Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 25
í harðri baráttu við sjálfan sig; veitt-
ist mjög örðugt að gera aðra með-
aðila að þeirri hugsun, sem hann
hafði svo lengi alið í leynum.
„Ég skil, Lincoln."
Hún þráði að mega sefa harm hans.
Sú þrá var svo sár og sterk, að henni
veittist örðugt að hafa hemii á henni.
Hún veitti þvi ekki athygli, að hönd
hennar hafði leitað úr yl svefnpok-
ans, unz gómar hennar snertu skegg-
ið á vöngum hans. Þessi þrá olli henni
kvöl, sem hún gat ekki skilgreint,
reyndi ekki að skilgreina.
Dahl tautaði svo lágt að varla
heyrðist. „Þessi sektartilfinning
leynist stöðugt með manni.“ Ef hann
varð handar hennar var, lét hann að
minnsta kosti ekki á þvi bera. „Að
minnsta kosti er það þannig með
mig,“ bætti hann við.
Og svo sagði hann allt í einu og
hvíslrödd hans varð annarleg. „Eða
kannski allt sé ekki heldur allt þar
með sagt, Alison. Kannski það sé
ekki eingöngu það, að hafa orðið
nazistanum að bana, sem vekur með
mér þessa stöðugu sektartilfinningu.
Kannski á hún sér enn dýpri rætur."
„Enn dýpri?“ spurði hún og skildi
ekki hvað hann var að fara.
„Ég á við, að það hafi kannski
verið þetta víg, sem leysti hana úr
viðjum." Hann gleymdi sér svo að
hann hækkaði röddina nokkuð.
„Kannski það sé sjálf styrjaldarsekt-
in, meðvitundin um að vera sam-
sekur varðandi öll þau manndráp,
sem styrjöldinni eru óhjákvæmilega
samfara. Ef til vill er það einmitt
þetta, sem þjáir mannkynið nú mest
— að einhvers staðar dýpst I undir-
vitundinni leynist þessi samsekt-
arkennd, og ekki einungis varðandi
þau lögmætu manndráp, sem þegar
hafa verið framin, styrjaldarhóp-
morðin, sem alltaf eru réttlætt með
einhverjum göfugum tilgangi ...
heldur og ef til vill enn skefjalausari
hópmorð framundan, þegar vítis-
sprengjunum verður varpað og allt
mannkynið verður myrt ...“
„Ég ... ég skil þig ekki, Lincoln,"
hvíslaði hún. Það fór um hana hroll-
ur, enda þótt hlýtt og notalegt væri
1 svefnpokanum. Hún fann, að hann
meinti af alhug hvert orð sem hann
sagði, en hún skildi samt sem áður
ekki hvað hann var að fara. „Er
þetta þannig ... úti í veröldinni?“
spurði hún.
Það var eins og hann virti hana
fyrir sér úr fjarska. Hann stóð þarna,
lét hallast að bálki hennar, fann
hönd hennar hvíla á öxl sér; áttaði
sig fyrst á því nú.
Og hann sagði þýðum rómi: „Þú
skilur þetta ekki? Þá eru enn' til
saklausar manneskjur í veröldinni.
Ég geri ráð fyrir að þú hafir verið
heppin að sleppa þannig við alla þá
sálrænu spennu, sem fylgir öryggis-
leysinu gagnvart dauðanum. En þú
skalt ekki óttast þá veröld ... það
er mín veröld ..."
Henni varð ónotalega við. Var hann
að reyna að draga sig aftur inn f
skeiina. „En ... sagðirðu ekki ...“
Hún reyndi að rifja upp fyrir sér
orð hans. „Þú sagðir, að við værum
öll samsek .. .“
Hann kinkaði kolli. „Kannski vakn-
ar þessi samsektarkennd ekki með
manninum fyrr en hann kemst í
persónuleg og náin kynni við sjálfa
sökina ... eins og þegar ég felldi
Þjóðverjann. Sökin verður ekki
raunhæf annars
Enn hafði hann hækkað röddina.
Hún lagði fingur sinn á varir honum;
hrotur Greatorex gamla höfðu
skyndilega gerzt háværari, eins og
hann væri að losa svefninn.
Hún fann að hann stirðnaði við
snertingu hennar. Eftir nokkur and-
artök lækkuðu hroturnar aftur. Hún
fann að hann titraði.
„Lincoln," hvíslaði hún hrædd. En
þá heyrði hún að hann titraði af
innibyrgðum hlátri.
Þegar honum hafði tekizt að kæfa
niður hláturinn, hvíslaði hann: „Jæja,
ég held að Lincoln Dahl takist varla
að ráða bót á meinum mannkynsins."
Og svo bætti hann við. „Góða nótt,
Alison, þakka þér fyrir að þú vildir
hlusta á mig ...“
Varir hans snertu enni hennar ...
brunnu á enni hennar, löngu eftir
að hann var farinn.
1 UND AN GENGNUM frosthörk-
um hafði þeim reynzt ógerlegt að
dorga niður um ísinn, og dorgholan
hafði frosið saman. Það var einhvern-
tíma i byrjun marzmánaðar, að
Greatorex gamla var farið að langa
svo í silung, að hann bauðst til að
fara út á ísinn og taka aftur til við
dorgið.
