Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 3
VIKAN
og taeknirt
Loftförin
aftur á upp-
siglingu.
Allmiklar líkur virðast nú fyrir þvi, að hafin
verði aftur smíði stórra ioftfara, í Hkingu við
hið fræga risaloftfar, „Graf Zeppelin", sem hóf
áætlunarflug yfir Atlantshaf árið 1928, og hélt
því slysalaust uppi um langt skeið, auk þess
sem það heimsótti flest lönd heims á hnatt-
flugi sínu — kom meðal annars við hér i
Risaloftfarið
,Graf Zeppelin“ í lofti,
II tlftl , i II
Þessar myndir sýna, að ekki var amalega búið
að farþegunum í risaloftförunum í gamla daga.
Reykjavík, eins og margir eflaust muna. Þvi
miður varð hið hryggilega s’ys, er risaloftfar-
ið „Hindenburg“ brann á lendingarvelli í
Bandaríkjunum og fjöldi fólks fórst, til þess að
draga mjög úr byggingu og notkun slíkra farar-
tælja. En nú eru uppi raddir um það, að tími
sé tii kominn að hefja smíði þeirra á ný, bæði
i Bandaríkjunum og á Vestur-Þýzkalandi —
og nú æíti ekki að koma til þess, að Bandaríkja-
menn ncituðu Vestur-Þjóðverjum um óeldfimt
gas, en það var m. a. orsök Hindenburgs-brun-
ans, enda þurfa þeir ekki framar að biðja
ufn slíkt gas.
Vegna hins mikla burðarmagns sins eru risa-
loftförin kjörin til að annast þungaflutninga á
langleiðum, og yrði slíkur flutningur ekki ein-
göngu mun fljótari en með skipum, heldur og
ódýrari, segja talsmenn loftfaranna. Þ.ar að
auki eru þau mun öruggari í lofti — þvi að
nú er ekki neinum vandkvæðum bundið að
framleiða algerlega óeldfiml gas — en nokkur
önnur flugtæki, þar sem hreyfilbilun hefur
ekki nein áhrif á siglingu þeirra, nema kannski
til seinkunar. Þau eru að vísu nokkuð háð
veðri; láta illa að stjórn i ofsaroki, en ekki
Framhald á bls. 38.
Stærsta „grindarlausa“ loftfarið, sem framleitt
hefur verið í Bandaríkjunum. Það er búið lang-
drægum radartækjum og útbúnaði til að fylgj-
ast með ferðum kafbáta, og veðurathugana-
tækjum þar að auki.
VIKAM
Útgefandi; llilmir h.f. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323.
Rilstjóri: PósthóJf 149. Afgreiðsla og dreifíng:
Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími
Gísli Sigurðsson <ábm.). 36720. JDreífingarstjóri Óskar Karls- son. Verð 1 iausasölu kr. 20. Áskrift-
ts* arverð er 250 kr. ársþriðjungslega.
Framkvæmdastjóri: greiðist fyrirfram. Prentun: Hilrnir
lliimár A. Kristjánsson. h.f. Myndarnót: Rafgraf h.í.
FORSIÐAN
Forsíðumyndin sýnir að þessu sinni Jón Leifs, tón-
skáld, við Villa de Erte, í bænum Tívolí skammt
utan við Róm. Eins og sjá má, hefur hann ekki verið
eini maðurinn á þessum skemmtistað þennan daginn — hinar blóðheitu
ítölsku meyjar kunna einnig vel að meta það, sem skemmtistaðurinn hefur
upp á að bjóða. Og inni í blaðinu er viðtal við Jón Leifs.
í næsta blaði verður m.a.:
• Á búrhvalamiðum. Loftur Guðmundsson fer í veiðiferð með
íslenzku hvalveiðiskipi, eini íslenzki blaðamaðurinn, sem slíka
ferð hefur farið.
• Katrín Wallis, íslenzk kona búsett í Hawai segir frá lífinu
þar.
• Ég skal gefa þér gull í tá, rabbað við nokkra skósmiði í
Reykjavík.
• Ég vil gjarnan flytja. Lýsing á kjörum iðnverkamanns á
ítalíu.
• Níundi hluti getraunarinnar um NSU Prinz 4 — næst síðasti
hluti.
• Blóðhefnd — spennandi smásaga eftir Berkely Mather.
• Kvennaopna með uppskriftum af mat og handavinnu.
• Allt fyrir unga fólkið.
• Framhaldssagan: Á eyðihjarni.
VIKAN 3
!