Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 14
Þorsteinn Geirsson.
„LEIKLISTAR-
ÁUUGI ER MJÖG
MIKILL MEÐAL
I VGA rÖLKSIVS-
Rætt við
Þorstein Geirsson,
formann
Leikklúbbs Æskulýðsráðs.
Það hefur löngum verið óska-
draumur fjölmargs ungs fólks að
eiga einhvern tíma eftir að koma
fram á leiksviðinu og verða ef til
vill með tíð og tirna kunnir og dáð-
ir leikarar. Því miður hafa þó fáir
— alltof fáir — séð þann draum
rætast sökum óhagstæðrar aðstöðu
í okkar litla og fátæka þjóðfólagi,
svo og af ýmsum öðrum ástæðum,
sem orðið liafa þessum áformum til
trafala. En til eru þeir menn, sem
ekki láta mótlæti og byrjunarörð-
ugleika buga sig, heldur brjótast
ótrauðir áfram og ná oft og tíðum
ótrúlega langt vegna dugnaðar síns
og bjartsýni. Mér er ekki grunlaust
um, að hann Þorsteinn Geirsson,
ungi maðurinn, sem situr andspænis
mér við borðið, sé einn hinna siðar-
töldu, — en hann er einmitt for-
maðurinn í nýlega stofnuðum Leik-
klúl)b Æskulýðsráðs, sem innan
skamms mun liefja fjöruga leiklist-
arstarfsemi liér í borg, öðrum til
eftirbreytni og ánægju. Þar sem
liér er um niikla og nierka nýjung
í lista- og skemmtanalífi höfuðstað-
arins og raunar landsin alls að
ræða, hefur Vikan komið að máli
við Þorstein og beðið hann að svara
nokkrum spurningum um leikklúbb-
inn, starfsemi hans og fólkið, sem
í honum starfar.
— Viltu ekki byrja á því að segja
okkur, hvernig þessi leikkíúbbur
varð til, Þorsteinn?
— Ja, — þegar Reykjavíkurborg
fékk Æskulýðsráði Tjarnarbæ til
afnota, ])á fæddist sú hugmynd hjá
forráðamönnum ráðsins að nota
húsið meðal annars til leikstarfsemi
æskufólks. Var því efnt til stofnun-
ar leikklúbbs æskufó’ks á síðast-
liðnu vori, sem skyldi hafa aðstöðu
til leiklistariðkana og æfinga í
Ilöfða, æskulýðsheimili Reykjavík-
urborgar, en gæti jafnframí haldið
leiksýningar hér í Tjarnarbæ.
Iíjarninn í þessum leik íúbbi var
hópur unglinga úr leikskólunum,
sem j)á fyrir skömmu hafði byrjað
æfingar á leikritinu Herakles eftir
Húrrenmatt í því skyni að sýna það
almenningi, þegar þar að kæmi.
Séra Bragi Friðriksson fram-
14 VIKAN
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs var
aðaldriffjöðurin i þessum fram-
kvæmdum og fékk hann Gísla Al-
freðsson leikara í lið með sér, en
liann er leikstjóri og leiðbeinandi
við æfingar á Heraklesi. Hafa þeir
séra Bragi og Gísli unnið mikið og
gott starf við stofnun þessa klúbbs.
— Hver er svo tilgangur klúbbs-
ins?
— Tilgangur klúbbsins er sá, að
efla leiklistaráhuga ungs fólks og
UNGA
FÓLKIÐ
Borgar Garðarsson og Helga Löve sem Fýleus og Deianíra,
veita því tækifæri til að gefa sig að
leiklist. Markmið klúbbsins er alls
ekki það eitt að færa á svið leik-
rit, heldur einnig og ekki síður það
að efna til umræðufunda um leik-
húsmál, kynna mönnum sem flestar
hliðar leikhúslífsins, stúdera leik-
ritahöfunda og verk þeirra o. s. frv.
— Er k’úbburinn opinn öRu ungu
fólki eða verða menn að uppfylla
einliver ákveðin skilyrði til að fá
inngöngu í hann?.
— Allt æskufólk á aldrinum 16—
25 ára hefur réit !il inngöngu. Inn-
tökuskilyrði eru eiginlega engin
önnur — við útilokum engan frá
þátttöku, þó að hann hafi ekkert
fengizt við þetta áður, heldur látum
slíkt fólk starfa sem mest i þessu
eina tvo eða þrjá mánuði, og á það
þá að hafa viðhlitandi byrjunar-
þjálfun.
—• Hvað eru margir starfandi
meðlimir í klúbbnum?
— Þeir munu vera um 35. bæði
piltar og stúlkur, og ég vona fyrir
hönd klúbbsins, að sú tala muni
margfaldast, áður en langt um líð-
ur.
— Og hvernig hefur starfið geng-
ið bað sem af er?
— Þetta er nú allt á byrjunar-
stigi, svo að ekki er timabært að
tala um mikinn árangur enn þá.
Við byrjuðum í vor að æfa leikritið
Herakles eftir Dúrrenmatt eins og
ég gat um áðan og búizt er við, að
frumsýning þess verði i Tjarnarbæ
í byrjun október. Um væntanlegt
vetrarstarf er annars það að segja,
að starfsárið hefst 20. september
að þvi er áætlað er, og verða næstu
Jónas Jónasson, Borgar Garðarsson og Helga Löve —
Herakles, Fýleus og Deianíra.
; \ - j
Helga Löve og Jónas Jónasson í hlutverkum sínum.