Dahl hafði nokkrar áhyggjur af
fyrirtækinu. „Isinn á vökinni er
orðinn svo Þykkur, að það verður
ekekrt smáræðis handtak að komast
niður úr honum. Og þar að auki er
óliklegt að aflinn verði upp í nös
á ketti um þetta leyti árs.“
En gamli maðurinn var þrár eins
og strákur, sem finnst að honum sé
haldið inni fyrir einhverja sök, sem
hann telur ranglega á sig lagða. „Mig
langar nú samt til að reyna," sagði
hann og Það kom bænarhreimur í
röddina.
„Og ekki hefði ég á móti einhverri
tilbreytingu i mataræðinu," sagði
Prowse. Hann var nýkominn heim
í kofann eftir að hafa litið eftir
snörunum, og kvartaði eins og venju-
lega yfir stöðugri óheppni sinni. „Nú
skuluð þið tveir fara út á ísinn og
brjóta vökina, en ég tek byssuna og
freista að brjóta af mér þessi illu
álög. Ég sá uglu áðan á flögri —
hver veit nema mér takist að skjóta
hana."
„Alison?" spurði Dahl.
„Þvi ekki að reyna, Lincoln?" greip
Surrey'fram í. „Það er ekki eins og
við höfum neinu að tapa ...“
„Við erum víst borin atkvæðum,"
svaraði Alison. „Og eins og Surrey
segir, þá er ekki neinu að tapa ...
það er að segja, ef þið farið að öllu
með gát.“
„Meinarðu okkur sjálfa eða axirn-
ar?" spurði Surrey glettnislega.
„Hugsaðu málið vandlega, Surrey,
og reyndu að komast að einhverri
niðurstöðu," svaraði hún I sama dúr.
„Ananrs ætla ég að vekja athygli
þína á því, að við værum illa komin
án axanna.
Surrey hló. „Taki sneið, sem eiga,“
sagði hann.
„Og maturinn kynni líka að end-
ast betur, ef það fækkaði i hópn-
um,“ lagði Prowse til málanna og
virtist ekki skilja grínið.
Surrey roðnaði og beit á vörina.
„Þetta er verulega fyndið, Prowse,"
sagði hann.
„Hver var að reyna að vera fynd-
inn?“ spurði Prowse og tók byssuna,
síðan strunzaði hann kæruleysislega
út og skellti hurð á hæla sér.
Það varð ónotaleg Þögn, þegar hann
var farinn. Svo gerði Surrey sér upp
bros og sló á öxl Greatorex gamla.
„Þá skulum við koma, karl minn,“
sagði hann.
Greatorex gamli stóð á fætur.
Hreyfingar hans voru seinar og stirð-
legar, eins og manns, sem þjáist af
gigt en er og stoltur til að vilja láta
á þvi bera. „Það er ekki miklu til
kostað þó árangurinn verði ekki mik-
ill,“ sagði hann.
SKOTHVELLUR heyrðist, ekki
mjög langt í burtu. „Kannski hann
hafi heppnina með sér,“ varð Dahl
að orði.
„Það væri þá timi til kominn,"
sagði Alison.
„Já, það má merkilegt heita, hvæ
óheppnin eltir hann,“ sagði Dahl.
„Þótt það komi alltaf öðru hverju
fyrir að við hin finnum eitthvað í
snörunum, virðist loku fyrir það
skotið, að nokkurt kvikindi sé í þeim,
þegar Prowse vitjar um Þær.“
„Kannski er það eins konar dómur,
sem hann hefur kallað yfir sig,“ sagði
hún.
„Yfir okkur öll,“ maldaði hann I
móinn. „Þú verður að gæta að því,
að þessi óheppni hans bitnar á okk-
ur öllum. Allt fer það í sama pott-
inn, sem við öflum, hvort sem það
er í snörurnar eða með byssunni."
„Og heldur í okkur lifinu," sagði
hún. „Já, kannski er það dómur, sem
við höfum öll kallað yfir okkur.“ Hún
leit á hann, Þungt hugsi, „Finnst
þér þetta heimskulegt, Dahl?“ .
Þetta var ekki spurning í sjálfu
sér. Hún hafði rofið innstu vörn hans,
en nú sá hann fram á, að hann yrði
að beita fyllstu varfærni. Sízt af öllu
vildi hann verða til að særa hana.
„Nei, það finnst mér ekki.“
„Kannski ofstækiskennt?"
„Ef til vill er ég þér ekki fylli-
lega sammála," svaraði hann. „En
hvaða mismun gerir það, á meðan
ég viðurkenni og virði rétt þinn til
að hugsa þinni hugsun? Þú kynnir
að álita sumar af skoðunum mínum
ganga nærri guðlasti, en það rýrir
ekki gildi þeirra fyrir mig. Trúin
hefur sitt eigið gildi í sér fólgið, og
gerir ráð fyrir sín eigin laun líka.
Og það mætti teljast einkennilegt,
ef sjónarmið þín væru önnur en þau
eru, miðað við það uppeldi, sem þú
hefur hlotið og umhverfið, sem þú
hefur alizt upp við.“
„Þú ... þú ert kannski ekki sér-
lega trúaður?"
„Ég veit ekki hvað segja skal. Það
fer vafalaust eftir því hvernig á það
er litið. Það er eitt hlutverk trúar-
innar, að gera mönnum allt léttbær-
ara, er ekki svo ? Að veita mann-
inum huggun og sefa efa hans. Skrift-
ir gegna því hlutverki hjá kaþólskum
og þeir í Oxfordhreyfingunni virðast
hallast að þeim líka á sinn hátt. En
trúræknin getur líka verið mann-
Framhald á bls. 43.
ififl
Varir hans snertu enni hennar ...
brunnu á enni hennar,
löngu eftir að hann var farinn.
vikan 25