Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 39
SMÁ-
saga:
Reiðbuxna
herrann
„ÞJÓNN, ÞJÓNN, '
ÞJÓNN.“
REIÐBUXNAHERRANN
HRÓPAÐI í
SAMFELLDRI RUNU,
Æ HÆRRA OG HÆRRA.
Lestin var enn ófarin frá Peiping.
Klefafélagi minn sem svaf í efra
bálki, var klæddur reiðbuxum, með
gleraugu, í bláum silkijakka og blá-
ar flókabomsur á fótum, kínversk-
um hárpenna stungið í vestisvas-
ann. Hann varpaði afar hæversklega
fram þessari spurningu: „Komst þú
í lestina í Peiping?“
Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð
veðrið. Lestin hafði enn ekki lagt
af stað; hvaðan gat ég komið nema
frá Peiping? Bezt að spyrja á móti:
„En hvaðan kemur þú?“ einnig
mjög kurteislega. Ég vonaði hann
segði frá Hankó, eða einhverjum
enn fjarlægari stað, því að það gæfi
til kynna að járnbrautarlestirnar í
Kína þyrftu ekki að fylgja sporinu,
en gætu farið hvert á land sem
þeim þóknaðist.
Hann steinþagði, virti fyrir sér
rúmbálkinn, og kallaði af öllum
líkamskröftum: „Þjónn.“
Þjónninn var önnum kafinn við
að bera farangur farþeganna og
vísa þeim í rétta klefa. Þó heyrði
hann þetta brýna kall. Jafnvel þótt
starf manns hefði heimsþýðingu,
hlyti maður að hlýða slíku kalli.
Þjónninn kom hlaupandi.
„Náðu í teppi,“ sagði reiðbuxna-
herrann.
„Gjörið svo vel að hinkra eilítið
við, herra.“ Þjónninn var mjög hæ-
verskur. „Ég bý um yður, strax og
lestin er komin af stað.“
Reiðbuxnaherrann boraði vísi-
fingri upp í nasir sér, en hafðist
annars ekkert að.
Þegar þjónninn hafði gengið tvö
skref:
„Þjónn!“ Þetta skipti stóð lestin
beinlínis á reiðiskjálfi. Þjónninn
snéri sér við skjótt, eins og hvirfil-
vindur.
„Náðu í kodda.“ Reiðbuxnaherr-
ann gat sennilega sætt sig við að
láta teppið bíða, hins vegar yrði
hann að fá kodda án allra vafn-
inga.
„Herra, gjörið svo vel að bíða
andartak. Eg er önnum kafinn 1
svipinn. Gjörið svo vel að bíða,
þangað til ég fæ tóm, og teppið og
koddinn verður sent samtímis."
Þjónninn talaði mjög hratt, en þó
enn kurteislega.
Þjónninn sá að svar hans fram-
kallaði engin svipbrigði á andliti
Reiðbuxnaherrans, en þegar hann
hafði rétt snúið sér við og ætlaði
að halda leiðar sinnar ... þetta
skipti dansaði lestin hálfa eilífð á
teinunum: „Þjónn!“
Þjónninn hrökk í kút af ofboðinu
og flýtti sér að líta við.
„Náðu í te.“
„Herra, gjörið svo vel að doka
við stundarkorn. Ég næ í teið um
leið og lestin leggur af stað.“
Engin svipbrigði sáust á Reið-
buxnaherranum. Þjónninn brosti af
ásettu ráði, eins og í afsökunar-
skyni. Snéri sér síðan hægt og sett-
lega við, virtist vilja forða því að
hann missti fótanna, ef næsta kall
kæmi óvænt. Hann var rétt búinn
að snúa sér örugglega við og bjóst
til að tifa sem örugglegast tveim
fótum burt, þegar þrumur brutust
út að baki honum: „Þjónn.“
Annað hvort hefur þjónninn gert
sér upp heyrnarleysi eða var hljóð-
himnan sprungin. Að minnsta kosti
leit hann aldrei um öxl, heldur
gekk hröðum skrefum á brott.
„Þjónn, þjónn, þjónn.“ Reið-
ibuxnaherrann hrópaði í samfelldri
runu, æ hærra og hærra. Fólkið
sem var samankomið á brautar-
pallinum hljóp saman í einn hnapp,
hélt að eldur væri laus í lestinni
eða að dauðsfall hefði orðið. En
þjónninn lét hvergi að sér kræla.
Reiðbuxnaherrann boraði enn upp
í nefið á sér og settist á bálkinn.
Hann virti fyrir sér hnén á sér,
hengdi höfuðið, hengdi það eins
djúpt og það náði lengst niður, bor-
aði fingrunum í nefið, jafnaði sig
í framan í einu kasti. Síðan spurði
hann mig: „Ferðast þú á öðru far-
rými?“ Ég varð enn forviða, ég
hafði einmitt keypt miða á annað
farrými, mátti vera að ég hefði
farið upp í skakkan vagn?
„Hvað um þig?“ spurði ég.
„Á öðru farrými. Þetta er annað
farrými. Annað farrými hefur
svefnvagna. Fer lestin ekki að fara
af stað? Þjónn.“
Ég náði mér í blað.
Hann stóð upp og taldi farang-
ur sinn, alls átta hlutir, öllu raðað
í bálk eins herbergisfélagans. Báðir
efri bálkarnir voru undirlagð-
ir hann einan. Hann tvítaldi,
sagði svo: „Hvar er þinn farangur?"
Ég svaraði engu, ég misskildi
hann. Hann vildi mér gott, því að
hann bætti við: „Ótuktans þjónn-
inn, hví færir hann þér ekki farang-
urinn?“
Ég komst ekki hjá því að svara:
„Ég^hefi engan farangur.“
„Úff,“ hann kipptist við, eins og
það væri brot á siðgæðislögmálinu
að ferðast án farangurs. „Ef ég
hefði vitað það í tæka tíð, hefði
ég komizt hjá því að borga sér-
staklega undir þessar fjórar leður-
töskur.“
Röðin var komin að mér: „Úff.“
Með sjálfum mér hugsaði ég: Mik-
il guðsmildi að hann vissi það ekki
fyrir, því hvar væri staður til að
sofa, ef fjórar töskur bættust við?
Nú kom klefafélagi í bálkinn
gegnt mér. Hann hafði heldur eng-
an farangur að undanskilinni einni
skjalatösku sem hann hélt á í
hendinni.
„Lux er mín sápa“, segir Martha Hyer. „Ég hef
notað Lux árum saman Hún var mér góður fé-
lagi, þegar ég kom til Holiywood. Þið megið
ganga að þvi vísu, að Lux-sápan fyrirfinnst á
snyrtiborði sérhverrar kvikmyndastjörnu".
Já, þegar þér notið Lux-sápu, er ekki eingöngu
um andlitsþvott að ræða — heldur og fegurðar-
meðhöndlun. Og þér munuð verða Martha Hyer
sammála um það, að betri sápu fyrir hörundið
getur ekki.
Þér (getið notið fegurðarleyndardóms Mörthu Hyer
HANDSÁPA
„Ég nota Lux-sápu á
hverjum degi“, segir
Martha. „Ég
komizt að raun
um, að
verndar
undslit
eins og
verður á
ið“.
hef
lnin
hör-
minn
bezt
kos-
hvít, bleik, blá,
græn og gul
9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu
X-L.TS 923/lC-»04t-50
YIKAN 39