði lokið við að klæða sig og sat
nú á bekknum með sígarettu í munnvikinu. Don þurfti ekki að
hugsa um neinar reglur. Hvaða annar strákur, sem reykti hér
inni, mundi verða rekin úr körfuboltaliðinu, en ekki Don. Pabbi
hans var það mikill stórlax, að enginn í bænum vogaði sér að
gera Don neitt.
Bud flýtti sér í skyrtuna og buxurnar, smeygði sér í jakkann og
stakk fótunum í úttraðkaða skóna.
— Allt í lagi — þá förum við, sagði hann.
Don kastaði sígarettunni á gólfið, og þeir gengu saman upp tröpp-
urnar.
Úti á skólalóðinni mættu þeir fyrirliða körfuboltaiiðsins.
— Reynið að vakna, báðir tveir, hreytti hann út úr sér. Þeir,
sem ekki nenna að leggja neitt á sig í mínu liði, geta alveg eins
hypjað sig í burtu.
Don muldraði eitthvað í hljóði, en þegar þeir voru komnir út á
götu sagði hann:
— Bíddu bara þangað til ég hef sagt pabba frá þessum náunga.
Það líður ekki á löngu þar til við fáum nýjan fyrirliða.
Bud svaraði ekki. Það var að minnsta kosti öruggt, að það þýddi
ekki fyrir hann að segja sínum pabba frá þessu. Hann mundi ekki
einu sinni skilja, hvað hann væri væri að fara.
— Annars er mér alveg sama, sagði Don. Ég er að minnsta kosti
hundleiður á þessu. Ekkert nema æfingar og aflur æfingar svo
bogar af manni svitinn og ekkert til að skemmta sér við.
Frarahald á bls. 34.
20 VIKAN