Vikan


Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 08.11.1962, Blaðsíða 7
Jónas Guðmundsson stýrimaður, hefur skráð bók eftir frásögnum Guð mundar Halldórs Guðmundssonar, togarasjómanns. Hér birtist kafli úr bókinni. og afturskips. Þegar hann er kominn miðja leið, riður sjór yfir skipið og það leggst á hliðina yfir hann og hann flýtur upp og fyrir borð og drukknar. Ekkert varð að gert, svo bráðan bar þetta að. Ég mundi nú atburðinn frá því á vaktinni og þóttist nú sjá hlutina skýrar en áður. Auð- vitað hefur Hjörtur vitað, að þessi skólabróðir hans var væntanlegur yfir landamærin og þvi hefur hann viljað vera í nálægð hans. En ekki er þó öllu lokið enn. Það er siðar þennan sama vetur, að við liggjum í Reykjavik á Snorra goða. Og eins og svo oft áður er ég á vakt um nótt. Þetta var i austan roki. Háaustan, og skipið þrýstist upp að bryggjunni undan vindfanginu, og það er að falla að, Eins og þú veizt, þá standa gálgarnir á tog- ururium aðeins útfyrir borðstokkinn. Ég var hræddur um, að afturgálginn myndi á aðfall- inu lenda undir bryggjukantinum og þá myndi bryggjan annað hvort brotna, eða gálginn, þeg- ar skipið lyfti undir með öllum sinum flot- krafti. Þetta hefur nokkrum sinnum komið fyrir og valdið tjóni. Ég er i myrkrinu að bardúsa við þetta og loksins er það mikið fallið að, að ég tel ekki lengur hættu á ferðum af þessum ÞAÐER MILDI AÐ VANTAAÐEINS EINN FINGUR inn standa vakt. Þetta er líka hálf leiðinlegt starf, en getur verið ónæðissamt, ef mikil um- ferð er, eða veður vond. Ég man eftir atviki í sambandi við svona vakt. Það var á sunnudegi fyrir svona 15 árum síðan. Maður að nafni Sigurgeir Líkafrónsson, mesti dugnaðarsjómaður, var á vakt i Neptúnusi. Þetta var um morgun og umferð lítil. Sigurgeir hafði fengið fyrirmæli um, að hleypa engum óviðkomandi um borð, svo sem vani er. Snemma um morguninn skeður það, að maður kennir niður að togaranum og snarast um borð og fer að lita svona á eitt og annað á þilfarinu. Mað- urinn var enginn annar en Tryggvi Ófeigs- son, eigandi togarans, en það vissi Sigurgeir ekki. Þegar Tryggvi hefur dvalizt nokkra stund á þilfarinu, ltallar Sigurgeir niður og segir hon- um að fara i land. Hinn verður hálf hissa og segir honum, að hann eigi nú þennan togara. Þá segir Geiri: — Hann var góður þessi! — og hann bætti við: — Ef þú ekki hypjar þig i land á stund- inni, þá hjálpa ég þér. --------Það var ekki annað að gera fyrir Ti’yggva en fara í land, en það er haft fyrir satt, að honum hafi likað vel við þennan vakt- mann, sem tók honum svo ólíkindalega þenn- an sunnudagsmorgun. Hjörtur Líndal og hafði horfið i Reykjavik. Horfði ég á hann góða stund og var hann að laga til í einni kojunni. Þessa koju hafði ungur piltur ])á, Jakob Jónatansson, sonur Jónatans heitins gullsmiðs. Þeir Hjörlur og Jónatan liöfðu verið skólabræður í Menntaskólanum. Hvað sýn þessi varði lengi, get ég ekki sagt um með vissu, en ])ó nokkra stund, en allt í einu, þegar ég leit eitthvað af, þá hvarf hún. Nok’kru seinna um nótlina, kemur maður um borð. Var þetta annar vélstjóri á skipinu. Setti ég sýnina auðvitað strax í samband við komu hans, því Hjörtur heitinn liafði einmitt verið í vélinni á Snorra goða. Hann var kyndari þar. En þó átti ég eftir að breyta um skoðun. Þegar viðgerð á skrúfunni er lokið, er strax farið á veiðar og siðan siglt af stað, sem leið liggur til Englands lil að selja