Vikan - 29.11.1962, Síða 2
í fullri alvöru:
Dásamleg ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim létt á háls og arma ... umvefjið
yður Ijúfasta ilmi, sem endist klukkustundum saman ... Um fimm unaðstöfrandi 'ilmkrema-
tegundir að velja; ... dýrðlegan Topaz ... ástljúfan Here is My Heart ... æsandi Persian
Wood, ... hressilegan Cotillion, og seiðdulan To a Wild Rose.
* KYNNIÐ YÐUR AÐRAR AVON-VÖRUR:
V ARALITl — MAKE-UP — PÚÐUR — NAGLALÖKK — KREM — SHAMPOO —
HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Regnboginn, Tíbrá, Sápuhúsið, Verzl. Edda, Keflavík, Stjörnuapótekið, Akureyri, Rakarastofa Jóns
Eðvarðs, Akureyri, Apótek Akraness, Kaupfélag Borgfirðing-a, Boorgarnesi, Silfurbúðin, Vestmannaeyj-
um, Verzlun Jóns Gíslasonar, Ólafsvík, Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði, Verzlun Ara Jónssonar,
Patreksfirði.
Ofan gefur
snjó á snjó
Sennilega hafa allir þeir, sem
einhvern tíma hafa fest eitthvað á
blöð, til þess að birta í blöðum eða
útvarpi, vitnað í kvæði Bjarna
Thorarensen um Sæmund Hólm,
þar sem Bjarni bannar að lasta
laxinn, sem leitar móti straumi
sterklega og stiklar fossa, og mál-
tækið að fljóta sofandi að feigðar-
ósi leikur á hvers manns tungu.
Mér datt síðari tilvitnunin í hug í
fullri alvöru, þegar fyrstu snjóar
féllu í haust, og hef verið þenkjandi
um það síðan.
Hér í Reykjavík og nágrenni
gerði élgusu á fimmtudagskvöldi,
en þann snjó tók upp aftur á nokkr-
um klukkutímum sama kvöld.
Sunnudaginn næstan á eftir spáði
Veðurstofan snjókomu aðfaranótt
mánudagsins, og veðrið var kalt og
hvasst, og dimmt yfir. Það lá nokk-
urn veginn ljóst fyrir, að ef alvara
yrði úr snjókomunni, myndi skefla
laglega fram af sumum húsunum
hér í höfuðborginni og hlaða þokka-
legt skýli utan um bílana á götun-
um.
Maður skyldi nú halda, að ein-
hver hefði verið svo forsjáll að búa
sig undir það sem komið gat, minn-
ugur þess, að illt er að fljóta sof-
andi að feigðarósi og ekki sakar að
gera ráð fyrir því versta, það góða
skaðar aldrei. En hvað gerist svo,
þegar menn vakna á mánudags-
morguninn og fara að róla um?
Allir bílar — eða næstum allir —
keðjulausir á sléttum dekkjum,
keðjurnar einhvers staðar liggjandi
frá því í fyrra, sennilega slitnar og
í einni ryðhrúgu, bílarnir ekki
vætuvarðir og jafnvel rafmagns-
lausir, og allt annað eftir þessu.
Snjórinn, sem kom um nóttina, lá
í sköflum eins og gera mátti ráð
fyrir, og þeir sem komu bílum sín-
um í gang, renndu syfjulega í skafl-
ana, þótt vitað væri að þeir myndu
ekki komast í gegn án aðstoðar
skóflu eða dráttarbíla. Allt var í
ruglingi.
Strætisvagnarnir komu seint á
biðstöðvarnar eða alls ekki. Nætur-
vaktin á Kirkjusandi hafði veigrað
sér við að setja keðjur undir vagn-
ana um nóttina, þótt fyrirsjáanlegt
væri, að þeirra væri full þörf að
morgni. Kannski eiga vaktmennirn-
ir ekki að vera að gaufa við slíkt,
en í einhverra verkahring hlýtur sá
starfi að vera, og hvers vegna voru
þeir menn þá ekki ræstir út? Eftir
því, sem ég bezt veit, mega öku-
menn vagnanna ekki eiga neitt við
viðgerðir sjálfir, geta jafnvel leyft
sér að sitja fastir í skafli langtímum
saman, af því að það er ekki í þeirra
verkahring að fara út með skóflu
og stunda verkamannavinnu nieð
því að moka frá bílnum, og varla
heyrir undir þá skítverk eins og að
setja á keðjur. Það er líka fullseint
að fara að eiga við það, þegar bíl-
stjórarnir koma til vinnu á morgn-
ana og eiga að hefja aksturinn eftir
fáeinar mínútur. Þegar bylur hef-
ur staðið heila nótt, er lítt forsvar-
anlegt, að þeir sem ætla að taka
strætisvagninn klukkan sjö, verði
Framhald á bls. 51.