Vikan


Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 23
Allir þekkja herradeild P & 0 i Austurstrœti 14, og vandlátir karlmenn verzla hvergi nema þar. P & Ó hafa allt það á boSstólum, er tilheyrir klæðnaði karla, yzt sem innst. Einn vinningurinn í verðlaunagetraun Vikunnar er cinmitt frá P & Ó! Hattur, hanzlcar og regnhlíf. Allt er þetta í samræmi við nýjustu tízlui og fullnægir kröfum hinna vandfýsnustu. P & Ó er trygging fyrir góðum vörum. P & Ó er ein þekktasta herrabúð Reykjavíkur. Einn veglegasti vinningur verðlaunagetraunarinnar eru óvenju smekklegir skrautmunir frá Skarti h.f., hnappasett og bindisnæla úr silfri fyrir karlmann, og kvengullhringur með verðmætum steini, sem nú er mjög i tízku og er breytilegur að lit, blár, grænn eða rauður eftir því í hvers konar ljósi hann er skoðaður. Þeir, sem verða svo heppnir að hljóta þessa fögru muni, geta vissulega borið höfuðið hátt, þvi að allir eru stoltir af því að bera skartgripi frá Skarti li.f. Enn einn vinningurinn í verðlaunagetrauninni er fyrsta flokks kvöldverður og hvers konar veit- ingar handa tveimur í hinum alþekkta og marg- lofaða skemmtistað, Klúbbnum við Lækjarteig. Iílúbburinn 'er mjög vinsæll skemmtistaður, og enginn mun sjá eftir að hafa eytt þar einni kvöld- stund. Auk afbragðsveitinga og frábærrar þjón- ustu, býður Klúbburinn upp á tvær hljómsveitir og þekkta söngvara með þeim báðum. 22 VIKAN Husqvama saumavél Húsmæður til sjávar og sveita þekkja Husqvarna saumavélarn- ar að öllu góðu, og naumast er ástæða til að fara mörgum orðum um hin miklu; og margvíslegu gæði þeirra. Hins vegar er óhætt að fullyrða, að fátt mun það, er saumaskap við kemur, sem IIus- qvarna vélin leysir ekki fijótt og vel af hendi. Husqvarna sauma- vélin er bæði sterk og endingargóð og hentar liverri húsmóður. Þriðji vinningurinn í verðlaunakeppni Vikunnar er vönduð Ilusqvarna saumavél. Er hún með innbyggðri hraðaskiptingu, sem er mikil nýjung, og margt annað má telja henni lil ágætis. Hent- ug taska með geymsluhólfum fylgir vélinni fyrir liina mörgu fylgi- hluti hennar. Hver sú húsmóðir, sem notar Husqvarna saumavél, unir vel við sinn hlut. Husqvarna saumavélin hefur heldur engan svikið, og Ijúka allir upp einum rómi um alveg sérstaka hæfni liennar. Gunnar Ásgeirsson h.f. hefur einkaumboð fyrir Husqvarna hér á landi og veitir hann allar frekari upplýsingar, ef einhver kann að æskja þess. Öskjuhlíð — Kerlingafjöil — Vatnajökull — Esja — Keilir. Það er á því litill vafi, að þetta fjall liafa flestir séð, bæði þeir sem búa hér á landi — og þá ekki sízt Reykvík- ingar — og svo þeir, sem til landsins koma.' Flestum finnst fjallið fallegt, og fá heimþrá strax og það hverfur sýnum cn aðrir hafa uppnefnt það fjóshaug og öðrum slíkum miður glæsilegum nöfnum. Þeir, sem búa nálægt fjallinu, en þeir cru mjög márgir, kunna slíkum uppnefninguin illa, en vilja umfram allt að það sé nefnt sínu rétta nafni, sem þið eigið að vita. Þeir eru margir, sem hafa gengið á þetta fjall og raunar er ekki langt siðan að þangað var ekið á jeppa alla leið upp á topp. Líklega er þetta einasta fjall íslands, þar sem gull hefur fundizt í jörðu, en ekki hefur þótt borga sig að vinna það, vegna þess að magnið er syo lítið. Klippið hér------ GETRAUNARSEÐILL NR. 5. FJALLIÐ HEITIR: ......... t. NAFN .. KU ■U » HEIMILI g SÍMI VIKAN 23 Sá, sem verður svo heppinn að hljóta önnur verðlaun í keppninni, á í vændum ferð til margra framandi landa. Verður fyrst farið frá Reykjavík með skipi frá Eimskipafélagi íslands til hinnar mjög svo sérkennilegu og fögru borgar, Rotterdam í Hollandi. Síðan gefst vinningshafa kostur á að bregða sér yfir til Englands með liinu kunna lystiskipi Arkadíu, en það er einmitt farkosturinn, sem við sjá- um hér á myndinni. Frá Lundúnum ekur hinn hamingjusami með nýtizku langferðabifreið norður eftir öllu Englandi til Edinborgar í Skotlandi. Er það ferðaskrifstofan Sunna, sem annast sjóferðina með Arkadíu og ökuferöina í Englandi, og ætti það sannarlega að vera trygging fyrir fyrsta flokks fyrirgreiðslu. Ökuferðin tekur tvo daga, og verður komið við á ýmsum merkisstöðum og það slcoðað, er helzt má verða til gagns og gamans. Er ekki að efa, að sú för verður bæði ánægjuleg og eftirminnileg, því að fá lönd heims eru eins rík að sögulegum minjum og öðru athyglisverðu og gamla, góða England. í Edinborg verður fegursta fley hins íslenzka flota, Gullfoss, til taks og flytur vinningshafa á fyrsta farrými til Reykjavikur. Ferð með Gullfossi hefur löngum þótt góður munaður, og mun liún býsna vel fallin til að binda endahnútinn á þessa ævintýralegu för. Framliald á bls. 42. SJONVARPSTÆKI Fyrsti og verðmætasti ýinningurinn í verðlaunagetraun Vikunnar að þessu sinni er frábærlega vandað sjónvarpstæki af PHILCO-gerð frá O. Johnson & Kaaber. Verð þess er kr. 18.000 í útsölu. Þess mun áreiðanlega skammt að bíða, að stofnsett verði íslenzk sjónvarps- stöð og er því kominn tími til, að menn tryggi sér góð tæki. Sá, sem PHILCO- tækið hreppir slær þvi tvær flugur í einu höggi! Sparar sér álitlega upphæð og hlýtur óvenjugott sjónvarpstæki, og er auk þess vel viðbúinn þeim merkisdegi, er íslenzkt sjónvarp tekur til starfa. Sjónvarpstækjum fjölgar nú óðum á íslenzkum heimilum og innan skamms bætist enn eitt i hópinn. Er það hið girnilega PHICO-tæki, sem Vikan gefur les- endum sinum tækifæri til að eignast. PHILCO-sjónvarpstækin njóta alveg sérstakra vinsælda um heim allan, og mun sú einnig verða raunin á íslandi. PHILCO-sjónvarpstækin eru við hæfi hinna vandlátu, og valda engum vonbrigðum. GETRAUNIN: HVAÐ HEITIR FJALLIÐ? VERÐLAUNAKEPPNIVIKUNNAR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.