aflann. Á út- leiðinni fengum við heldur slæmt vcður og eitt sinn um vaktaskipti er það, að Jakob sá er áður var nefndur, er að fara á milli lúkars sökum. Ég var orðinn kaldur af þessu og fer þvi niður i lúkar til að fá mér kaffisopa og bita. Ég hef ekki setið lengi að kaffinu, þegar éð heyri, að einhver segir hvasst: — Guðmundur! Ég vissi nú ekki betur en að ég væri einn um borð og hélt nú hálft í hvoru að þetta hefði verið misheyrn. Þá er aftur sagt: — Guðmundur, komdu uþp! Ég heyrði nú greinilega, að hljóðið kom frá stigaopinu og fer ég upp i gatið, en sé þá ekki neinn. Mér fannst þetta í meira lagi undarlegt. Ég er rétt setztur aftur, þegar enn er sagt og nú liostuglega: — Kordu upp, Guðmundur! Þóttist ég þá allt í einu kenna rödd Jakobs, og i sama mund man ég eftir gálganum, en honum hafði ég alveg gleymt. Fer ég upp og sé þá að hann er kom- inn innundir bryggjuna og er fastur. Ég reyndi strax að losa skipið, en mér tókst það ekki og fór ég því yfir í annan togara, sem lá í Reykjavikurhöfn og fékk varðmanninn þar til að hjálpa mér að spanna skipið undan bryggj- unni með plönkum. Hefði ekki mátt naumara standa að firra vandræðuni. Ég get náttúrlega ekki gefið neinar frekari skýringar á þessum viðburðum, en taka vil ég það fram, að báðir þessir ungu menn voru mikil mannsefni og góðir drengir og mér fannst til um vinsemd þeirra. I land með þig. Það ga! verið nöturlegt starf að vaka í ljós- lausum togarakláfum. Sennilega er það einhver mesta kjarabót, sem togarasjóriienn hafa fengið, l)egar afnuriidar voru varðstöðurnar i Reykja- vik. Núna er þetta viðburður, ef maður er lát- Reyndar man ég eftir svip- aðri sögu frá Englandi. Frá Hull. Það bar einu sinni við, að ókunnur eldri maður ætl- aði inn i byggingu Hellyers- bræðra í Hull. Dyravörður stöðvaði hann í dyrunum og spurði livað hann ætlaði. Gamli maðurinn sagð- ist ætla að hitta syni sýna, en hann væri faðir þeirra Hellyersbræðra. Dyravörðurinn hafði ströng fyrirmæ'i um að hleypa engum óvið- komandi inn, og lokaði þvi á karl. Var sagt að þeir hefðu hækkað dyravörðinn í tign fyrir trúmennskuna. Annars lenti ég sjálfur í svipuðu atviki, en munurinn var bara sá, að ég hlaut ekkert nema hálfgerða skömm fyrir. Við lágum einu sinni við bryggju í Englandi og var ég á vakt. Hásetinn, sem átti að leysa mig af var ekki kominn, þó liðið væri fram yfir þann tima, sem hann átti að hafa tekið við. Ég átti ýmislegt eftir að gera i landi, verzla og fleira þess háttar, eins og gerist og gengur í útlöndum, og var kominn i versta skap. Þá er það, að einn skipverja kemur um borð með kunningja sinn, íslenzkan. Hann bað mig að gefa manninum kaffisopa og var það sjálfsagt. Þegar ég er að færa honum kaffið, þá segi ég sí svona: — Á hvaða kláf ert þú nú? — Ja ég tilheyri nú honum Surprise, segir maðurinn hálf hissa. — Hvaða blók ertu nú þar, spurði ég? — Ja, ég er nú eiginlega farþegi þar, og svo kom i ljós, að þetta var Ólafur Einarsson, út- gerðarmaður í Hafnarfirðd, en hann gerði Sur- prise út. Þetta var nú saklaust sjóaramál, sem ég talaði i þá daga, en ég hálf skammaðist min fyrir þetta. Degi var tekið að halla, þegar við héldum heim á leið og skuggarnir í Beneventum voru djúpir og dularfuRir. Framundan blasti við borgin með sínum ysi og þysi þar sem tilveran snýst um að kaupa og selja fokhelt eða tilbúið Framhald á bls. 29. YIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.