Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 2
VEL KLÆDD —
ÁNÆGÐ.
TEDDY-sportbuxurnar
eftirspurðu
fyrir
veturinn.
50% ull —
50% spun rayon.
VEL KLÆDD - ÁNÆGÐ
HEVELLA - jakkinn
ér óvenju fallegur, enda vinsæll. Efnið er
vandað apaskinn með áferð ekta leðurs.
* Regnheldur * Vindheldur ★ Þolir
þvott ★ Þolir hita ★ Þolir frost.
Heildsölubirgðir:
S O LID O, umb. & heildv.
Sími 18950. — Reykjavík.
1 fullri nlvöru:
Hrekkir eða ....
Ég hef verið að brjóta heilann,
alveg síðan að Lufthansa flugvél-
arnar voru látnar lenda á Kefla-
víkurflugvelli utan við allt pró-
gramm. Sá, sem hringdi til skrif-
stofu Lufthansa í New York, gerði
blöðunum hér heima engan smá-
greiða, bjargaði bókstaflega forsíð-
um og reyndar fleiri síðum allra
dagblaðanna hér, sem voru hvorki
meira né minna en sex um það
leyti.
En ég hef sem sagt verið að
hugsa: Getur verið eitthvað fiff í
þessu? Máttur auglýsingarinnar er
mikill. Þegar svona lagað er gert,
kemst nafn Lufthansa á varir hvers
manns næstum um allan heim.
Sumir segja, að frægð að endemum
sé betri en engin frægð, og því
betra að vera þekkt flugfélag fyrir
það, að sprengjur geti leynzt í vél-
unum en að vera alls ekki þekkt.
Einnig gæti þetta verið dágóð aug-
lýsing um það, að félagið geri allt
fyrir öryggi farþeganna. En þar á
móti stangast það, að stöðvun véla
flugfélagsins er svo ægilega kostn-
aðarsöm, að það er vafasamt, að
auglýsingadeildin megi bruðla
þannig. Fyrir utan beinan kostnað
af kyrrsetningunni má búast við
einhverjum skaða af því, að menn
hugsa sig um tvisvar, áður en þeir
kaupa farmiða með þeim vélum,
sem líkur eru til að beri vítisvélar
innan borðs, en það er fyrst og
fremst það atriði, sem er neikvætt
við slíka auglýsingu.
Einnig gæti manni dottið í hug,
að leyniþjónusta einhvers ríkis, t.
d. Bandaríkjanna, hefði verið að
verki. Segjum til dæmis, að grun-
ur hefði leikið á því, að einhver
erlendur opinber starfsmaður, sem
farþegi væri með einhverri vélinni,
væri með eitthvað það í fórum sín-
um, sem yfirvöldunum væri akkur
í að ná í, t. d. að einhver sendiherra
væri með eiturlyf í töskunni sinni
eða annað því um líkt, en eins og
kunnugt er má ekki hnýsast í far-
angur þeirra eins og hverra ann-
arra óbreyttra ferðamanna. Var þá
ekki upplagt, að reikna út hvaða
flugvöllur væri næst viðkomandi
vél, þegar þeim er skipað að lenda
öllum á næsta flugvelli, og koma
því á þann hátt þannig fyrir, að
viðkomandi vél lendi þar sem
leyniþjónustunni er auðveldast að
komast til að rannsaka farangur
viðkomandi sendiherra, því jafnvel
slíkir menn eru ekki friðhelgir,
þegar um sprengjuleit er að ræða.
Þetta er að vísu svo svívirðileg að-
ferð í garð flugfélagsins, að ótrú-
legt er að henni sé beitt nema í
verstu neyðartilfellum, og verður
því þessi möguleiki að teljast næst-
um útilokaður — nema það sé hugs-
anlegt að þetta sé gert í samvinnu
við flugfélagið og stjóm viðkom-
andi ríkis borgi gífurlega fjárhæð
fyrir vikið.
Fleira getur komið til greina, þótt
mér hafi ekki dottið það í hug. En
að þessu athuguðu, sem að framan
er greint, virðist varla annað trúan-
legt, en að um hreinan hrekk hafi
verið að ræða, að einhver bölvaður
dóninn, hafi í raun og veru hringt
til Lufthansa og tilkynnt þeim, að
Framhald á bls. 29.