Vikan


Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 33

Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 33
hann sjálfan. F Hann leitaði að símanúmeri Cohuí Thisbe. Það var leyninúmer. Hann settist úrræðalaus í sófannj og hugsaði um hana. Hún var alltafj á Roma Incendit á kvöldin, hvert', kvöld. Hve oft kom það fyrir, aðj einhver fór út með henni? Hann hélt að hann mundi deyja, þegar hann' hugsaði um það. Hann var ákveðinn að láta ekk-: ert hindra sig í að hitta hana aftuTj; fyrir morgimdaginn — án þess aðf hafa séð hana, færi hann ekki aftur, á teiknistofuna. | En klukkan níu morguninn eftirj) var hann mættur þar. Um kvöldið ' ætlaði hann á Roma Incendit. Hann ætlaði að fara þangað hvert einasta kvöíd þar til hann hitti Cohu Thisbe — sjálfsagi hans hafði alltaf yfirhöndina og hann fór þangað ekki. Það fóru sólríkir dagar í hönd, en haxm vann stöðugt samt sem áð- ur. Hann hugsaði aðeins um nóttina þegar rigndi og hann hélt Cohu í faðmi sínum. Nákvæmlega seytján dögum frá þeirri nóttu hringdi Coha til hans á teiknistofuna. Rödd hennar var blæbrigðalaus, þegar hún sagði: — Halló, ert þetta þú Laurence? Hann svaraði reiðilega: — Ég tek ekki á móti einkasam- tölum á vinnustað. — Ég vfissi ekki hvernig ég átti að ná til þín öðru vísi. Ég skal vera stuttorð: Viltu borða kvöldverð með mér og foreldrum mínum í kvöld? Nú var stundin runnin upp fyr- ir hann að segja nei. Hann tók upp pennann og spurði hvenær og hvar. — Klukkan sjö. Hún sagði hon- um heimilisfangið í Beverly Hills. — Hvers vegna? spurði hann. — Þú ert sá eini, sem ég þekki, sem ert — þú. Hann heyrði að það var ekki meint sem hrósyrði. Hann var allan dagirrn ergilegur yfir þessum orðum hennar. En hann vissi ekki alveg hvað hún meinti með þeim. Og svo velti hann því fyrir sér, hver mæðranna fjög- urra það væri, sem hann mundi hitta. Hann fór í beztu dökku fötin sín og setti á sig hvítt silkibindi. Hann kom 1 engum dularklæðumi að upp- lýsta stóra húsinu í Beverly Hills — heldur sem sá venjulegi ungi maður, sem hann var. Honum var vísað inn af þjóni í hvítum búningi. Það var marmaragólf og kalt ljós yfir gömlum dýrum húsgögnum í húsi Otto Thisbe — en dóttir hans óskaði sér einskis annars en ein- falds húsaskjóls með einni dýnu. Hann hitti Cohu á barnum. Hún var í svörtum kvöldkjól — ögrandi einföldum. — Velkominn Laurence, sagði hún blíðlega. Hún kynnti hann fyrir frú Wadloe og föður sínum Otto Thisbe. — Ég vona að yður þyki gaman að dansa, herra Will, sagði frú Wadloe. Við vorum að hugsa um að fara út og skemmta okkur í Cocaonut Grove. Laurence stóð hreyfingarlaus og agndofa. Frú Wadloe? Það var greinilegt að þetta var móðir Cohu. Hún var eins og Coha, puntuð og sminkuð, tuttugu árum eldri. Coha með litað hár, Coha hlaðin skart- gripum og með uppgerðarbros. Þetta var móðir hennar, frú Wadloe. Nokkrar mínútur voru þau Coha ein. Hann gekk með henni út á sval- irnar og tók um mitti hennar. En hún vék sér undan. Svo sagði hún ópersónulegri röddu: — Á ég ekki að skýra þetta fyrir !þér ... Móðir mín og faðir ... j — Ég sá, að þetta var móðir þín, ,tók hann fram í fyrir henni. j — Tvisvar skilin síðan hún skildi jvið pabba, sagði hún með sömu blæbrigðalausu röddinni. j — Eru þau að hugsa um að taka saman aftur? spurði hann. Meira jað segja í eyrum hans sjálfs hljóm- aði þetta hversdagslega eða eins og spurning venjulegs manns. — Auðvitað ekki, sagði hún. En ég vildi bara vara þig við, þau slást nefnilega, pabbi og mamma. — Ó? Meira að segja í kvöld? — Hvenær sem er. Alltaf. — Hvers vegna eru þau þá að hittast? Hún hló. Hún var gömul og sorg- mædd og þó