Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 19
UPPSKRIFTIR OG MATARTILBÚNINGUR
EFTIR BRYNDÍSI STEINÞÓRSDÓTTUR —
ef vill. B;ikað í um það ]jí 1 45 mín. við 175
gráðu hita
KRYDDKAKA (Eggjalaus).
1% (11 sýróp, :!A (11 vatn, 1 msk. smjör, 250
gr hyeiti, 75 gr sykur, 1 stór tesk. negull,
1 tesk. engifer, 2 tesk. kanell, 1 tesk. sóda-
duft (natron).
Sýróp, valn og smjör er velgt við hregan hita.
Kælt. Hveitið er sáldrað með kryddinu og_ sóda-
duftinu, sykrinum h'andað þar saman við, vætt
í með sýrópsbráðinni. Hringmót er smurt og
brauðmylsnu stráð í það. Deigið er látið þar i
og bakað við 175 gráður i 45—50 min. Þá er
kökunni hvolft úr mótinu, kæld og skorin þvers-
um í 2—3 lög, sem íögð eru saman með súkku-
laði smjorkremi:
150 gr smjör eða smjörliki, 150 gr flórsyk-
ur, 3 msk. kakaó, 2 egg.
Smjörið er hrært lint og siðan með flór-
sykrinum sem áður er sáldraður. Kakaóið er
sáldrað þar saman við og eggin siðan hrærð
þar í eitt og eitt í senn.
Kakan er lögð saman með kreminu og þvi
einnig smurt á hliðarnar. Efsti liluti kökunnar
er hulinn flórsykurbráð. Þ. e. 150 gr flórsykur
er sáldraður með 2 msk. af kakaói, þynnt út
með dálitlu sjóðandi vatni.
Skreytt með hálfum valhnetukjörnum.
Betra er að hita kökuna bíða nokkra tíma
áður en hún er borin fram.
DÖÐLUKAKA.
250 gr smjörlíki, 250 gr púðursykur, 3 egg,
375 gr hveiti, 1 lítil tesk. natron (sóda-
duft), 1 tesk. kardemommur, 10 stk. döðl-
ur, 2 msk. rifið súkkulaði, (saxaðar möndl-
ur og rúsínur ef vill).
Smjörlikið er hrært lint og sykurinn hrærð-
ur saman við þar til það er iétt og ljóst. Eggin
eru hrærð saman við eitt og eitt i senn. Hveitið
er sáldrað með natroni (sódaduftinu) og karde-
mommuin. Döðlurnar eru skornar smátt, bland-
að sainan við hveitið. Hrært varlega saman við
deigið ásamt söxuðum möndlum og rúsinum
ef vill. Bakað í vel smurðu móti við fremur
hægan hita.
GRÁFÍKJUKAKA.
3 bollar haframjöl, 2% bolli hveiti, 3 tesk.
lyftiduft, 2 bollar púðursykur, 250 gr smjör-
líki, 2 egg.
Hveitinu og lyftiduftinu er sáldrað saman við
haframjölið og púðursykurinn. Smjörlíkið mul-
ið i og vætt i með eggjunum. Hnoðað. Látið
híða á köldum stað um stund.
Gráfíkjurnar, sem áður hafa verið lagðar i
b’eyti eru hakkaðar og hrærðar með púður-
sykri eftir bragði.
Deiginu er skipt i tvennt og helmingur þess
látinn á botninn í vel smurðu aflöngu eða kringl-
óttu móti, þar yfir er maukið látið og þvi næst
það sem eftir er af deiginu. Bakað við meðal
hita þar til kakan er gegnum bökuð og fallega
brún. Góð nýbökuð með þeyttum rjóma.
SÚKKULAÐIKAKA MEÐ
LÍK JÖRKREMI.
100 gr smjör eða smjörliki, 2 bollar sykur,
4 egg, 2 bollar hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 2
msk. kakaó, 1 bolli mjólk, 30 gr möndlur.
