Vikan


Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 41

Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 41
stóð hins vegar fast á því að ein- hver í lestinni hlyti að vita það, og það væri skylda þjónsins að fara og spyrjast fyrir. Þjónninn sagði að sjálfur lestarstjórinn botnaði ekk- ert í höfuðáttunum. Reiðbuxna- herrann skipti litum við svo hroll- vekjandi tíðindum. Hvað ef lestin rynni í öfuga átt? Þjónninn svaraði því engu, en týndi nokkrum hárum af augabrúnunum til viðbótar. Hann var enn sofnaður, í þetta skiptið fleygði hann sokkunum sín- um framan í mig. Varaðist samt að hrækja niðurfyrir sig, en hyglaði klefaloftinu því betur. Auðvitað kom engum öðrum dúr á auga. Ég vissi það þegar að ó- reyndu að enginn vegur væri að festa blund án „hljóðheldra eyrna- skjóla“. Leiðara var að hinir klefa- félagarnir höfðu heldur ekki búið sig undir andvökunótt. Undir svona hraustlegum hrotum var skárst að glenna upp augun alla nóttina í tilgangsleysi. Áfangastaður minn var Dezhou. Þangað komum við undir birtingu. Þökk sé himni og jörðu. Lestin stanzaði þar í hálfa klukkustund. Ég leigði mér góðan vagn og hélt inn í bæinn. Ennþá heyrði ég greinilega fyrir eyrum mér: Þjónn. í rúma viku gat ég skýrlega séð fyrir mér augabrúnir þjónsins. ★ Hvar er örkin hans Nóa? Ungfrú Yndisfríð Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: VALUR SIGURÐSSON, Grettisgötu 50, Reykjavík. Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími Ef svo er, þá hvílir þung, en gleöileg skylda á herðum þér—að ala það upp. Nútíma sálar- og uppeldisfræði fyrir foreldra er ein af námsgreinum BRÉFASKÖLA SÍS. Við ráðleggjum öllum að kynna sér þau fræði. 4 kennslubréf—kennari Dr. Broddi Jóhannesson, námsgjald kr. 200,00. Fyllið út seöilinn hér að neðan og sendið hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sam- bandshúsinu, Reykjavík. Innritum allt árið Bréfaskóli SÍS Ég undirritaður óska aS gerast nemandi í Sálar- og uppeldisfræði □ Vinsamlegast sendiS gegn póstkröfu. □ GreiSsla hjálögð kr.__________ Nafn Heimilisfang Pósturinn. Framhald af bls. 5. virðist eftirspurn eftir þeim hér vera það mikil að það sanni tilveru- rétt þeirra. Verzlunarmenn og alls konar fyrirtæki telja sér hagnað í því að hafa slík hólf, sérstaklega vegna þess að þá berst póstur til þeirra að jafnaði fyrr en ella, ef vitjað er á hverjum degi. Aðrir vilja hafa pósthólf vegna þess að þeir vilja ekki gefa upp heimilisfang sitt t. d. í auglýsing- um og enn aðrir vegna þess að þeir reikna með breytingum á heimilis- fangi hjá sér, t. d. ef atvinnurekst- ur eykst, — eða minnkar. En svo er að regla hjá póstinum — mér er sagt að það séu ströng fyrirmæli til póstmanna, að ekki skuli bera út bréf til þeirra manna, sem vitað er að hafi pósthólf, jafn- vel þótt númer hólfsins sé ekki skrifað á bréfið. Þetta finnst mér hreinasta fjarstæða. Það kemur oft- fyrir að bréf eru stíluð persónulega til einhvers manns, sem hefur póst- hólf í atvinnuskyni, og þá á að bera þau bréf heim til hans. Sömuleiðis getur verið að maður hafi pósthólf aðeins fyrir vissa tegund af pósti, sem maður ætlast til að fari í hólfið, enda séu þau bréf merkt þannig. Oft er það með þannig bréf, að manni liggur ekki á að fá þau daglega, en vitjar þeirra kannski einu sinni í viku. En í því tilfelli fær maður eltki heldur önnur áríð- andi bréf send heim til sín. Ég vil endilega láta breyta þessu þannig, að þau bréf, sem merkt eru með pósthólfsnúmeri, séu sett í hólfið, en önnur séu borin heim til viðtakanda. Og annað finnst mér vera ábóta- vant. Mér fyndist að einhver starfs- maður póstþjónustunnar ætti að vera á verði við pósthólfin á meðan aðgangur að þeim er opinn, og svara fyrirspurnum pósthólfaeig- enda í síma, um það hvort bréf liggi í hólfinu, til að spara manni óþarfa ferð á pósthúsið á hverjum degi, jafnvel þótt hólfið sé tómt. Pósthólfseigandi. Pósturinn er sammála pósthólfs- eiganda, og mælir með því til póstþjónustunnar að hún geri pósthólfaeigendum þann greiða að póstléggja bréf, sem koma í pósti án þess að pósthólf sé tekið fram. Aftur á móti, ef póstur kemur til pósthólfseiganda, þar sem pósthólfsnúmer er aðeins skrifað, þá eigi póstþjónustan að taka þann póst á sig og bera hann til viðkomandi pósthólfseiganda. Þar að auki finnst Póstinum að pósturinn eigi að hafa póstmann við pósthólfin, sem geti sagt pósthólfaeigendum hvort póstur er í pósthólfinu — eða ekki. Það væri varla það stór póstur hjá póstþjónustunni að pósthólfa- gjaldið bæri það ekki. Pósturinn. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.