Vikan


Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 4
Það er hverri húsmóður í blóð borið að hafa gaman af bakstri og matreiðslu en að- stæður þeirra eru ótrúlega misjafnar. En hafi þær eignast Ken- wood-hrærivél, þá verður þetta leikur einn. Kenwood- hrærivélin vinnur fyrir þær öll erfiðustu verkin. Hún hrærir, hnoðar, pískar og hakkar og auk þess eru til ýmiss önnur hjálpartæki fyrir vélina. Sem sagt Kenwood léttir húsmóðirinni heimilis- störfin. Það er þess vegna, sem hver hagsýn húsmóðir velur Kenwood hrærivélina. Verð kr. 4.890,00. AFBORGUN ARSKILMÁLAR Uekla Austurstræti 14 Sími 11687. Talmál - Ritmál... Kæri Póstur. Ég var að koma úr Háskólabíói, þar sem ég sá íslenzku bíómyndina „79 af stöðinni“. Myndin var að mörgu leyti ágæt, þótt ýmislegt hefði auðvitað mátt betur fara, eins og gagnrýnendur blaðanna eru margbúnir að sýna fram á. En mig langar til að leggja út af einu, sem stakk mig allillilega. Það er þessi gífurlega klaufska flestra íslendinga við að skrifa venjulegt talmál, þegar slíkt á við. Ég get vel afsakað mærð og orða- flúr á prenti, en sjaldnast fer slíkt jafnvel í munni manna. Ég man soss- um ekki mörg dæmi um slíkt í þessari mynd, og ekki segi ég, að hún sé neitt verri en ýmislegt ann- að, en myndin varð einfaldlega til að hvetja mig til að hripa niður þessar lítilfjörlegu hugleiðingar mínar. Málið, sem leikurunum er lagt í munn, hljómar oft bókstaf- lega hlægilega, vantar alla lipurð. Tyggjójórtrandi símastúlka í mynd- inni er t. d. látin segja (minnir mig) „Ég hef sagt, að þú sért við“. Þetta heitir á eðlilegu talmáli: Ég er bú- in... o. s. frv. Og fábrotnir leigu- bílsstjórar, sem ekki sitja og velta fyrir sér hinztu rökum tilverunnar á hverjum degi (þótt myndin vilji svo vera láta) segja í myndinni t. d. „einungis" og „einnig“ í staðinn fyrir bara og líka. Það er undarlegt, hvað flestir þeir, sem ætla sér að skrifa talað mál, fara klaufalega að. Þetta snobberí fyrir ritmáli geng- ur orðið svo langt, að sami hlutur- inn heitir ólíkum nöfnum í talmáli og ritmáli. Ágætisorð, sem eru búin að vinna sér fastan sess í munni fólks, eru hreint og beint bannorð á prenti. Fólkið heldur dauðahaldi í þessi ritmálsorð, úthrópar sjálft sig sem einhverja menningar- og málhreinsunarpostula, en það áttar sig ekki á því, að ef það notaði sum þessi ritmálsorð í töluðu máli, yrði beinlínis hlegið að því. Hvað er sosum að orðum eins og fótbolti, bíll, bremsa, bíó? Hvers- vegna er verið að rembast við að halda í orðin knattspyrna, bifreið, hemlar og kvikmyndahús? Ég skil það ekki. Þessi fjögur orð eru aðeins fjögur lítil dæmi um þennan kjána- skap. Ég sé, að þessi skrif mín eru orðin á við eina meðal doktors- ritgerð, svo ég ætla að fara að slá botninn í þetta. Ég þakka svo pent fyrir mig og bið að heilsa. Dúlli. Sljóleiki. Póstur sæll! Mig langar að segja þér svolítið, og ég veit vel, að það er margbúið að skrifa um þetta, en meðan þessi fjári viðgengst, finnst mér árakornið ástæða til að hamra járnið. Ég á von á barni og þar af leið- andi komin með heljarmikla bumbu framan á mig, sem ekki dylst nein- um, enda er ég ekkert að reyna að fara í felur með það. Ég fer með strætó í bæinn næst- um á hverjum degi, og eins og stræt- óum er tamt, er minn strætó yfir- leitt fullur og fátt um sæti. Og ef maður fær ekki sæti strax, þá eru sáralitlar líkur á því að maður fái sæti, hvernig sem maður er á sig kominn. Það er oft verið að kvarta yfir því, að unga fólkið sé ekki skjótt til að standa upp fyrir gamla fólkinu, en mín reynsla er sú, að unga fólkið sé ekkert verra en hvað annað fólk. Ég skal ekki segja, hvort minn strætó er einhver undantekn- ing, en síðustu, ja, hundrað skiptin, sem ég hef farið með strætónum mínum — með bumbuna út í loftið — hefur mér verið boðið sæti, ja, sex sinnum, og það eru engar ýkjur. Eins og gefur að skilja er mér kunn- ugt um aðrar konur, sem eins er ástatt fyrir og mér, og flestar þeirra þurfa að fara í strætó, sumar jafn- vel mörgum sinnum á dag, og það er svo skrýtið með það, að þær hafa nákvæmlega sömu sögu að segja. Og gamalmennin — biddu fyrir þér — farlama gamalmenni verða veskú að húka upprétt með sína gigt og hvaðeina, á meðan hressilegir bisn- esmenn sitja sem fastast á sínum rassi og horfa sljóum augum út í buskann. Þetta gremst mér svo ósegjanlega, að ég er að sturlast — því miður hef ég ekki þann kjark að taka til máls um þetta í strætón- um. Hvernig í ósköpunum get ég einhvem veginn hefnt mín á þess- um sljóu, sinnuleysingjum? Gefðu mér einhver, bara einhver ráð, Vika mín. B. K. L. — Það er ósköp lítið hægt að gera nema hamra á þessu í sí- fellu. En ég get bent þér á eitt, sem e. t. v. gæti veitt þér ein- hverja móralska uppreisn: Sigt- aðu út einhvern sljóleikadurtinn, sem aldrei dettur í hug að standa upp fyrir þinni bumbu, svo að ekki sé talað um farlama gamal- mennin. Næst þegar þér tekst að fá sæti og honum ekki, skalt ÞÚ STANDA UPP FYRIR HON- UM með alla þina breiðu bumbu. Ef hann skammast sín ekki — ja, þá getum við alveg eins gef- izt upp í baráttunni gegn þessum hugsunarlausu herrum. Stefnuljós... Góða Vika mín, bentu þessum bílstjórum á, að stefnuljósin séu til að tilkynna, að bíllinn ætli að fara að taka beygju, en ekki, að hann sé búinn að því. Gúi. ... á stefnuljós ofan... Póstur góður. Þú ert oft drjúgur með að leysa úr spurningum þeirra, sem eitthvað vilja fræðast. Mig langar að segja þér dálitla sögu og spyrja þig svo. Sagan er svona: Um daginn ók ég út í Hafnarfjörð. Þegar ég kom í brekkuna sunnan við Kópavog, var á undan mér stór steypubíll, sem ég sá hvorki undir, yfir né fram hjá. Ég þorði ekki að fara fram úr, af því ég vissi að við vorum rétt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.