Smjörlikið er hrært lint, sykurinn hrærður
vel saman við og eggin siðan eitt og eitt i senn.
Hveiti, lyftidufti og kakaói er sáldrað saman
og lirært út i smátt og smátt ásamt mjólkinni.
Síðast eru saxaðar afhýddar möndlurnar látn-
ar út i. Bakað i einu til tveim frernur stórum
kringlóttum tertumótum.
KREMIÐ.
Kremið: 2Vj dl mjólk, vanilja, 2 eggjarauð-
ur, 30—40 gr sykur, 30 gr hveiti, 100 gr
smjör, 50 gr. súkkulaði, kaffi 1—2 msk.,
likjör.
Mjólkin er hituð með vaniljustönginni sé hún
notuð. Eggjarauðurnar hrærðar vel með sykr-
inum og hveitinu siðan hrært þar saman við.
Þegar mjólkin sýður er henni helit út í eggið
ög þeytt vel i á meðan, siðan er öllu hellt i
pottinn aftur og hrært stöðugt í þar til sýður.
Hellt í skál, örlitlum sykri stráð yfir, til að ekki
myndist skán, og kælt. Súkkulaðið brotið smátt
og brætt yfir gufu, hrært jafnt með 1—2 msk.
af sterku kaffi. Smjörið er lirært vel og kaldri
eggjabráðinni ásamt kældu súkkulaðinu hrært
saman við smátt og smátt. Siðast er líkjörn-
um blandað saman við. (í staðinn fyrir likjör
er ágætt að nota margs konar önnur bragð-
efni).
Aðskiljist kremið er skálin sett yfir pott með
lieitu vatni og þeytt vel í þar til það er jafnt.
Kreminu er síðan smurt á milli kaldra köku-
botnanna, sem betra er að kljúfa séu þeir mjög
þykkir. Yfirborð kökunnar hulið með afgangn-
um. Skreytt með möndlum og t. d. kirsuherj-
um eða vinberjum. Iíakan er góð, drjúg og
geymist vel á köldum stað.
SMÁKÖKUR MEÐ
KÚRENNUM.
250 gr hveiti, % tesk. lyftiduft
og % tesk. natron (sódaduft, 125
gr sykur, 175 gr smjörliki, Vz bolli
kúrenur, 1 egg, 1 tesk. vaniijudrop-
ar.
Hveitið er sáldrað með lyftiduft-
inu og natróninu. Sykrinum og kú-
renunum blandað saman við, smjörlík-
ið mulið í og vætt með eggi og vanilju-
dropum. Hnoðað. Kælt. Flatt út frem-
ur þykkt, mótað í kringlóttar eða fer-
kantaðar kökur, sem bakaðar eru við
góðan hita þar til þær eru ljósgul-
brúnar.
KÓKÓSTOPPAR.
(20—25 kökur).
2 egg, 2 dl sykur, 6 dl kókosmjöl,
1 tesk. vaniljusykur eða dropar,
50 gr suðusúkkulaði, 50 gr appel-
sínusúkkat eða annað súkkat sem
fyrir hendi er.
Eggin eru þeytt með sykrinum þar
til þau eru létt og ljós. Súkkulaðið og
súkkatið saxað i fremur smáa bita og
blandað varlega saman við eggin ásamt
kókosmjölinu og vaniljunni. Látið með
teskeið á vel smurða hveitistráða plötu.
Bakað við vægan hita (180—200 gráð-
ur) í um það bil 12 mínútur eða þar
til kökurnar hafa fengið ljósgulbrún-
an lit og eru gegnum bakaðar. Ath.
þegar kökunum er raðað í kassa cr
beíra að' láta smjörpappír á milli lag-
anna og nauðsynlegt er að kassinn
sé vel loftþéttur.
í staðinn fyrir að láta saxað súkku-
laði i deigið er gott að dýfa efsta hluta
kökunnar i bráðið súkkulaði.
YIKAN 19