Vikan


Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 5
 komnir að hæðinni, þar sem hun er blindust, en þá gefur steypubílstjór- inn stefnuljós til vinstri — út af veginum. Almennt gilti þetta sem merki um það, að allt sé í lagi að fara fram úr, hvað ég gerði. En þegar ég beygði yfir á hinn vegar- helminginn til þess að fara fram úr honum, kemur bíll á fleygiferð á móti, og mér rétt tókst að rífa minn bíl aftur ínn á réttan vegarhelming. Nú langar mig að spyrja: Hefði ég lent í árekstri þarna, hvor hefði átt sökina, ég eða steypubílstjórinn? Það skal tekið fram, að ég hafði vitni að því, að hann gaf stefnumerkið. Vonast eftir svari sem fyrst. ÖÞ. — Líklega hefðir þú einn verið í sök. Bílstjórinn á steypubílnum hefði getað verið að gefa ein- falt merki um það, að hann ætl- aði að beygja til vinstri — það vissir þú ekkert um. Þess vegna var ekki hægt að hanka hann á þessu. Auk þess sagðist þú hafa vitað, að þarna væri blindhæð — veiztu ekki, að það er bannað að aka fram úr á blindhæð — hvað sem hver segir? Þú mátt ekki taka mark á duttlungum annarra bílstjóra — fyrst og fremst verðurðu að fylgja öku- reglunum. Hvenær byrja jólin? ... Kæra Vika. Við erum að velta því fyrir okkur, hvort eigi að telja aðfangadaginn með.þegar taldir eru þrettán dagar til jóla. Ég segi, að jólin byrji ekki fyrr en á aðfangadagskvöld, og þegar komið er kvöld, er dagurinn búinn, svo það hlýtur að eiga að telja hann með. Kunningi minn seg- ir hins vegar, að jólin byrji á að- fangadag, og þess vegna sé Þorláks- messa síðasti dagur fyrir jól. En nú er það sagt um jólasveinana, að þeir byrji að koma þrettán dögum fyrir jól, og þeir byrja að koma þann 12, ef marka má gömlu þjóð- trúna. í fyrra voru bæði Mogginn og Tíminn með jólasveina, og Mogg- inn lét þann fyrsta koma 11. des- ember, en Tíminn 12., eins og álitið var í gamla daga. Ert þú svo fróð- ur, Póstur, að þú getir tekið af skarið? Stekkjastaur & Kertasníkir. — Ég er búinn að bera þetta undir marga mér fróðari menn, en sitt hef ég samt fengið svarið hjá hverjum, svo að ekki treysti ég mér til að leysa úr þessu. Persónulega finnst mér, að við eigum að taka mark á gamalli þjóðtrú og skítt með alla skyn- semi. Og þessi lógík með, að þeg- ar komið sé kvöld sé dagurinn búinn — dagurinn kannski, já, en ekki mánaðardagurinn. Hvaða fiskur? ... Kæri Póstur. Við erum að rífast um það þrjár, hvað það þýði, að einhverjum vaxi fiskur um hrygg. Hvaða fiskur er þetta? Lóa, Bára og Dídí. ■—- í þessari merkingu táknar „fiskur“ vöðvi. Að vaxa fiskur um hrygg er því í bókstaflegri merkingu að fá bakvöðva, sem sagt styrkjast og mannast. Merk- inguna í orðinu fiskur höfum við t. d. einnig í orðinu kinnfiska- soginn. kjæra vika Mér langar til að spirja þig um snýðaþjónustuna í vikunni Mér finst hún ægilega sniðug og gott að geta feingið sona sniðið firir sig og so er það so ódírt að það er alveg met það er bara eitt sem mig lángar til að vita og það er að ef manni lígar ekki ebnið getur maður þá fengið pappírssnið so' maður geti sniðið eftir þí sjálvur :? Ég á tildæmis ægilega lekkert ebni í kjól sem mér lángar til að sauma úr og mig vantar snyð. Ég á heima údi á landi og fæ einga til að snýða firir mig þessvegna vildi ég kauba pappírssnyð af einkverjum kjól sem ég sé í vikunni og gefa upp númer og snýða svo efnið eftir því Er það hægt kjæri póstur? Villtu svara mér fljótt. Snýðalaus. Svar. Þí myöur er ekki hægt að fá pappícssnyð, kjæra snýðakona, þí snýðakonan okkar á ekki nóu sdórann pappír o so þarv hún líga að selja ebnið sitt sem hún er búin að kauba firir peningana sýna. SvaramaÖur snýðaþjónusdunnar. Góði Póstur! Ég geri mér að sjálfsögðu ljóst að Póstur og póstur er alls ekki það sama, — sem betur fer, en samt leyfi ég mér að skrifa þér, kæri Póstur í þeirri von að þú getið komið einhverju góðu til leiðar hjá póstinum. Að vísu má segja að það sé verið að bera í bakkafullan lækinn að ræða meira um póstþjónustuna okk- ar en gert hefur verið, því allir virðast hafa horn í síðu þeirrar þjónustu. En það er sérstaklega eitt atriði, sem ég man ekki til að nokk- ur hafi minnzt á, en mér finnst þess virði að um sé rætt. Það er í sambandi við pósthólfin. Það getur komið sér vel fyrir marga ,og er raunar nauðsynlegt að pósthólf séu til og notuð, enda Framhald á bls. 41. GERBÉRA Hvað er Gerbéra? Gerbéra er blóm, sem upprunnið er frá Austur- löndum. Var það fyrst innflutt til Frakklands árið 1889, ári eftir að það fannst í gullnámu í Transvaal. Blómið Gerbéra hefur ótrúlega mörg og fögur litbrygði og hefur ætíð frá því það fannst, verið stolt allra blómaunnenda. ORLANE í París hefur nú valið tvö litbrygði Gerbérablómsins sem tízkuliti fyrir hina glæsilegu konu 1962. Litirnir eru: OR MAIS & OR RÓSE. ORROSE: er sérstaklega ætlaður fyrir andlitsbjartar og ljós- eygðar konur. ORMAIS: er sérstaklega ætlaður fyrir konur dekkri yfirlitum og dökkeygðar. Gerbera línan samanstendur af: Varalit naglalakki, mak up (Créme Vestale), steinpúðri (Royale Laelia), Lausu púðri (Poudre de Beauty), allt í OR MAIS eða OR ROSE tónum. OKLANE PARÍS Útsölustaðir í Reykjavík: Oculus Stella Sápuhúsið Regnboginn Tíbrá

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.