Vikan


Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 35

Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 35
ELLEFU ERLENDIR ÁFANGASTAÐIR: STAFANGUR i AMSTERDAM i GLASGOW £\ JU ^ f\ gautaborg HAMBORG V 4h- HELSINGFORS ■ —— KAUPMANNAHÖFN H ... tONDON ... LUXEMBORG C 1 NEW YORK •■Ö'i * OSLÓ t ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM in. Hann beygði sig innilega að Laurence og sagði: — Coha er indæl stúlka, er það ekki? — Já, sagði Laurence snöggt. — Hún er ung, en það gifta sig nú allir svo ungir núna, og ég hef ekkert á móti því, að hún eignist mann og losni við eitthvað af þess- um heimskulegu hugmyndum sín- um, sagði Otto Thisbe, lyfti glas- inu og deplaði til hans augunum. Laurence leit undan. — Vitið þér eitthvað, duglegi ungi maður, um fasteignir? hélt faðirinn áfram. Þér lítið út fyrir að hafa vit í kollinum. Þér eruð ef til vill rétti maðurinn fyrir Cohu? — Ég geri ekki ráð fyrir, að þér þurfið að bjóða upp dóttur yðar, herra Thisbe, sagði Laurence hörku- lega. Herra Thisbe setti glasið á borð- ið svo úr því skvettist. Hann var vandræðalegur. Hann hafði komið fram eins og hann hélt að væri rétt, en það hafði misheppnazt. Laurence hjálpaði frú Wadloe og Cohu að setjast, þegar þær komu aftur. Hann var kurteis og þögull og borðaði rækjukokkteilinn með mikilli umhyggju. Hann tók ekki eftir því, að foreldrarnir voru farn- ir að bræta. — Ég fyrirlít þig af öllu hjarta, hrópaði frú Wadloe. — Það kemst enginn upp með að segja við mig! öskraði herra Thisbe til baka. Frú Wadloe öskraði enn hærra og hópur af þjónum nálgaðist. — Reyndu að fá foreldra þína út með þér, hvíslaði. Laurence að Cohu. Hún sat hreyfingarlaus og þegjandi. með lokuð augu. — Coha, hvíslaði hann aftur. Hún reis hægt á fætur og tók undir handleggi foreldra sinna. Þau gengu út eins og líkfylgd í gegn- um salinn. Dansmúsíkin virtist hærri en áður og Laurence tók upp vasaklútinn og þurrkaði sér um ennið. f dyrunum sneri Coha sér við og sagði: — Takk. — Fyrir alla muni, sagði Laur- ence, hringdu til mín, ef þú ert í félagsskap, sem hentar mér. Hann sat einn við borðið og beið eftir reikningnum. Hann vissi af- leiðingar þess — hann var gjald- þrota. Hann átti enfa peninffa leng- ur — og hann hafði tapað Cohu Thisbe. Hann átti ekkert. Þegar hann, klukkutíma sfðar, gekk unt) tröppurnar heima hjá sér, stóð Coha þar og beið, föl og græn- evgð og fallegri en nokkru sinni fyrr. Hann bældi niður reiðina. — Hvað ert þú að gera hér? sagði hann. — Hún veifaði ávísun. — Má ég koma inn? sagði hún. Hann opnaði hurðina þegjandi og sagði henni að setjast. Hún hafði skipt um föt og var nú komin í síð- buxur. Hún rétti honum ávísunina. ■— Þú átt sjálfur að skrifa upp- hæðina á hana, sagði pabbi. Upp- hæðina á reikningnum frá Coco- anut Grove. — Við hverju bjóstu? sagði hann. Að ég mundi neita að taka við henni og segja: Mín var ánægjan! Hún svaraði ekki, en leit í kring- um sig. — Héma býrðu þá ... — Hér bý ég, tók hann fram í fyrir henni. Og hér líður mér vel. Það eru engar dýnur á gólfunum, en þetta er heimili. —- Ég kann vel við heimilið þitt, sagði hún. Hann varð máttlaus í hnjáliðun- um og hélt sér í sófabakið. —• Ég kann líka vel við þig, Laurence, sagði hún vandræðalega. Hann sleppti sófanum og kyssti hana. Hann þrýsti henni fast að sér og kyssti hana aftur og aftur. Loks tók hann um herðar hennar og sagði með hásri rödd. — Þú ert bara að setja þig upp á móti foreldrum þínum með þessu, eða hvað? Ég vil ekki vera neitt tilraunadýr hjá þér, litli bítnik. — Foreldrum mínum líkaði ekki vel við þig, sagði hún hlæjandi. Hann vissi ekki, hvar hann hafði hana. — Ég hélt, að þið ættuð vel saman, sagði hún. Ég hélt að þið væruð lík. En þeim líkaði ekki við þig — og þú getur ekki trúað því, hve ég varð fegin ... Laurence andvarpaði, en tók hana aftur í faðm sér. -—- Stúlka með þitt uppeldi og það líf að baki, sem þú hefur lifað, er ekki sú rétta stúlka til að kvæn- ast. Sá maður, sem fær þig, Coha litla, á ekki alltaf sjö dagana sæla. — Það veit ég, sagði hún. En hún lá mjúk í örmum hans. En ekki er ég að biðja þig að kvænast mér, hvíslaði hún við vanga hans. — Nei, en ég bið þig um það, sagði hann ákafur. Heyrirðu það, Coha, ég er að biðja þín. Hann lyfti henni upp og setti hana í brúna, þægilega sófann. Hún var eins og lítill og léttur fugl. — Héðan í frá ertu litla stúlkan mín, og nú verð ég að byrja á því, að ala þig upp — frá byrjun. .— Heldurðu að það heppnist? sagði hún og færði sig nær honum. — Við reynum það, sagði hann. Við byrjum á því á morgun, að ég hringi til þín og býð þér út á ein- hvern venjulegan stað. Þú átt að vera klædd eins og venjuleg stúlka. Þú verður að læra — já, þú verður að læra að búa til mat. Fólk þarf mat, skilurðu, ég líka, ekki síður en aðrir. Ég þarf að kenna þér svo margt, Coha, um skyldur og þakk- læti. Og svo — guð gefi að mér endist kraftarnir — svo ætla ég að kvænast þér. Við verðum að vinna mikið og spara peninga. Við skulum lifa venjulegu og þægilegu lífi, eins og venjulegar manneskjur. — Ég er sammála ... sagði hún auðmjúk. Hún lokaði augunum. Hún var þreytt og uppgefin eins og barn. Þau hölluðu sér hvort að öðru og hann lokaði líka augunum. Hann fann hvernig róin og svefninn færðist yfir þau. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.