átakanlega ung. — Mín vegna, sagði hún. Hvort sem þau eru gift hvort öðru, gift einhverjum öðrum eða skilin, þá hittast þau einu sinni á ári mín vegna. Til þess að vera venjuleg fjölskylda á afmælisdeginum mín- um. — Afmælisdagurinn þinn sagði Laurence. Og þú býður mér? — Það var eins og hellt yfir hann fötu af köldu vatni, þegar hún svaraði með sömu kuldalegu rödd- inni: — Þú ert vanabundinn, eins og þau. Ég bauð þér, af því að þú féllst vel inn í þennan félagsskap. Áður en hann gat svarað, komu foreldrar hennar aftur. Frú Wadloe brosti svo breitt, að það var eins og munnur hennar mundi rifna. Herra Thisbe var taugaóstyrkur en um leið dugnaðurinn uppmálaður. Ég fell inn í félagsskapinn, hugs- aði Laurence bitur. f bílnum yfirheyrðu foreldrarnir hann um hann sjálfan, hvað hann ynni, hvar hann byggi og um alla lifnaðarháttu hans. Það var eins og óstyrkir foreldrar væru að yfir- heyra tilvonandi tengdason. Coha sat stíf og þögul. Cocaonut Grove er skemmtilegur og íburðarmikill staður, með stóru og góðu dansgólfi. Hann óskaði þess að hann hefði verið þarna einn með Cohu. Hann bað hana um dans. — Takk, en ég dansa ekki, sagði hún. Ég hlusta bara á músíkina. En móðir hennar dansaði. Hún þrýsti sér fast að honum og hvísl- aði, að Coha hefði sannarlega verið heppin, að hitta svona laglegan, ungan mann. Laurence hafði það á tilfinningunni, að hann ilmaði sjálfur eins og heil ilmvatnsflaska eftir að hafa dansað við hana. Þjónninn kom með nóg af drykkj- arföngum. Málsverðurinn tók lang- an tíma. Laurence fór að óska, að hann hefði aðeins drukkið appel- sínusafa eins og Coha. Frú Wadloe talaði um Cohu eins og hún væri hvergi nærstödd. — I-Ierra Will, sagði hún, mér finnst að þér ættuð að reyna að hafa áhrif á Cohu, að hún hugsi meira um klæðaburðinn. Og þú Ottó, ættir að segja henni ... — Hún fer sínu fram, sagði fað- irinn sigri hrósandi. •— Hlægilegt! sagði móðirin. Þú hefur aldrei leiðrétt hana, aldrei leiðbeint henni ... — Það er sjálfsagt þess vegna, að hún kýs heldur að búa hjá mér HERRAFOT BUXUR PEYSUR FRAKKAR SKYRTUR EINUNGIS ÚRVALSVÖRUR en þér, sagði Otto Thisbe. — Gerið það fyrir mig ... sagði Coha. Þetta var næstum það eina, sem hún hafði sagt, síðan þau komu í veitingahúsið. Herra Thisbe reis á fætur og rétti út höndina, og frú Wadloe gekk út á dansgólfið með honum. Þau töluðu ákaft saman, andlit beggja voru reiðileg og bitur, meðan þau hreyfðu sig léttilega eftir tango- lagi. — Hvers vegna reynirðu ekki að koma í veg fyrir þessar afmælis- veizlur? spurði Laurence. — Þú trúir því kannski ekki, sagði hún án þess að líta upp, en ég vona alltaf, að þær — heppnist. Ég geri ráð fyrir að pabbi og mamma voni það líka. Forelrrarnir komu aftur að borð- inu. Það var þvingandi þögn. Ég á svo vel við félagsskapinn, hugsaði Laurence og hataði sjálfan sig þegar hann bauð frú Wadloe aftur í dans. Hún titraði svolítið í örmum hans og lék hlutverk konu, sem hefur verið særð djúpt. — Þér getið aldrei ímyndað yður, hve mikið ég hef þjáðst vegna þessa manns, sagði hún. Laurence svaraði ekki. Rödd hennar skalf: — Ég er svo óhamingjusöm. Laurence þagði áfram. Honum var sama um sorgarsögu frú Wedloe. — Hann hefur eyðilagt allt mitt líf, hélt hún ótrauð áfram. Ég var ekki eldri en Coha, þegar ég hitti hann ... — En þér eruð eldri og vitrari núna, frú Wadloe, sagði Laurence háðslega. Frú Wadloe yfirgaf hann og gekk út í snyrtiherbergið. Laurence þótt- ist viss um, að hún væri að athuga, hve mörg ár hún gæti hulið með púðrinu. Thisbe sat nú einn við borðið og hafði fengið nýtt í glös- VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.