Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 12
ÞEIR hugsuðu lítið um stúikur, þeir Rick Milton og
Laurence Will. Þeir voru verkfræðingar við flug-
vélaverksmiðju í Los Angeles, og voru báðir
komnir á þann aldur, að þeir urðu ekki óviðráð-
anlega ástfangnir lengur og aðaláhugamál þeirra
var að komast áfram í starfinu. Þetta kvöld voru
þeir á leið heim úr kvikmyndahúsi, og það var
Rick, sem stakk upp á því, að þeir leituðu að góðum kaffi-
bar. Rick fannst expressokaffi gefa lífinu sérstakan þokka,
og þó Laurence væri honum ekki alveg sammála, var það
samt hann, sem þrátt fyrir litla latínukunnáttu fann bar
með nafninu Roma Incendit — nafnið og útlitið lofaði góðu.
Þetta var hálfrokkinn staður með gluggatjöldin dregin þétt
saman og nokkrir lokkandi jazztónar ómuðu út á götuna
— og þangað fór hann inn með Rick og hitti þar Cohu
Thisbe. Þar með voru áhyggjulausir dagar liðin tíð fyrir
Laurence. Hann leit á Cohu Thisbe og gat aldrei framar
gleymt henni.
Hún sat á háum stól, ein við fjögurra manna borð og
virtist hlusta í algleymi á dimma og drungalega tóna hljóm-
sveitarinnar. Hún var í þröngum síðbuxum og síðri, loðinni
peysu, hún var ómáluð í andliti með hárið hangandi laust
niður á axlir — það var eins og hún væri hrædd við að
vera lagleg, — en var þó unduríalleg.
Laurence fór að líta í kringum sig, til að reyna að hætta
að stara á stúlkuna. Salurinn var dimmur og ilmaði af
kaffi. Hér og þar í rökkrinu voru kertaljós, og í einu horn-
inu sátu nokkrir menn og spiluðu jazz eins og það væri
Bach, sem þeir væru að spila. Það var eins og Coha Thisbe
ætti hér heima. Hún sat þarna mjúk og afslöppuð með
stór dreymandi augu og barnalega blíðlegan munn — og
hlustaði á músíkina.
Hennar borð var eina lausa borðið. Þjónninn leiddi þá
Rick og Laurence þangað og benti Cohu að flytja sig.
— Látið hana sitja hér áfram, sagði Laurence. Þér getið
ekki gert þetta ...
— Þetta er fjögurra manna borð, sagði þjónninn, og Coha
er hér öll kvöld ...
—- Segið stúlkunni að okkur þyki fyrir því að trufla hana
og bjóðið henni að sitja hér áfram, sagði Laurence ákveðinn.
Þjónninn gekk til Cohu og hvíslaði einhverju að henni.
Hún stóð upp af pallinum við barinn, hélt á kaffibollanum
báðum höndum og gekk til þeirra eins og svefngengill.
Laurence leit á þetta fallega, kyrra andlit og vissi, að hann
var að kynnast einhverju nýju, öðru vísi en öllu öðru — ekki
venjulegri stúlku. Hann stóð upp og sagði:
OKKUR þykir það leitt að hafa valdið yður ónæði.
Þjónninn hefði ekki átt að láta yður fara.
— Það er aukaatriði, sagði hún lágt og fljótmælt.
Gefið ykkur heldur tíma til að hlusta á músíkina.
— Músík? sagði Laurence hátt og fyrirlitlega.
Hún hefur hvorki tilfinningu né skipulag, þetta er
bara hávaði.
Hún sneri sér frá þeim og vangasvipur hennar
var kuldalegur. Svo leit hún aftur á hann og augun tindruðu,
græn af reiði, og hún hvíslaði:
— Hvaða erindi eigið þið hingað?
— Það er spurning, sem á rétt á sér, svaraði Laurence hrein-
skilnislega. Við ætluðum að fá okkur einn bolla af expresso-
kaffi, en ekki þennan hávaða.
Fólkið í kring byrjaði að þagga niður í þeim. Nú umlukti
algjör þögn músíkina. Vöngum var hallað saman og andar-
drátturinn var í samræmi við hljóðfallið. Laurence andvarp-
aði og leit á Rick, sem yppti öxlum og hvíslaði með fyrir-
litningu:
— Bítnilckar.
Coha sneri sér ekki við.
12 VIKAN